Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 22

Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 22
i i a m 1 i ð a c A U Ð U& Sigríður Soffía Níelsdóttir: Stjörnuathugunarstöó Langar að læra stjarneðlisfræði Sigríður Soffía Níelsdóttir er 15 ára nem- andi í 10. bekk Háteigsskóla í Reykjavík. Henni fannst mjög gaman í leiðtogabúð- unum að Skógum og fróðlegt að fá inn- sýn í rekstur fyrirtækja. Hún íhugaði jafnvel að fara í Verslunarskólann en setur nú stefnuna á Menntaskólann í Reykjavík þar sem er góð kennsla í raun- greinum. „Ég ætla að einbeita mér að náminu í vetur til að ná samræmdu prófunum. Ég ætla ekki að gefa kost á mér í nemenda- ráð, þar sem ég hef setið sl. tvö ár, en ég ætla að halda áfram að læra bæði jass- ballett og klassískan ballett. ÞaT fyrir utan er ég í einkatímum í söng svo ég hef nóg fyrir stafni." í sumar var Sigríður Soffía mest í út- löndum. Hún dvaldi hjá ættingjum í Danmörku í einn og hálfan mánuð til að ná betri tökum á dönsku fyrir sam- ræmdu prófin og í ágúst fór hún með fjölskyldunni í vikuferð til Parísar. „Ég fékk stjörnukíki í afmælisgjöf og bíð nú eftir að geta farið út fyrir bæinn til að skoða himininn. Stjörnufræði er mitt helsta áhugamál og ég stefni að því að læra stjarneðlisfræði. Ætli ég þurfi ekki að fara til Bandaríkjanna til þess og ég veit ekki hvort ég get fengið vinnu hér á landi með þá menntun," sagði Sigríður Soffía. Mitt framlag í þessa ritgerðasamkeppni er ritgerð um stjörnuathugunarstöð á íslandi. A Islandi er ekkert gert fyrir fólk sem vill læra stjörnufræði eða stjarneðlisfræði, það er að segja ekki fyrr en það er komið í há- skóla. Mín hugmynd er sú að það yrði byggð stjörnuathugunarstöð hér á landi. I þessari stöð yrði „online“ tenging við NASA allan sólarhringinn og aðgangur að upplýsingum frá öðrum stjörnurannsókna- stöðvum, stjörnuathugunarstöðvum og stjörnukíkjum á borð við hubble-sjónauk- ann. Aðal markhópurinn yrði fólk í skólum. Krakkar á grunnskólaldri hafa flestir ein- hvern áhuga á næturhimninum og á Is- landi er meðal annars góð aðstaða til ýmis konar athugana á honum. Vegna þess hve norðarlega við erum staðsett á hnettinum eru norðurljósin (aurora borealis) mjög al- geng og mikil upplifun er fyrir krakka að sjá norðurljósin. Hægt væri að setja af stað skoðunarferðir út í sveit sem skólarnir sjálfir geta ekki séð um. Margir krakkar hafa einungis séð norðurljósin og stjörn- urnar innan borgarmarkanna en það er tvennt ólíkt að sjá stjörnur í upplýstri borg eða í algjöru myrkri. Þar sem engin ljós eru sjást hundruð eða þúsundir stjarna á himn- inum. Þetta er eitthvað sem allir ættu að upplifa, jafnt börn sem fullorðnir. Einnig væri hægt að skipuleggja ferðir fyrir er- lenda ferðamenn þar sem gestum landsins yrði gert kleift að sjá þessi stórfenglegu norðurljós sem við erum svo stolt af. I þessari stöð yrði stór stjörnukíkir og nokkrir aðrir minni þannig að krakkar á grunn- og framhaldsskólaaldri geta notið góðs af. Hægt yrði að koma með bekkina í rútum á skólatíma hálfan eða heilan dag í einu, það yrði skemmtileg tilbreyting frá einhæfum kennslustofum. A kvöldin yrðu síðan stjörnukíkjarnir opnir fyrir almenn- ing og þá væri seldur aðgangur að herleg- heitunum. Tveir stjörnufræðingar yrðu ráðnir í vinnu og gætu þeir leiðbeint og kennt krökkunum um stjörnurnar og himin- geiminn. Sem áður sagði er ekkert aðgengi á nánast öllu Islandi að stjörnukíkjum eða öðru sem tengist þessu fagi. Því ætti ekki að verða nein samkeppni. Hægt væri að stofna þetta í samvinnu við eitthvert stór- fyrirtæki hér á landi sem vill setja nafn sitt og samvinnu við stofnun stjörnuathugun- arstöðvar. Reynt yrði að sækja um styrki og lán. Þegar búið væri að koma þessu á fót væri hægt að selja almenningi aðgang á helgum og koma upp námskeiðum fyrir fólk á öllum aldri til að hala inn auka pen- ing. Það sem þetta fyrirtæki myndi gera bet- ur en önnur er að þar yrði fyrst og fremst hugsað um fólk á skólaaldri og allir munu koma upplýstari og meðvitaðri um al- heiminn eftir heimsókn í þetta fyrirtæki. Af hverju ekki að nýta allar auðlindir Islands? Með þátttöku skólanna myndi þetta ganga vel, alltaf munu verða nemendur í skólum og þeir eru viðskiptavinir sem aldrei hverfa. Hvað er stjörnuhrap? Persónuleg reynsla mín er fjölbreytt. Það sem ég man samt best eftir gerðist síðast- liðið sumar. I ágúst 1999 gerðist sá atburð- ur sem örugglega enginn fór á mis við, þ.e. þegar sólmyrkvinn eða deildarmyrkvinn átti sér stað. Ég var þá í sumarbústað í Skorradal með fjölskyldu minni. Það var ógleymanlegt þegar ég horfði á tunglið leggjast hægt en örugglega yfir sólina. Við stóðum öll úti á sólpallinum og störðum á sólina í gegnum fimm bláa glerdiska. Þetta hafði mikil áhrif á mig. Ég hef oft legið úti í sveit í niðamyrkri og horft á stjörnuhrap. Alla mína ævi hef ég haldið að stjörnuhrap væri allt annað en það er. Ég hef alltaf haldið að stjörnuhrap væri þegar stjarna þokast hægt yfir nætur- himininn og þetta fyrirbrigði hef ég oft séð. Það var ekki fyrr en núna um daginn að ég fór að tala um þetta við eðlisfræði- kennarann minn og ég komst að því að þetta sem ég hélt að væri stjörnuhrap var það alls ekki. Það sem ég horfði á var ann- aðhvort veðurathugunargervitungl eða rússneskur njósnagervihnöttur. Ég hef mikinn áhuga á stjörnufræði og tel mig hafa nokkra þekkingu á þessum málum en mér finnst það hræðilegt að í 14 ár hef ég ekki vitað hvað stjörnuhrap er. Með þessum orðum vil ég enda þessa ritgerð: Ekki láta fleiri kynslóðir alast upp á þessari jörð án þess að vita hvað stjörnu- hrap raunverulega er. 22 VER A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.