Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 41

Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 41
jfcr i Konurnar gefa til kynna ad þær vanti túlkun á þau tungumál sem skrifuð eru á spjöldin. Sigríður Margrét og Jóhanna fylgjast með. í biðröð ásamt konum frá Mið-Austurlönduin; Hólmfríður, Sigríður M. og Þórdís Sigurðar- dóttir frá Þróunarsamvinnustofiiun. Greinarhöfundur, Elsa S. Þorkelsdóttir, Þórdís og Hóhnfríður í fundasalnum. Kynjasjónarmið haft að leiðarljósi Ríki eru hvött til að staðfesta viðaukann við kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem heimilar sérstaka kæruleið vegna meintra brota á sáttmálanum og til að stað- festa Rómarsamþykktina um Alþjóðlega glæpadómstólinn en þar eru m.a. nauðg- anir, kynlífsþrælkun, þvingað vændi og þvingaður getnaður skilgreind sem stríðs- glæpir þegar framkvæmd í stríði og eru við vissar skilgreindar aðstæður talin brot gegn mannkyni. Þá er í lokaskýrslunni fjallað um hnattvæðinguna og áhrif henn- ar á stöðu kvenna. Lýst er yfir mikilvægi þess að kynjasjónarmiðið sé haft að leiðar- ljósi bæði í viðbrögðum við hnattvæðingu og við breytingar á stjórn- og efnahags- kerfum ríkja. Tekið er fram að vinnu- og framleiðsluferli séu að breytast og að örar tækni- og samskiptabreytingar hafi ólík áhrif á líf kvenna og karla. A meðan hnatt- væðingin hefur aukið möguleika sumra kvenna, hafa möguleikar annarra veikst, m.a. vegna aukinnar misskiptingar milli ríkja og innan einstakra landa. Að lokum skal þess getið að í lokaskýrslunni er mik- ilvægi samþættingar sem aðferðar við að korna á jafnrétti kynja ítrekað en á því sviði eigum við Islendingar mikið starf fyrir höndum. Af þessari stuttu samantekt má sjá að eins og Peking áætlunin þá á þessi loka- skýrsla, ef vel er á málum haldið, að nýtast í starfi okkar hér landi. Skýrsluna og stjórn- málaályktunina er að finna á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna en slóðin er http://www.un.org/womenwatch/daw. Ný skref - ný verkefni Frá Islandi sóttu aukaallsherjarþingið, auk okkar þriggja sem þegar eru nefndar, Páll Pétursson, félagsmálaráðherra sem flutti ræðu íslenskra stjórnvalda, Berglind As- geirsdóttir ráðuneytisstjóri í félagsmála- ráðuneytinu, þingmennirnir Drífa Hjartar- dóttir og Jóhanna Sigurðardóttir, Hólm- fríður Sveinsdóttir varaformaður Kvenrétt- indafélags íslands, Bjarney Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Mannréllindaskrifstofu Islands, Sigríður Margrét Guðmundsdóttir formaður Unifem á Islandi og Þórdís Sig- urðardóttir frá Þróunarsamvinnustofnun Islands. Þessi hópur hefur rætt hvernig staðið skuli að kynningu lokaskýrslunnar og hvernig hún geti sem best nýst konum og jafnréttisstarfinu á Islandi. Að því er Peking áætlunina varðar þá byggir fram- kvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar til f)ög- urra ára um aðgerðir til að koma á jafnrétti kynja tímabilið 1998 til 2002 mjög mikið á þeim tillögum sem samþykktar voru á ráðstefnunni í Peking. Því til viðbótar gaf félagsmálaráðuneytið árið 1998 út skýrslu samráðshóps ráðuneyta þar sem tilgreind eru þau verkefni sem stjórnvöld telja brýn- ast að unnin verði á næstu árum. Ahugi mun vera á því í félagsmálaráðuneytinu að þýða lokaskýrsluna og gefa út, sem ég tel mjög mikilvægt. Einnig hefur verið rætt um að draga sérstaklega fram ýmis ákvæði sem brýnust þykja og kynna sérstaklega. Hefur í því sambandi m.a. verið rætt um þau ákvæði er varða sérstöðu erlendra kvenna. Peking +5 færði okkur ný skref og ný verkefni. Það er því rétt og eðlilegt að við notum þann tíma sem framundan er þar til undirbúningur nýrrar framkvæmdaáætl- unar ríkisstjórnarinnar hefst, til að skoða og kynna lokaskýrsluna frá NewYork. Und- irbúningur nýrrar framkvæmdaáætlunar mun væntanlega hefjast á næsta ári. Það er ekki nóg að setja verkefni á blað. Þau þarf að vinna. Stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að tryggja framkvæmd bæði Peking áætlunarinnar og þeirrar lokaskýrslu sem samþykkt var í New York í vor. Við sem þingið sátum gegnum hér mikilvægu hlut- verki. Ekki síst tel ég að kvennasamtök, Mannréttindaskrifstofan og önnur frjáls fé- lagasamtök gegni mikilvægu hlutverki í að fylgja þessu starfi eftir. Hið sama á við um Alþingi og stjórnmálaflokka. Að tryggja það að við orð verði staðið, kom til um- ræðu á sérstökum fundi sem Alþjóðlegu þingmannasamtökin stóðu fyrir samhliða þinginu. Jóhanna Sigurðardóttir alþingis- maður vakti þar m.a. athygli á hlutverki þjóðþinga við að tryggja framkvæmd Pek- ing áætlunarinnar og lokaskýrslunnar og taldi mikilvægt að þjóðþingin kölluðu eft- ir skýrslu um framkvæmd einstakra verk- efna og málasviða. Jafnframt hvatti hún til umræðu á þjóðþingum um málefni kvenna. Mikilvægt lokaskjal Þetta var í fyrsta sinn sem ég tók þátt í starfi Sameinuðu þjóðanna að mannréttindum kvenna. Starfið á erlendri grundu bæði í rnars, maí og samhliða aukaallsherjarþing- VERA • 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.