Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 49

Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 49
M A I u a Q Cl N Æ B I N Q Anna Elísabet Ólafsdóttir kolvetnaauðuga Það sem við köllum dagsdaglega baunir eru raun- verulega fræ ýmissa belgjurta. Linsur eru þó ekki af belgjurtaætt þó við tölum gjarnan um þær sem baunir. Baunir og linsur eru próteinríkar og ef þær eru borðaðar með kornvörum fæst nægilega mik- ið af góðum próteinum til þess að fullnægja próteinþörf dagsins. Jurtaætur nota því gjarnan baunir í stað kjöts og fisks. Orkuefnasamsetning bauna Orkuefnasamsetning soðinna bauna er ekki sú sama í öllum baunategundum enda til margar teg- undir af baunum. I heildina eru baunir kolvetna- auðugar og fitusnauðar sem er fæði sem margur íslendingurinn gæti haft gott af í bland við hefð- bundið íslenskt fæði. Algeng orkuefnasamsetning og orkuinnihald í soðnum baunum er nálægt því að vera: • Orka: 110 kkal • Prótein: 8 g (30%) • Fita: 1 g ( 8%) • Kolvetni: 18 g (62%) Trefjar Mikill kostur bauna er að þær eru trefjaríkar. Trefj- ar veita enga orku en gefa góða mettunartilfinn- ingu.Trefjar bæta einnig meltingu og hjálpa þörm- unum að vinna og losa líkamann fyrr við úrgangs- efni. Of hæg losun úrgangsefna getur með tíð og tíma valdið skaða og jafnvel leitt til krabbameins í ristli.Trefjarnar gera hægðirnar vissulega fyrirferð- armeiri en einnig mýkri og koma þannig í veg fyr- ir harðlífi. Til þess að svo megi verða er þó mikil- vægt að drekka nóg af vökva.Trefjar í baunum eru gagnlegar líkamanum á margan annan hátt svo sem með því að hægja á frásogi einsykrunga úr melt- ingarvegi og með því að binda hluta af kólesteróli og gallsöltum og taka með sér úr líkamanum. Bætiefnaríkar baunir í lituðum baunum er b-karóten og önnur andox- unarefni en margar eru einnig ríkar af B1 og B2 vítamíni, fólasíni, kalki, kalíum, magnesíum, járni og sínki. Magn af steinefnum fer þó eftir því hvar þær eru ræktaðar. Baunir innihalda lítið natríum en eru kalíumríkar. Rannsóknir á tengslum salts og blóðþrýstings benda til þess að það sé hlutfallið milli natríums og kalíums í fæðunni sem skipti máli, þ.e. að best sé draga úr neyslu á natríum en auka neyslu á kalíum en baunir innihalda mikið af kalíum og lítið af natríum og að því leytinu til ákjósanleg fæða. f itusnauðar Vindgangur af völdum bauna Ókostur við neyslu bauna, að sumra mati, er auk- inn vindgangur sem verður við gerjun trefjanna í ristli.Við niðurbrot trefjanna myndast m.a. metan- gas, koltvísýringur og vetnisgas. Þetta er þó að sumu leyti tímabundið meðan meltingarfærin eru að aðlagast og það er því um að gera að fara sér hægt í byrjun. Til að draga úr vindgangi eftir neyslu bauna eru til nokkur húsráð en þau eru að sjóða með baununum þarastöngul, kúmen, anís, dill eða fennikufræ. A3 matbúa baunir Baunir má nota á ýmsa vegu. Nauðsynlegt er að muna að láta þær liggja nógu lengi í bleyti. Baunir þurfa að liggja í allt að 12 klst í vatni, áður en þær eru soðnar en það er misjafnt eftir tegundum. Linsur þarf ekki að leggja í bleyti. Þegar baunir eru lagðar í bleyti þarf að gæta þess að hafa a.m.k. þre- falt magn vatns á við baunirnar. Baunir sem fljóta upp á yfirborðið á að fjarlægja því þær gætu verið skemmdar. Þegar þær hafa legið nógu lengi í bleyti (best að gera yfir nótt) er vatninu hellt af og þær skolaðar. Þá eru þær soðnar í fersku vatni og er mikilvægt að hér sé nægt vatnsmagn. I sumum baunum, t.d. rauðum nýrnabaunum, eru efni sem geta verið varasöm því þau skaða meltingarhvata í maga. Séu baunirnar soðnar kröftugt í ca. 10 mín- útur í upphafi suðutíma eyðileggjast þessi efni. Af þessum ástæðum má ekki borða spíraðar nýrna- baunir. Suðutími bauna er frá 30 til 90 mínútum, misjafnt eftir tegundum. Kjúklingabaunir þarf að sjóða einna lengst. Baunir má nota í ýmsa rétti, s.s. pottrétti og buff en einnig í snakk því hægt er að rista þær í ofni eftir að þær hafa verið soðnar og fæst úr því hið besta snakk. Sumir vilja gjarnan salta þær en það er smekksatriði og ætti að gera í hófi. Margar baunir er hægt að láta spíra (bauna- spírur). Algengast er að mungbaunir séu látnar spíra en það má einnig gera við linsur, augnbaunir og kjúklingabaunir. Það er heilsu landsmanna örugglega til góðs að skipta kjöti út fyrir baunir af og til. Með því móti batnar stórlega orkuefnasamsetningin og færist nær manneldismarkmiðum. Baunir eru litskrúðug og bragðgóð fæða sem býður upp á fjölbreytta matreiðslu. Ef til vill mætti segja að aukin neysla á baunum og linsum sé draumur næringarfræðinga og má óhikað mæla með að fólk setji baunir oftar á diskinn sinn í framtíðinni. 4 9 VER A •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.