Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 40

Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 40
Elsa S. Þorkelsdóttir RéttlndamáU kyemia á 21. öldinni Að afloknu allsherjarþingi Sarneinuðu þjóðanna um rndlefni kvenna Dagana 5. til 9. júní sl. var aukaallsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna haldið í New York undir yfirskriftinni Konur 2000: jafnrétti, þróun og friður á 21 öld. Tilgangur þingsins var að fylgja eftir skuldbindingum þjóða heims frá Peking 1995 en þar var samþykkt ítarleg framkvaemda- áætlun í málefnum kvenna, svokölluð Peking áætlun. Kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna sá um undirbúning þingsins sem gengið hefur undir nafninu Peking +5. CELA Utanríkisráðuneytió stýrði undirbúningn- um hér á landi og í lok árs 1999 varð til lít- il framkvæmdanefnd undir stjórn Grétu Gunnarsdóttur frá utanríkisráðuneytinu en aðrir voru Hanna Sigríður Gunnsteinsdótt- ir frá félagsmálaráðuneytinu og undirrituð. Undirbúningurinn gekk mjög vel og var mjög ánægjuleg og góð tilbreytmg að finna þann metnað og áhuga sem utanrík- isráðuneytið sýndi þessu verkefni. A þinginu var samþykkt stjórnmála- ályktun og lokaskýrsla. I stjórnmálaálykt- uninni er áhersla lögð á þær aðgerðaáætl- anir sem ríki heims samþykktu bæði á kvennaráðstefnunni í Nairobi árið 1985 og í Peking árið 1995. Jafnframt er lýst yfir vilja til að styrkja starfið að málefnum kvenna enn frekar, bæði á landsvísu og á alþjóðavettvangi. I því skyni verði ríki heims kölluð saman að nýju árið 2005 til að meta árangur og skoða nýjar leiðir. Samstaða um lokaskýrsluna náðist ekki fyrr en seint aðfararnótt 10. júní. Agreinings- málin vörðuðu m.a. rétt kvenna til að ráða eigin líkama og stýra barneignum, mann- réttindi kvenna sem algild réttindi og þar með stöðu hefða, siða og trúarbragða og stöðu lesbískra kvenna og það misrétti sem þær verða fyrir sérstaklega. Einnig var tek- ist á um hversu afgerandi orðalag skyldi notað í hinum ýmsu greinum skjalsins og þar með hve skýr skylda stjórnvalda og al- þjóðasamtaka til aðgerða skuli vera. I loka- skýrslunni er fjallað um árangur en jafn- framt helstu hindranir við framkvæmd Peking áætlunarinnar og nauðsynlegar að- gerðir til að sigrast á þeim. Þrátt fyrir ágreining ríkja sem leiddi til þess að vinn- an gekk miklu hægar en vonir stóðu til, þá eru með samþykkt lokaskýrslunnar stigin mikilvæg skref fram á við frá Peking áætl- uninni. Jafnframt er ítrekað mikilvægi Pek- ing áætlunarinnar í starfi ríkja og alþjóða- stofnana að málefnum kvenna. Núll-þol gagnvart kynbundnu ofbeldi Að mati Sameinuðu þjóðanna eru nýju ávinningarnir einkum á sviði heilbrigðis kvenna en eins og kunnugt er þá ógna sjúkdómar eins og alnæmi, berklar og malaría lífi kvenna víða um heim. Stefnu- mótun og aðgerðir til að vinna gegn þess- um sjúkdómum skulu því taka mið af kynjasjónarmiði. Sjónarhorninu er einnig sérstaklega beint að stúlkubörnum sem smituð eru af alnæmi. Þá eru ákvæði er varða geðheilbrigði kvenna. Mikilvæg ný skref voru einnig tekin varðandi ofbeldi gagnvart konum og þeirri skyldu ríkja að tryggja konum þau mannréttindi að búa ekki við kynbundið ofbeldi. Sérstök áhersla er lögð á skyldu ríkja til að skapa það and- rúmsloft eða þær aðstæður í sérhverju samfélagi þar sem kynbundið ofbeldi er ekki þolað, s.k. ziro-tolerance eða núll-þol gagnvart kynbundnu ofbeldi. Þá skulu rík- in tryggja fyrir árið 2005 raunhæfa, sam- ræmda löggjöf á þessu sviði. Fjallað er um ýmis svið ofbeldis gagnvart konum sem íslenska sendinefndin, f.v. Hólmfrídur Sveinsdóttir KRFÍ, Þorsteinn Ingólfsson sendiherra Islands í fastanefnd S.Þ., Hanna S. Gunnsteinsdóttir félags- málaráðuneyti, Jóhanna Sigurðardóttir og Drífa Hjartardóttir Alþingi, Sigríður M. Guðmundsdóttir UNIFEM, Berglind Ásgeirsdóttir félagsmálaráðu- neyti, Bjarney Friðriksdóttir Mannréttindaskrif- stofu og Gréta Gunnarsdóttir utanríkisráðuneyti. Sigríður Margrét, Bjarney, Drífa, Jóhanna og Hanna í NewYork. ekki er að fmna með afdráttarlausum hætti í Peking áætluninni, s.s. brúðarbrennur, nauðganir í hjúskap, sæmdarglæpi, kyn- þáttafordóma og kynþáttatengt ofbeldi gagnvart konum. Skulu ríki m.a. tryggja að stefna þeirra varðandi stöðu flóttamanna og þeirra sem óska hælis sem pólitískir flóttamenn taki mið af ólíkri stöðu kynj- anna og þeim ógnum og glæpum sem konur verða sérstaklega fyrir. Þá skulu hér nefnd ákvæði um mansal en Jafnréttisráð vakti fyrir skemmstu athygli á nauðsyn samræmdra aðgerða og löggjafar á því sviði til verndar konum. 40 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.