Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 11

Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 11
Staðfest samvist er t.d. leyfð en samkynhneigðir mega ekki gifta sig í kirkju. Þó eru þeir nógu góðir til að láta fé af hendi rakna til kirkjunnar. Þetta er fáránlegt á meðan þjóðkirkjan og ríkið eru ein heild og þjóðkirkjan þjónustustofnun. HVFRT STE E N U M V I Ð 2 þessi stórkostlegi áfangi sem talað var um. Mér finnst miður að ekki skyldi gengið skrefi lengra, fyrst búið er að sættast á stað- festa samvist og viðurkenna þar með þetta sambúðarform, að viðurkenna þá ekki líka rétt þessara einstaklinga til að ættleiða. Rétturinn til að verða foreldri er enginn.“ Roald: „Ég er ósammála því að mikil um- ræða hafi verið í kringum stjúpættleiðing- armálið. Sú umræða sem mest var áberandi kom úr herbúðum þeirra sem voru frum- varpinu andvígir. Ég tel frumvarpið góðan upphafspunkt, það er ákveðin viður- kenning á tilverurétti samkynhneigðra. Hins vegar er enn langt í land með að þeir öðlist sömu mannréttindi og aðrir þegnar landsins. Staðfest samvist er t.d. leyfð en samkynhneigðir mega ekki gifta sig í kirkju. Þó eru þeir nógu góðir til að láta fé af hendi rakna til kirkjunnar. Þetta er fárán- legt á meðan þjóðkirkjan og ríkið eru ein heild og þjóðkirkjan þjónustustofnun. Samkynhneigðum er ekki neitað um þjón- ustu á spítölum og bókasöfnum. Af hverju ætti kirkjan þá að gera það?“ Ólaf ur: „Þetta tengist því að ræða jafnrétt- isbaráttu í víðara samhengi. Að losna út úr því að samfélagið eigi að ákveða fyrir fólk hvernig það hagar sér, og hvaða hlutverki það eigi að gegna út frá því hvort að fólk er karl eða kona, gagnkynhneigt eða sam- kynhneigt, údendingur eða Islendingur. Það er það sem jafnréttisbaráttan snýst um svona í víðu samhengi." Asdís: „Auðvitað er engin jafnréttisbarátta háð þar sem gert er ráð fyrir að sumir séu jafnari en aðrir — skiptir því ENGU máli hvers kyns, trúar, þjóðar eða litar mann- eskja er - annað hvort er um að ræða jafn- réttisbaráttu eða ekki. Ég ætla að minna hér á hina margrómuðu, gullnu reglu í sam- skiptum manna: „Gerðu öðrum það sem þú vilt að þeir geri þér“. Með það að leið- arljósi getum við náð býsna langt." Þetta leiðir okkur að því hverskonar kvenna-, kynja-, eða jafnréttisbaráttu við viljum stunda? Asdís: „Kvennabarátta, eins og öll önnur barátta, verður að endurnýjast og taka mið af því sem hefur áunnist. Kvennabarátta á enn rétt á sér en þarf að vinnast í samvinnu við alla aðra jafnréttisbaráttu. Margt er ógert — enn eru konur í færri stjórnunar- stöðum, enn eru konur með lægri laun en karlar og enn sjá konur meira um uppeld- is- og heimilisstörf. Þetta er ekki bara vandamál kvenna heldur okkar allra, því nútímakenningar og nýjustu rannsóknir segja okkur að konur búi yfir mikið af ónýttum mannauði sem samfélagið og efnahagslífið getur ekki verið án. Ef við ætlum að standa okkur meðal annarra þjóða höfum við ekki efni á að byggja þjóðfélag á úreltum grunni kynjamismun- ar.“ Hugrún: „Það sem vantar í jafnréttisbarátt- una er meiri fjölbreytileiki. Að allskonar hópar séu að tala saman, um jafnrétti. Þess- ir hópar þurfa ekki að vera sammála um neitt, bara að allir séu að ræða þetta. Það er rosalega í tísku á hinum Norðurlöndunum, femínismi, „attitutið" hjá ungum krökk- um. Bríet hefur fengið á sig stimpilinn vinstri sinnaður hópur þó við viljum reyndar ekki gera mikið úr því. Stelpur úr SUS höfðu samband við okkur en þær hafa myndað einhverskonar umræðuhóp. Hjá þessum tveim ólíku hópum er alveg grundvöllur til þess að tala saman urn jafn- rétti. Ég bara óska að það verði til fleiri svona hópar vegna þess að margbreytileik- inn skiptir okkur máli.Við þurfum allskon- ar mismunandi hugmyndir um hvað er „rétt“ jafnrétti til þess að komast áfram og það vona ég að sé að gerast." Roald: „Ég held að Kvennalistinn hafi ekki höfðað til nógu breiðs hóps af konum. Þær fjölluðu aldrei sérstaklega um lesbíur og lítið, ef eitthvað, um konur af údendum uppruna, asískar konur. Mér finnst vanta meiri umræðu varðandi kynþáttafordóma sem ríkja á Islandi. Það er eins og fólki standi á sama þótt hér hafi nýverið verið stofnaður flokkur þjóðernissinna sem vilja útlendinga burt. Við stöndum frammi fyrir vandamáli sem hleður utan á sig eins og snjóbolti sem rúllar niður fjallshlíð. Við erum í ágætri aðstöðu til að bregðast við, með hin Norðurlöndin til hliðsjónar, en það þarf að taka til hendinni áður en það verður of seint. Þetta hefur verið vanrækt í jafnréttisbaráttunni hér. Eins hefur ekkert verið fjallað um þá staðreynd að fjöldi kvenna er sviptur tækifæri til að verða mæður. Lesbíur eru dæmi um minnihluta- hóp sem fær ekki tækifæri til að fara í glasafrjóvgun. Einhver nefnd út í bæ hefur ákveðið með lögum að lesbíur séu verri mæður en gagnkynhneigðar kynsystur þeirra. Erlenaar rannsóknir benda þó til að lesbíur séu engu síðri uppalendur. Það er ekki nóg að horfa alltaf á karl og konu sem tvenndarpar. Við þurfum að muna að það er fleira notað til að mismuna okkur. Jafn- réttisbarátta þarf að fá ólíka hópa til að berjast saman um dltekin málefni." Hugrún: „En það þarf ekkert endilega að ná samstöðu.Við megum alveg vera ósam- mála, það er allt í lagi. Það skiptir miklu máli að vera sátt við að vera ósátt. Það er erfitt en þannig fæðast nýjar hugmyndir. Að vera ósammála reynir meira á hugann og þína eigin sannfæringu." Þorgerður: „Það hefur mikið gerst með Bríetunum og greinilegt að eitthvað er að gerast í SUS. Mig langar líka til að nefna akademískan femínisma; það er til dæmis mikið að gerast í Háskóla Islands. Rann- sóknastofa í kvennafræðum stendur fyrir hádegisfundum einu sinni í mánuði, þetta eru best sóttu samkundurnar í Háskólanum og stundum er troðfullt út úr dyrum. Kynjafræðikúrsar eru til í hinum ólíkustu greinum og eru vel sóttir. Mér fmnst um- ræðan og baráttan þannig vera að færast VERA • 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.