Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 28

Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 28
Rúmenar tóku sérlega vel á móti Helgu þegar hún kom þangað í fyrsta skipti á vegum EHF og gerðu mikið úr því að hún væri fyrsta konan í þessu embætti. situr í nefnd innan EHF, ásamt fjórum öðr- um konum, sem hefur það að markmiði að vinna að málefnum kvennahandboltans. En hver eru framtíðaráform varðandi kvenna- boltann hér á Islandi? „Arið 1998 kom ég hugmynd á fram- færi við HSI um að búa til landsliðshóp sem hefði það að markmiði að komast á Olympíuleikana í Aþenu 2004. Þetta þótti rosalega góð hugmynd og var sest niður við að búa til umgjörð um þennan hóp varðandi fjármögnun o.fl. og fór af stað forvinna með miklum væntingum. Eg hef hins vegar ekki heyrt meira um þetta og held að þetta sé dottið uppfyrir. Það verða að vera einhver markmið, sérstaklega fyrir stelpurnar, svo þær sjái að þær hafi að ein- hverju að keppa. Sem tengiliður kvenna- handboltans á Islandi við Evrópu er það liður í starfi mínu að kynna kvennahand- boltann. Við konurnar sem störfum saman í þessari nefnd innan EHF höfum komið okkur upp góðu samskiptaneti og til að leggja okkar af mörkum ætlum við t.d. að hafa sérstakan kvennahandboltadag í haust og kynna hann fyrir landsmönnum." Sjálfboðavinna Hvað með framtíðina? Sér Helga sig í mótanefnd til frambúðar? „Það er kosið í þetta starf til fjögurra ára í senn og er þetta ólaunað, einungis ferðir og uppihald greitt, en þetta er fyrst og fremst hobbý. Eg er búin að vera mikið í félagsstarfi hér heima og þetta er í beinu framhaldi af því. Þetta er mikil ábyrgð og vinna og hingað til hef ég alltaf verið hinumegin við borðið. Nú er ég hins veg- ar að lesa lög og reglugerðir því þær þarf ég að kunna utanbókar og læra mikið nýtt. Reynslan úr handboltanum og félagsstarf- inu í kringum hann mun nýtast mér vel, auk þess sem að í nefndinni með mér eru menn með mikla reynslu og eru þeir allir boðnir og búnir til að aðstoða mig.“ Fram til þessa hefur engin kona verið í áhrifastöðu innan EHF og vakti því kosning Helgu í þetta embætti mikla athygli alls staðar nema hér á landi og hefur hún að eigin sögn hvarvetna erlendis fengið mjög góðar móttökur og hlakkar því mikið til að takast á við þetta starf. En er Helga eini Is- lendingurinn sem starfar innan alþjóðlegu handknatdeikshreyfmgarinnar EHF / IHF ? „Nei, við erum þrjú sem gegnum emb- ættum í dag, en auk mín eru það Kjartan K. Steinback sem gegnir starfi formanns dóm- aranefndar IHF og Gunnar K. Gunnarsson varaformaður dómsstóls Evrópusambands- ins, EHF.“ Með þessum orðum kveð ég þessa kjarnakonu og efast ekki um að landsmenn eiga eftir að verða meira varir við kvenna- handboltann í framtíðinni, fyrir tilstuðlan Helgu H. Magnúsdóttur. 2 8 • V E RA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.