Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 19

Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 19
Úr jafnréttisnámsefni í lífsleikni fyrir 13 til 15 ára •tiartima hennar Möggu qafst ekki UPP> 5em betur fer. Og það var evo rýtið að þegar við vorum búnar að f;a v,ð mömmu svolitla stund fðr ° ^ur strax að líða grasnna og blárra. 3 mamma sagði okkur Möggu allt um ^ðingar oq það sem líkaminn hennar °00u var að ganga í gegnum. Við 9'etum svolítið og hlógum svoiftið og kúrðum svolítið 1 ariginu á mömmu. Það er 5vo skrýtið hvað það er 5tundum gott að veraí þc0ar maður er að verða stór. ist ætlað að aflijúpa dulin skilaboð sem felast í sögunum eða fyr- irbærunum sem um er að ræða eða að varpa nýju ljósi á aðstæð- ur sem unglingarnir þekkja en gera ekki athugasemdir við dags daglega. Myndskreytingarnar verða unnar í sama stíl, þ. e. sem klippi- myndir þar sem ljósmyndað andlit er til dæmis skeytt við teiknað- an búk, persóna af klassísku málverki er klippt inn í mynd úr Ikea bæklingi, o.s.frv. Ég er mjög ánægð með þetta námsefni og hlakka til að sjá hvernig það reynist í skólum landsins. Þess má líka geta að auk jafnréttisheftanna og handbókarinnar er verið að vinna verkefna- hefti með þessu námsefni. Til viðbótar öllu þessu hefur Náms- gagnastofnun nýlega gefið út mjög skemmtilegt myndband um jafnréttismál sem kallast Brimbrot og er eftir Asthildi Kjartansdótt- ur. Það verður því úr nógu jafnréttisefni að rnoða í framtíðinni fyrir fróðleiksfúsa kennara. Blaðafrétt Þótti frásögn Rauðhettu tortryggileg Nokkurt annríki var hjá lögreglunni í Reykjavík um helgina. Ung stúlka var látin gista fanga- geymslur eftir að lögreglan veitti henni athygli í annarlegu ástandi í slagtogi við sjö dvergvaxna karlmenn sem lögreglan telur vera af ítalska herskipinu L'aventura. Við yfirheyrslur kvaðst stúlkan hafa étið eitrað epli. Önnur stúlka lagði fram kæru á hendur úlfi nokkrum sem hún kvað hafa étið sig og ömmu sína. „Við tókum þetta nú mátulega alvarlega," sagði Viðfinnur Grimmson varðstjóri í samtali við blaðið. „Að sögn stúlkunnar á úlfurinn að hafa logið sig inná gömlu konuna, gleypt hana með húð og hári, lagst síðan í rúmið hennar og gleypt síðan stúlkuna þegar hana bar að garði. En þetta verður að teljast afskaplega ótrúlegt, einkum vegna þess að umræddur úlfur er þekkt Ijúf- menni og hefur aldrei gert flugu mein. Auk þess höfum við gömlu konuna grunaða um að hafa klæðst afar lystaukandi náttkjól. Stúlkan var einnig klædd í rauða kápu en eins og allir vita eru úlfar vitlausir í rautt... eða eru það naut?" sagði Viðfinnur að lokum. Þegar blaðið var að fara í prentun bárust því áreiðanlegar heimildir fyrir því að umrædd stúlka hefði oft verið gleypt áður og látið sér vel líka. Auk þess mun hafa fundist vínflaska í körfu hennar. Smælki að utan: Karla í húsverkin I sumar tóku liundruð kvenna þátt í mótmælaaðgerðum í Mexíkóborg til að kreíjast þess að karlar ynnu húsverk á heimilum og til að korna á verkfalli húsmæðra í einn dag. Konurnar fylktu liði niður eina af aðalgötum borgarinnar og lömdu skeiðum í potta og pönnur til að krefjast þess að ríkisstjórnin bannaði myndbirtingar sem þykja niðrandi fyrir konur. Einnig kröfðust þær þess að húsverk yrðu metin til fjár í hagkerfmu. Einn skipuleggjenda göngunnar, Dunia Rodriguez, hvatti konur til að lyfta ekki litla fingri þennan dag, en Sameinuðu þjóðirnar höfðu tilnefnt hann alþjóðlegan dag húsverka. VERA • 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.