Vera - 01.08.2000, Page 41

Vera - 01.08.2000, Page 41
jfcr i Konurnar gefa til kynna ad þær vanti túlkun á þau tungumál sem skrifuð eru á spjöldin. Sigríður Margrét og Jóhanna fylgjast með. í biðröð ásamt konum frá Mið-Austurlönduin; Hólmfríður, Sigríður M. og Þórdís Sigurðar- dóttir frá Þróunarsamvinnustofiiun. Greinarhöfundur, Elsa S. Þorkelsdóttir, Þórdís og Hóhnfríður í fundasalnum. Kynjasjónarmið haft að leiðarljósi Ríki eru hvött til að staðfesta viðaukann við kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem heimilar sérstaka kæruleið vegna meintra brota á sáttmálanum og til að stað- festa Rómarsamþykktina um Alþjóðlega glæpadómstólinn en þar eru m.a. nauðg- anir, kynlífsþrælkun, þvingað vændi og þvingaður getnaður skilgreind sem stríðs- glæpir þegar framkvæmd í stríði og eru við vissar skilgreindar aðstæður talin brot gegn mannkyni. Þá er í lokaskýrslunni fjallað um hnattvæðinguna og áhrif henn- ar á stöðu kvenna. Lýst er yfir mikilvægi þess að kynjasjónarmiðið sé haft að leiðar- ljósi bæði í viðbrögðum við hnattvæðingu og við breytingar á stjórn- og efnahags- kerfum ríkja. Tekið er fram að vinnu- og framleiðsluferli séu að breytast og að örar tækni- og samskiptabreytingar hafi ólík áhrif á líf kvenna og karla. A meðan hnatt- væðingin hefur aukið möguleika sumra kvenna, hafa möguleikar annarra veikst, m.a. vegna aukinnar misskiptingar milli ríkja og innan einstakra landa. Að lokum skal þess getið að í lokaskýrslunni er mik- ilvægi samþættingar sem aðferðar við að korna á jafnrétti kynja ítrekað en á því sviði eigum við Islendingar mikið starf fyrir höndum. Af þessari stuttu samantekt má sjá að eins og Peking áætlunin þá á þessi loka- skýrsla, ef vel er á málum haldið, að nýtast í starfi okkar hér landi. Skýrsluna og stjórn- málaályktunina er að finna á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna en slóðin er http://www.un.org/womenwatch/daw. Ný skref - ný verkefni Frá Islandi sóttu aukaallsherjarþingið, auk okkar þriggja sem þegar eru nefndar, Páll Pétursson, félagsmálaráðherra sem flutti ræðu íslenskra stjórnvalda, Berglind As- geirsdóttir ráðuneytisstjóri í félagsmála- ráðuneytinu, þingmennirnir Drífa Hjartar- dóttir og Jóhanna Sigurðardóttir, Hólm- fríður Sveinsdóttir varaformaður Kvenrétt- indafélags íslands, Bjarney Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Mannréllindaskrifstofu Islands, Sigríður Margrét Guðmundsdóttir formaður Unifem á Islandi og Þórdís Sig- urðardóttir frá Þróunarsamvinnustofnun Islands. Þessi hópur hefur rætt hvernig staðið skuli að kynningu lokaskýrslunnar og hvernig hún geti sem best nýst konum og jafnréttisstarfinu á Islandi. Að því er Peking áætlunina varðar þá byggir fram- kvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar til f)ög- urra ára um aðgerðir til að koma á jafnrétti kynja tímabilið 1998 til 2002 mjög mikið á þeim tillögum sem samþykktar voru á ráðstefnunni í Peking. Því til viðbótar gaf félagsmálaráðuneytið árið 1998 út skýrslu samráðshóps ráðuneyta þar sem tilgreind eru þau verkefni sem stjórnvöld telja brýn- ast að unnin verði á næstu árum. Ahugi mun vera á því í félagsmálaráðuneytinu að þýða lokaskýrsluna og gefa út, sem ég tel mjög mikilvægt. Einnig hefur verið rætt um að draga sérstaklega fram ýmis ákvæði sem brýnust þykja og kynna sérstaklega. Hefur í því sambandi m.a. verið rætt um þau ákvæði er varða sérstöðu erlendra kvenna. Peking +5 færði okkur ný skref og ný verkefni. Það er því rétt og eðlilegt að við notum þann tíma sem framundan er þar til undirbúningur nýrrar framkvæmdaáætl- unar ríkisstjórnarinnar hefst, til að skoða og kynna lokaskýrsluna frá NewYork. Und- irbúningur nýrrar framkvæmdaáætlunar mun væntanlega hefjast á næsta ári. Það er ekki nóg að setja verkefni á blað. Þau þarf að vinna. Stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að tryggja framkvæmd bæði Peking áætlunarinnar og þeirrar lokaskýrslu sem samþykkt var í New York í vor. Við sem þingið sátum gegnum hér mikilvægu hlut- verki. Ekki síst tel ég að kvennasamtök, Mannréttindaskrifstofan og önnur frjáls fé- lagasamtök gegni mikilvægu hlutverki í að fylgja þessu starfi eftir. Hið sama á við um Alþingi og stjórnmálaflokka. Að tryggja það að við orð verði staðið, kom til um- ræðu á sérstökum fundi sem Alþjóðlegu þingmannasamtökin stóðu fyrir samhliða þinginu. Jóhanna Sigurðardóttir alþingis- maður vakti þar m.a. athygli á hlutverki þjóðþinga við að tryggja framkvæmd Pek- ing áætlunarinnar og lokaskýrslunnar og taldi mikilvægt að þjóðþingin kölluðu eft- ir skýrslu um framkvæmd einstakra verk- efna og málasviða. Jafnframt hvatti hún til umræðu á þjóðþingum um málefni kvenna. Mikilvægt lokaskjal Þetta var í fyrsta sinn sem ég tók þátt í starfi Sameinuðu þjóðanna að mannréttindum kvenna. Starfið á erlendri grundu bæði í rnars, maí og samhliða aukaallsherjarþing- VERA • 41

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.