Vera - 01.08.2000, Side 29

Vera - 01.08.2000, Side 29
 S K Y N D M¥N Q Pt ína teiknari Hún heitir Kristín Eiríksdóttir, kölluð Stína, og er höfundur teiknimyndasögunnar sem hefur göngu sína hér í blaðinu. Stína teiknaði líka mynd í síð- ustu Veru. Stína er aðeins 18 ára en hefur þegar ákveðið stefnuna í lífi sínu. Myndlist er hennar helsta áhugamál en hún yrkir líka Ijóð og hefur gaman af Ijósmyndun. „Ég hætti eftir hálft ár í MH og fór til Kúbu," segir hún. „Síðasta vetur var ég á mynd- listarbraut í lýðháskóla í Svíþjóð og hef nú fengið inni í listalýðháskóla í Holbæk, rétt hjá Kaup- mannahöfn." Stína er félagskona í Bríeti og hefur mikinn áhuga á feminisma. Hún segir að mikil gróska sé í feministahreyfingunni í Svíþjóð og að hún hafi hrifist mjög af kraftinum þar. „Það eru alls konar hópar starfandi og þær eru yndislega róttækar og skemmtilegar," segir hún. „Feministablaðið Bang er frábært blað og unglingatímaritið Darling en þar er tekið á vandamálum ungs fólks út frá fem- inísku sjónarhorni. Svo var frábær framhaldsþáttur í sænska sjónvarpinu sem heitir Clappet, eða bilið, og fjallar um tvær unglingsstelpur sem eru að uppgötva bilið á milli kynjanna. Mér finnst að ís- lenska sjónvarpið ætti að kaupa þessa þætti því ungt fólk hér á landi þarf svo sannarlega að fá fræðslu í þessum efnum," segir Stína og lofar að senda Veru teikningar áfram þó hún fari um stund til Danmerkur.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.