Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 35

Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 35
®8ólfur y Gíslason starfsmaður ar«nefndar jafnréttisráðs vann * Skri&tofu jafnréttismála. Hér er ásamt Margarethu Winberg lJfiiréttisráðherra Svía. Helga Guðrún Jónasdóttir (t.h.) var sérfræðingur á Skrifstofu jafnréttis- ráðherra. Hér er hún á ráðstefnunni Konur og lýðræði ásamt hópstjóra frá Bandaríkjunum. „Það kom mér á óvart að félagsmálaráð- herra skyldi velja þá leið sem hluta af rök- stuðningi sínum fyrir staðsetningu Jafn- réttisstofu á landsbyggðinni að við sinnt- um starfi okkar illa og ynnum ekki þau verkefni sem hann vildi. Hann hefur aldrei sett fram beiðni um tiltekin verkefni eða komið með athugasemdir við árlega verk- áætlun ráðsins en hún er send honum og ráðuneytinu. Það er auðvitað Jafnréttisráð sem samþykkir verkefnaáætlunina, ekki starfsmenn, og oft hefðum við viljað sjá aðrar áherslur og forgangsröðun, en það er önnur saga. Það hefði getað verið okkur styrkur hefði hann komið með beinar ósk- ir, ekki síst að því er varðar launajafnrétti kynja sem hann hefur sérstaklega gagnrýnt okkur starfsmenn fyrir að hafa ekki unnið að. Sem við höfum svo sannnarlega gert, bæði starfsmatsverkefnið sem við lögðum inn í og er hugmynd sem varð til hér og hjá ASI og BSRB. Launakönnunin um kyn- bundinn launamun og launamyndun, sem ég nefndi áðan, er einn af mikilvægari áföngum okkar og síðast en ekki síst vil ég nefna dóm Hæstaréttar í máli Ragnhildar Vigfúsdóttur sem er stórsigur. Jafnréttisráð hefur ítrekað mælt með skipulegri fræðslu til forstöðumanna en ekki fengið stuðning eða jákvæð viðbrögð við þeirri hugmynd. Það eru liðin fimm ár síðan launakönnun- in kom út, lengra síðan hún var unnin. Við höfum óskað eftir fjárveitingu til að endur- taka hana, sem væri mikilvægur liður í að skoða hvernig hið nýja launakerfi ríkisins kemur út að því er varðar launajafnrétti kynja. Þeirri beiðni hefur ekki verið svarað enn. Þá finnst mér félagsmálaráðherra al- gjörlega líta fram hjá því að formaður ráðsins er fulltrúi hans í ráðinu og því hæg heimatökin fyrir hann að koma að sínum hugmyndum, eða jafnvel funda með ráð- inu og leggja þar línurnar. Eini fundur hans með Jafnréttisráði var þegar hann tilkynnti um flutning stofnunarinnar út á land. Mér fannst þetta því ómaklegt af honum og í reynd mjög lítilmannlegt að gera okkur starfsmennina ábyrga." Elsa segir að margir hafi haft samband og lýst yfir stuðningi við starfsfólkið þegar árásirnar dundu á þeim. Formaður Jafnrétt- isráðs skrifaði í blöðin, hið sama gerði Þór- unn Sveinbjarnardóttir alþingismaður, Rannveig Traustadóttir lektor við HI gagn- rýndi þessa ákvörðun faglegum rökum og ályktað var hér og þar. „Kvennahreyfmgin hefur hins vegar þagað þunnu hljóði. Hún hefur ekki haft skoðun á því hvaða áhrif flutningur svona stofnunar út á land muni hafa á stöðu kvenna. Eg spyr bara: Hvar er íslensk kvennahreyfmg stödd? Skilja þær ekki hvað er að gerast? Kvenréttindafélag Islands og Kvenfélagasamband Islands hafa átt aðild að Jafnréttisráði síðan 1985 en hvorugt fé- lagið hefur látið í sér heyra varðandi þetta mál.“ Umræðan um stöðu kvennahreyfmgar- innar er spennandi og þörf og Elsa veltir henni áfram fyrir sér. „Eftir að Rauð- sokkahreyfingin var lögð niður tók Kvennalistinn við og á ákveðnu tímabili í sögu hans má segja að íslensk kvennahreyf- ing lrafi staðið með hvað mestum blóma. Þær voru ekki bara stjórnmálahreyfmg heldur kvennahreyfmg um leið en í því fólst ákveðinn vandi, t.d. gagnvart stofnun eins og Jafnréttisráði. Eg tel að þær hafi gert ákveðin mistök í upphaft með því að byggja ekki upp samstarf við þær konur sem voru að vinna að jafnréttismálum inn- an ríkiskerfisins. Þær skilgreindu sig sem nýja vídd í stjórnmálum, öðru vísi stjórn- málahreyfingu og utan við stjórnkerfið sem var karllægt. I dag er þessi afstaða köll- uð að vera á móti ríkisfemínisma. I Svíþjóð og Noregi hins vegar tókst mikil samvinna Eini fundur hans með Jafnréttisráði var þegar hann tilkynnti um flutning stofnunarinnar út á land. milli kvenna utan og innan ríkiskerfisins sem reyndist mikill stuðningur við starfið inni í kerfinu. Auður Styrkársdóttir lýsir þessu skemmtilega í bókinni sem ég nefndi áðan. Þetta kom síðan fram í því að þing- konur, bæði Kvennalistans og annarra flokka, lögðu á þessum tíma nánast aldrei fram tillögur á þingi til styrktar hinu opin- bera jafnréttisstarfi. Þetta hefur hins vegar sem betur fer breyst nú á síðustu árum. Sú staðreynd að Kvennalistinn var bæði í stjórnmálum og dekkaði íslenska kvenna- hreyfmgu skapaði ákveðinn vanda því kon- ur sem fylgdu þeim ekki að málum í stjórnmálum, en hefðu viljað taka þátt í störfum kvennahreyfmgarinnar, áttu engan vettvang nema þá Kvenréttindafélagið sem náði ekki til breiðs hóps kvenna. Þessi staða var oft snúin, t.d. þegar við vorum að und- irbúa stóru norrænu kvennaráðstefnurnar, Nordisk Forum, 1988 og 1994. Við áttum að tilnefna fulltrúa úr kvennahreyfmgunni en gátum ekki valið fulltrúa Kvennalistans þar sem hann var stjórnmálaafl og þá hefðu hinir flokkarnir farið fram á að fá líka fulltrúa. Við höfurn ekki getað leitað formlega til neinna nema Kvenréttindafé- lagsins og Kvenfélagasambandsins þegar við eigum að tilnefna fulltrúa kvennahreyf- ingarinnar. Eg tel að það hafi háð okkur að við höfum ekki haft sterka, lifandi, kvennapólitíska rödd á Islandi sem er óháð stjórnmálaflokkum. Við þurfum að velta þessu fyrir okkur því við höfurn alla burði til að bæta úr því sem þarf að lagfæra varð- andi stöðu kvenna — við höfum margt kvennapólitískt meðvitað fólk í þinginu og víða í stjórnkerfmu, góðar rannsóknir í Há- skólanum og fleira. Ráðstefnan Konur og lýðræði jók t.d. ótvírætt áhrif og virðingu starfsins að jafnrétti kynja og við verðum að fylgja því eftir.“ Að lokum er Elsa spurð af hverju ekki var haldið Jafnréttisþing árið 1999 en sam- kvæmt jafnréttislögum á að halda slíkt þing á þriggja ára fresti. Og af hverju var ekki haldið Nordisk Forum 2000 í Kaup-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.