Vera - 01.08.2000, Side 19

Vera - 01.08.2000, Side 19
Úr jafnréttisnámsefni í lífsleikni fyrir 13 til 15 ára •tiartima hennar Möggu qafst ekki UPP> 5em betur fer. Og það var evo rýtið að þegar við vorum búnar að f;a v,ð mömmu svolitla stund fðr ° ^ur strax að líða grasnna og blárra. 3 mamma sagði okkur Möggu allt um ^ðingar oq það sem líkaminn hennar °00u var að ganga í gegnum. Við 9'etum svolítið og hlógum svoiftið og kúrðum svolítið 1 ariginu á mömmu. Það er 5vo skrýtið hvað það er 5tundum gott að veraí þc0ar maður er að verða stór. ist ætlað að aflijúpa dulin skilaboð sem felast í sögunum eða fyr- irbærunum sem um er að ræða eða að varpa nýju ljósi á aðstæð- ur sem unglingarnir þekkja en gera ekki athugasemdir við dags daglega. Myndskreytingarnar verða unnar í sama stíl, þ. e. sem klippi- myndir þar sem ljósmyndað andlit er til dæmis skeytt við teiknað- an búk, persóna af klassísku málverki er klippt inn í mynd úr Ikea bæklingi, o.s.frv. Ég er mjög ánægð með þetta námsefni og hlakka til að sjá hvernig það reynist í skólum landsins. Þess má líka geta að auk jafnréttisheftanna og handbókarinnar er verið að vinna verkefna- hefti með þessu námsefni. Til viðbótar öllu þessu hefur Náms- gagnastofnun nýlega gefið út mjög skemmtilegt myndband um jafnréttismál sem kallast Brimbrot og er eftir Asthildi Kjartansdótt- ur. Það verður því úr nógu jafnréttisefni að rnoða í framtíðinni fyrir fróðleiksfúsa kennara. Blaðafrétt Þótti frásögn Rauðhettu tortryggileg Nokkurt annríki var hjá lögreglunni í Reykjavík um helgina. Ung stúlka var látin gista fanga- geymslur eftir að lögreglan veitti henni athygli í annarlegu ástandi í slagtogi við sjö dvergvaxna karlmenn sem lögreglan telur vera af ítalska herskipinu L'aventura. Við yfirheyrslur kvaðst stúlkan hafa étið eitrað epli. Önnur stúlka lagði fram kæru á hendur úlfi nokkrum sem hún kvað hafa étið sig og ömmu sína. „Við tókum þetta nú mátulega alvarlega," sagði Viðfinnur Grimmson varðstjóri í samtali við blaðið. „Að sögn stúlkunnar á úlfurinn að hafa logið sig inná gömlu konuna, gleypt hana með húð og hári, lagst síðan í rúmið hennar og gleypt síðan stúlkuna þegar hana bar að garði. En þetta verður að teljast afskaplega ótrúlegt, einkum vegna þess að umræddur úlfur er þekkt Ijúf- menni og hefur aldrei gert flugu mein. Auk þess höfum við gömlu konuna grunaða um að hafa klæðst afar lystaukandi náttkjól. Stúlkan var einnig klædd í rauða kápu en eins og allir vita eru úlfar vitlausir í rautt... eða eru það naut?" sagði Viðfinnur að lokum. Þegar blaðið var að fara í prentun bárust því áreiðanlegar heimildir fyrir því að umrædd stúlka hefði oft verið gleypt áður og látið sér vel líka. Auk þess mun hafa fundist vínflaska í körfu hennar. Smælki að utan: Karla í húsverkin I sumar tóku liundruð kvenna þátt í mótmælaaðgerðum í Mexíkóborg til að kreíjast þess að karlar ynnu húsverk á heimilum og til að korna á verkfalli húsmæðra í einn dag. Konurnar fylktu liði niður eina af aðalgötum borgarinnar og lömdu skeiðum í potta og pönnur til að krefjast þess að ríkisstjórnin bannaði myndbirtingar sem þykja niðrandi fyrir konur. Einnig kröfðust þær þess að húsverk yrðu metin til fjár í hagkerfmu. Einn skipuleggjenda göngunnar, Dunia Rodriguez, hvatti konur til að lyfta ekki litla fingri þennan dag, en Sameinuðu þjóðirnar höfðu tilnefnt hann alþjóðlegan dag húsverka. VERA • 19

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.