Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 45
j^ínborg tíndi jurtirnar en Hlín
Ja Blómahúsi Hlínar sá um að
'“V'a sveiginn fagurlega.
kunnarlaus gagnvart margri konunni má
ekki gleyma að þessi lög höfðu tvær hliðar.
„Þau voru að sumu leyti skref í jafnrétt-
isátt: Eitt skyldi yfir alla ganga, ríka sem fá-
tæka, konur sem karla. Þessi lög bættu
stöðu kvenna að því leyti að betri trygging
var fyrir því að eiginmenn hlúðu að börn-
um sínum. Konur höfðu enga möguleika
til að sjá sjálfar fyrir þeim, þær gátu ekki
stokkið í Háskólann og menntað sig eins
og konur geta í dag og verið fjárhagslega
sjálfstæðar. Því síður gátu þær stjórnað
barneignum sínum. Lögin bættu einnig
stöðu barna og komu þeim undan því að
vera sveitarómagar sem ekki var öfundsvert
fyrir nokkurt barn. Þessi strangleiki Stóra-
dóms hafði sem sagt göfugt markmið: Að
stemma stigu við að fólk eignaðist börn
sem það ekki gæti alið önn fyrir. Þetta var
ákveðin tegund af mannfjöldastjórnun og
uppeldisstjórnun. Það átti að kenna fólki að
hegða sér skikkanlega og elskast ekki nema
í hjónasæng."
!> Og vissulega var full ástæða til að
bregðast á einhvern hátt við því ófremdar-
ástandi sem ríkti hér á landi lengi vel.
Fjöldi lausaleiksbarna var mikill og eins var
fjölkvæni og fleira í þeim dúr viðhaft. Karl-
ar sem áttu mikið undir sér börnuðu kon-
ur hist og her og tóku mis mikla ábyrgð á
framfærslu þeirra afkvæma.
„Upphaflega var ætlunin að hjónum
væri refsað af meiri hörku en ógiftu fólki
en þungi laganna færðist frá giftu fólki til
fátækra vinnukvenna því þær höfðu ekki
efni á að borga sektir og gátu ekki komið
óæskilegri þungun yfir á eiginmanninn.
Lögin voru í rauninni tímaskekkja því hér
á landi var vinnuhjúum og fátækum bann-
að að stofna fjölskyldu. Þessu fólki var
haldið á svo lágum launum að það gat ekki
séð fyrir sér og sínum. Oreigagiftinga-
bannið ýtti auðvitað undir brotafjölda því
erfitt er að banna fólki að elskast og
kannski ekki furða þegar allir bjuggu svo
þröngt að fólk varð að deila með sér rúm-
um. Staða vinnukvenna varð mjög erfið
eftir að lögin tóku gildi. Þær voru sjaldnast
í aðstöðu til að segja nei ef húsbóndi leit-
aði á þær, þeir gátu hótað að reka þær ef
þær létu ekki að vilja þeirra. Eins voru þær
reknar úr vist ef þær urðu barnshafandi.
Börnin héldu áfram að fæðast, nema nú
Arnfríður Guðmundsdóttir,
Inga Huld Hákonardóttir
og Elínborg Sturludóttir
var það oft á tíðum „ólöglegt". Lögin bitn-
uðu því harðast á hinum umkomulaus-
ustu.“
Sektir, hýðingar og skriftir
Refsingar voru með ýmsum hætti og urðu
harðari eftir því sem viðkomandi braut oft-
ar af sér. Við fyrsta brot kom til sekta og ef
þær voru ekki borgaðar þá gekk sakamað-
ur undir opinbera hýðingu sem þótti mik-
il niðurlæging. Vinnukonur höfðu sjaldnast
efni á að greiða sektir og þess vegna voru
miklu fleiri konur hýddar en karlar hér á
landi fyrir siðferðisbrot. Einnig voru opin-
berar skriftir í kirkjum viðhafðar sem refs-
ingar og var það hin skelfilegasta niður-
læging.
