Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 29

Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 29
 S K Y N D M¥N Q Pt ína teiknari Hún heitir Kristín Eiríksdóttir, kölluð Stína, og er höfundur teiknimyndasögunnar sem hefur göngu sína hér í blaðinu. Stína teiknaði líka mynd í síð- ustu Veru. Stína er aðeins 18 ára en hefur þegar ákveðið stefnuna í lífi sínu. Myndlist er hennar helsta áhugamál en hún yrkir líka Ijóð og hefur gaman af Ijósmyndun. „Ég hætti eftir hálft ár í MH og fór til Kúbu," segir hún. „Síðasta vetur var ég á mynd- listarbraut í lýðháskóla í Svíþjóð og hef nú fengið inni í listalýðháskóla í Holbæk, rétt hjá Kaup- mannahöfn." Stína er félagskona í Bríeti og hefur mikinn áhuga á feminisma. Hún segir að mikil gróska sé í feministahreyfingunni í Svíþjóð og að hún hafi hrifist mjög af kraftinum þar. „Það eru alls konar hópar starfandi og þær eru yndislega róttækar og skemmtilegar," segir hún. „Feministablaðið Bang er frábært blað og unglingatímaritið Darling en þar er tekið á vandamálum ungs fólks út frá fem- inísku sjónarhorni. Svo var frábær framhaldsþáttur í sænska sjónvarpinu sem heitir Clappet, eða bilið, og fjallar um tvær unglingsstelpur sem eru að uppgötva bilið á milli kynjanna. Mér finnst að ís- lenska sjónvarpið ætti að kaupa þessa þætti því ungt fólk hér á landi þarf svo sannarlega að fá fræðslu í þessum efnum," segir Stína og lofar að senda Veru teikningar áfram þó hún fari um stund til Danmerkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.