Vera - 01.08.2000, Qupperneq 33

Vera - 01.08.2000, Qupperneq 33
Jafnréttisráð 1991 til 1995. F.v. Margrét Ríkharðsdóttir, BSRB, Drífa Hjartardóttir KÍ, Ragnhildur Benediktsdóttir formaður Kærunefndar, Elsa S. Þorkelsdóttir, LáraY Júlíusdóttir formaður Jafnréttisráðs, Hrafnhildur Stefánsdóttir VSÍ, Guðrún Arna- dóttir KRFÍ og Gylfi Arnbjörnsson ASI. við höfum verið að vinna að má nefna handbók fyrir stjórnir, starfsfólk og trún- aðarmenn verkalýðsfélaga og mun Jafnrétt- isstofa ljúka því máli, annað hvort með út- gáfu eða setja það á heimasíðu sína.“ Konur og völd, það að auka hlut kvenna í stjórnmálum, er málefni sem Skrifstofa jafnréttismála hefur lagt áherslu á, m.a. með útgáfu bæklings og verkefninu Sterk- ari saman fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 1998. Ríkisstjórnin samþykkti síðan verk- efni til fimm ára um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum. „Það var mjög sérstakt þegar Siv Friðleifsdóttir fékk samþykkta tillögu myndarlega á þeim málum og hefur sann- að að pólitískur vilji skiptir sköpum. Hún bendir einnig á að Hafnarfjörður hafi tek- ið myndarlega á þessum málum undanfar- ið og að Mosfellsbær fylgi þar í kjölfarið. Jafnréttisnefndirnar hafa haft samvinnu sín á milli, m.a. með þingi á tveggja ára fresti, en nú er unnið að því að ná meiri sam- vinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga um þennan málaflokk og er sérstakur vinnuhópur starfandi undir hennar leið- sögn. Af öðrum verkefnum vill Elsa nefna samstarfsverkefni við Námsgagnastofnun kvenna á landsbyggðinni verði bætt. Eðli- legra er að borinn sé saman launamunur kvenna og karla á landsbyggðinni en ekki á milli kvenna innbyrðis, eftir því hvar þær búa.Við höfum t.d. bent á nauðsyn þess að stefnumótun og ákvarðanataka í byggða- málum taki mið af ólíkri stöðu kynja en það sjónarhorn vantar t.d. í byggðaskýrslu stjórnvalda. A sama hátt má spyrja hvort há sjálfsmorðstíðni ungra karlmanna tengist umræðunni um jafnrétti kynja. Eg hef oft rætt það við minn ágæta fyrrverandi sam- starfsmann IngólfV Gíslason. Er það ekki félagslegt vandamál sem hefur með kynja- Við vildum halda námskeið um það hvar launamisréttið verður til, fræða forstöðumenn ríkisstofnana um skyldur atvinnurekenda samkvæmt jafnréttislögum, fara yfir dóma o.s.frv. Ég sendi tvö bréf um þetta í fjármálaráðuneytið án þess að fá svar. um að settar yrðu fimm milljónir króna á ári í nefnd stjórnmálaflokka, KRFI og Skrif- stofu jafnréttismála til að standa fyrir að- gerðum um konur og pólitík. Það er hins vegar mjög mikilvægt að unnið verði að þessum málum fyrir næstu sveitarstjórnar- kosningar. Hutur kvenna í bæjarstjórnum er nú 36% en aðeins 29% í minni sveitar- félögunum. Hlutur kvenna á þingi fór í 35% í síðustu kosningum og er nú 33% í ríkisstjórn. Við höfum lagt áherslu á að auka þekkingu okkar á samþættingu jafn- réttis kynja í stefnumótun og ákvarðana- töku en starf ríkja og alþjóðasamtaka bygg- ir mjög á þeirri hugmyndafræði. Utgáfa fræðsluefnis, fræðsla og ekki síst hvernig til hefur tekist með norrænt verkefni sem hér er unnið að í samstarfi við Iþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur og Akureyrar er dæmi um gott starf á þessu sviði." Elsa nefnir líka jafnréttisnefndir sveitar- félaga sem hún segir að skrifstofan hafi haft samvinnu við, m.a. með útgáfu hand- bókar og með fundarferðum um landið. Lengi var það aðeins Akureyrarbær sem vann markvisst að jafnréttismálum en Reykjavíkurborg hefur undanfarið tekið um handbók fyrir starfsfólk skóla um jafn- rétti kynja, starf karlanefndar ráðsins sem hefur verið mikið og fjölbreytt, og átaks- verkefnið í samvinnu við Háskóla Islands um konur til forystu og um jafnara náms- val kynjanna. „A Skrifstofu jafnréttismála starfaði mjög gott fólk sem hefur mikla þekkingu og reynslu af starfi á þessu sviði. Við höfum verið að þróa starfið æ meir í þá átt að koma að starfi annarra að jafnrétti kynja með fræðslu, aðstoð eða beinni að- ild að verkefni. Þannig höfum við talið fjármunum okkar best varið.“ Þegar við ræðum um jafnrétti al- mennt segist Elsa sakna umræðu um skil- greiningu á jafnrétti kynja. Undanfarin ár hefur umræða um karla og jafnrétti aukist mjög án mikillar umræðu um hvað í því felist. Þá segir hún að það hafi komið sér í opna skjöldu þegar félagsmálaráðherra notaði samanburð á stöðu kvenna á lands- byggðinni og á höfuðborgarsvæðinu sem rök fyrir flutningi Jafnréttisstofu út á land. „Er það jafnrétti kynja að staða kvenna sé verri úti á landi en á höfuðborgarsvæð- inu? Við höfum lagt áherslu á að staða mótun að gera fremur en jafnrétti kynja? Kynjafræði er ekki sama og jafnrétti kynja, þó svo annað sé mikilvægt hinu. Ég lít kannski þröngt á jafnréttismálin en ég lít á þau út frá sjónarhorni kvenna og styðst við kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna og þau jafnréttislög sem ég hef unnið eftir. Mér finnst að jafnrétti sé hin hliðin á misrétti en það er nauðsynlegt að ræða þetta til þess að geta ákveðið viðmið- in um árangur og síðan reynt að meta hann.Við, á Skrifstofu jafnréttismála, erum stundum sökuð um að við séum alltaf að telja hausa, þ.e. mæla hlut kvenna á öllum sviðum. En skiptir það ekki máli að við erum með lægsta hlutfall kvenna í opin- berum nefndum og ráðum, borið saman við Norðurlöndin? Við erum með veika löggjöf og náum engum breytingum fram, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli. Nú, þegar við höfum náð í gegnum „glerþakið" hvað varðar fjölda kvenna á þingi og í ríkis- stjórn, er látið eins og allt sé komið í gott lag. Þá skipta hausarnir máh! Mér fmnst mjög athyglisvert hvað Margaretha Winberg jafnréttisráðherra Svía segir um árangur þeirra í jafnréttismálum, VERA • 33

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.