„Dauðadómur var ekki viðlagður í
fyrsta og öðru broti hjá giftu fólki, því það
var ekki fyrr en við þriðja barn utan hjóna-
bands sem refsing Stóradóms hljóðaði svo:
Karlmenn höggvist en konur drekkist. Við
brot á einhverju afþeim sautján tilbrigðum
sifjaspellslaga sem sótt voru í Mósebækur
lá aftur á móti alltaf dauðarefsing. Lögin
tóku ekki aðeins á því fólki þar sem blóð-
tengsl voru með foreldrum, það varðaði
einnig við lög ef um innbyrðistengsl var að
ræða: Ef maður átti börn með systrum eða
kona með feðgum. I nokkrum málum
höfðu systkini átt saman börn en það er
eins og systkinaástir hafi oft á tíðum mætt
samúð og skilningi í þjóðfélaginu, það
kemur vel fram í þjóðsögunum."
Konur sem urðu barnshafandi með
þeim hætti sem stangaðist á við lögin, báru
undir belti óumdeilanlegt sönnunargagn
fyrir sekt sinni, sjálft barnið. Þær áttu því
erfitt með að ljúga sig út úr málunum eða
flýja. Karlmenn gátu stundum skotið sér
undan á ýmsan hátt, neitað faðerni eða flú-
ið í skip. Þó eru til sagnir um konur sem
gátu komið sér undan því að vera dæmdar.
„Þóra Björnsdóttir sem var biskupsfrú á
Hólum um 1750 var kát og fjörug kona.
Hún varð barnshafandi meðan Halldór
Brynjólfsson biskup, hennar ekta maður,
var fjarverandi í Danmörku. Meðgöngu-
tíminn þótti grunsamlega langur en Þóra
gat skýlt sér á bak við að hún var gift og
haldið því fram að maður hennar ætti
barnið. Og þó biskup hafi sjálfsagt vitað
hvað klukkan sló, hafði hann ekki áhuga á
að láta drekkja móður barna sinna svo reki-
stefnan varð engin í þessu máli.“
Mannúðlegri stefna um 1750
Það var ekki kirkjan sem stóð fyrir drekk-
ingunum, eins og margir halda, heldur hið
veraldlega vald. A einveldistímanum voru
menn mjög refsiglaðir og mikil harðstjórn
í hávegum höfð. Lögin voru vissulega reist
á kristnum grunni og kirkjunnar menn
áttu að hafa eftirlit með sóknarbörnum
sínum. En þegar veraldlegt vald tekur yfir
refsikerfið þá verður allt miklu strangara.
„Miðaldakirkjan á Islandi úthellti ekki
blóði heldur beitti bannfæringu og sekt-
um. Kirkjan var ekki að eltast svona mikið
við fátækt fólk sem var ekkert nema kostn-
aður við að refsa, hún vildi vernda fátæk-
lingana og þjarrna frekar að auðmönnum.
Trúvilla var að vísu dauðasynd en aðeins er
vitað um eina slíka aftöku hér á landi.
Nunna í Kirkjubæjarklaustri var tekin af lífi
af þessum sökum árið 1343 en margt er á
huldu um það mál."
Um 1750 bárust hingað nýjar og mann-
úðlegri hugmyndir með upplýsingastefn-
unni. Þá var farið að byggja fangelsi í
Reykjavík og aftökum fækkaði. Fangelsis-
dómar tóku við af líflátsdómum. Eftir 1760
var hætt að drekkja konum. Þær fáu sem
teknar voru af lífi eftir það voru höggnar
að dönskum sið. 1792 var kona tekin af lífi
í síðasta sinn fyrir að bera út barnið sitt. Þá
var Ingibjörg Jónsdóttir, bláfátæk vinnu-
kona um fertugt, höggvin í Helluhólma í
Héraðsvötnum. Hún hafða eignast barnið
með ungum vinnupilti en áður hafði hún
eignast annað barn sem eflaust var tekið af
henni.
En það lifði margt áfram af félagslegum
lausnum þessa tíma. T.d. það að taka börn
4 5
VER A •