Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 14

Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 14
vegar teikn á lofti um ýmislegt. Eitt stuðar mig þessa dagana, ég veit ekki hvaða orð ég á að nota yfir það. Mjög slæmt hugtak er klámvæðing. Mér finnst vera að aukast að konur séu hlutgerðar í kvikmyndum, auglýsingum og í ýmsum þáttum. Ég horfði til dæmis á þátt sem heitir Með hausverk um helgar og er sýndur á Sýn. Ég tel mig nú ekki vera sérstaklega teprulega en þetta fór yfir öll velsæmismörk. Þarna eru notuð orð eins og „niggari" og það er talað á mjög sérkennilegan hátt um sam- skipti kynjanna. Það er mikið horft á þenn- an þátt, sérstaklega af krökkum í mennta- skóla og krökkum í níunda og tíunda bekk. Ég hef áhyggjur af þeim skilaboðum og því sem er verið að sýna þessum alyngsta hópi. Hluti þáttarins gekk út á það að fá ein- hverja menntaskólastelpu utan af landi og breyta henni í „mega babe.“ Allan tímann var hún spurð spurninga sem gengu út á það hvort hún upplifði sig ekki núna sem algjört „mega babe“, af því þeir voru bún- ir að taka hana og forma hana samkvæmt þeirra hugmyndum og svo klappaði salur- inn og stappaði. Skilaboðin sem verið er að senda stelpum eru svakaleg. Þegar ég velti fyrir mér hvernig við munum sjá jafnrétt- isbaráttuna, eða umræðu um kynin og kynhlutverk á næstunni, þá spái ég því að það muni rísa upp einhverskonar grasrót- arhreyfmgar í kringum svona mál. Þarna er verið að fara einhverja tugi ára aftur í tím- ann. En það er auðvitað aldrei hægt að koma með fyrirskipun að ofan um að búa svona til, þetta verður að spretta upp af einhverri þörf en ég fmn hana ekki þarna úti, því miður." Hugrún: „Það er tvennt sem er svona draumur. Það er að sparka í X-ið, en þar er talað ótrúlega niðurlægjandi um konur, og losna við Hausverk um helgar. Ungir krakkar þurfa góðar fyrirmyndir og við þurfum að ala okkur sjálf rétt upp. Ég sé ekki að strákar í dag beri virðingu fyrir bekkjarsystrum sínum svo lengi sem þeir horfa á Hausverk um helgar og hlusta á X- ið. Eða að stelpur hafi gott, sterkt sjálfsálit til að standa uppi í hárinu á þessum strák- um, ef þær heyra að þær séu ekki til neins annars nothæfar en að glápt sé á brjóstin á þeim, þeim breytt í „mega babes“ og til að „kyngja." Asdís: „Það er vissulega visst bakslag í málefnum kvenna í dag og það birtist helst í þessum nýju skemmtistöðum sem gera út á naktar konur og vændi og í einstaka ósmekklegri fjölmiðlaumfjöllun sem bein- ist að ungu fólki. En við höfum aldrei lifað jafn fjölbreytta tíma og í eins marglitu samfélagi, þannig að það virðist rúm fyrir nánast hvað sem er. Ég trúi á mannfólkið og ætla því að halda fram þeirri bjartsýni sem ég lagði upp með í byrjun umræð- unnar. Ungt fólk á íslandi í dag er upp til hópa dæmalaust hugmyndaríkt og sjálf- stætt. Þarna minni ég t.d. á Jafningjafræðsl- una og Path þar sem við sjáum og kynn- umst ungu fólki sem vinnur saman að verðugum málefnum og eru sterkar fyrir- myndir. A öllum tímum og stöðum í mannheimum höfum við lifað með því góða og hinu illa og alltaf hefur verið þörf á umvöndunum en einhvern veginn höf- um við þrátt fyrir allt þokað okkur áfram. A meðan við lifum við misrétti er víst að upp spretta hópar sem vilja vinna gegn því — sjáið bara Bríeturnar okkar, þeirra rödd hljómar vissulega bjartar en falskar nótur einstakra smekklausra þátta í fjölmiðlum." Olafur: „Það sem maður hefur út á þessar stöðvar að setja, sem fyrst og fremst eru ætlaðar unglingum, er bæði þessi grófi húmor sem er fullkomlega ósmekklegur, það er verið að spauga með kynferðisafbrot og svo framvegis. Og líka að það eru búnir til einhvers konar einnar víddar einstak- lingar, ungt fólk af hvoru kyninu sem er virðist bara eiga að vera kynverur og búið. Það er náttúrlega engum hollt að alast upp við svoleiðis mynd af raunveruleikanum. Hvort þetta er hins vegar aðalatriðið í jafn- réttisbaráttunni er ég ekki viss um.“ Hugrún: „Hér er ég ósammála. Mér finnst þetta vera eitt af aðalmálunum í jafnréttis- baráttu. Að samfélagið skuli vera óhæft til að búa til góðar fyrirmyndir fyrir unga fólkið sitt er stórmál. Ef við viljum hugar- farsbreytingu þurfum við einstaklinga sem virða hverjir aðra, annars gerist ekkert.“ Olafur: „Það sem er erfitt við að gera þetta mál að kveikju einhverrar jafnréttisum- ræðu er hvað það er stutt yfir í tepruskap og viktoríanska siðavendni. Þetta er vand- ratað.“ Þorgerður: „Ég held að það sé rétt að við lifum í afskaplega sexualiseruðum kúltúr. Allsstaðar eru kynferðislegir undirtónar, engin mörk, allt er leyfilegt. Það er alltaf stutt yfir í tjáningarfrelsisumræðu sem frjálshyggjumenn halda á lofti: Hver ætlar að banna hverjum eða ritskoða fyrir hvern? Auðvitað eigum við að játast erótíkinni og allt það en þetta er ekkert sem breikkar kynlífsreynslu ungs fólks, hvorki karla né kvenna, þetta brenglar hana. Þetta miðlar ákveðnum skilaboðum um samskipti kynj- anna, ýtir undir valdamisræmi og vinnur gegn allri vitrænni umræðu." Steinunn: „Þetta ýtir náttúrulega undir hefðbundnar kynjaímyndir. En aðeins í sambandi við tepruskapinn. Ég held að við séum alltof lirædd við að ræða þessi mál út af því að fá þennan stimpil á okkur. Heil- brigð skynsemi segir okkur hvað er í lagi og hvað ekki og það vita allir mörkin. Þeir sem hafa atvinnu sína af rekstri þessara staða lifa og hrærast á þessu frjálslyndi." Hugrún: „Hvar línan er sett skiptir miklu. I bíómynd um daginn var ólétt kona og karl að æfa saman öndunaræfingar og það er mest kynferðislega örvandi atriði sem ég hef séð. Rosalega fallegt, þú virkilega sást að það var eitthvað að gerast á milli þess- ara einstaklinga. Er þetta klám? Svarið get- ur verið bæði já og nei. „Heilbrigð skyn- serni" er hugtak sem er alltof sveigjanlegt til að hægt sé að nota það sem skilgrein- ingu. Ef við ætlum að tala um klám verðum við að hafa á hreinu hvað við meinum. Lög eins og við búum við sem byggja á blygð- unarkennd, eru til háborinnar skammar. Þar vilja allar Bríetar sjá lagalega bót og fyrir þeirra hönd skora ég hér með á Alþingi að breyta þessu.“ 14 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.