Vera - 01.08.2000, Page 26

Vera - 01.08.2000, Page 26
Agla Sigríður Björnsdóttir Áhrifamikil kona Helga H. Magnúsdóttir er fyrsta konan sem kemst i áhrifastööu hjá handknattleikssambandi Evrópu framkvæmdastjórn hand- knattleikssambands Evrópu, EHF, en náói ekki kjöri þar sem austurblokkin vildi ekki fá konu í stjórn, en hún var aftur á móti kjörin í mótanefnd sem er í raun mun umfangsmeira starf en seta í framkvæmda- stjórninni. Meó því aö vera komin í mótanefnd hefur Helga H. Magnúsdóttir skráð sig á spjöld iþrótta- hreyfingarinnar í Evrópu sem fyrsta konan sem kemst í áhrifastöðu innan EHF. Til að lesendur Veru gætu kynnst þessari kjarnakonu, fékk ég Helgu í spjall til mín og komst að raun um að störf hennar innan íþróttahreyfingarinnar eru ómetanleg fyrir konur landsins og unglingsstúlkur framtíðarinnar. „Ég er fædd í Hveragerði 21. desember 1948, dóttir Laufeyjar Jakobsdóttur sem oft hefur verið nefnd amman í Grjótaþorpi og Magnúsar Finnbogasonar. Ég á sjö systkini og er sú sjötta í röðinni. Maðurinn minn heitir Hinrik Einarsson og eigum við þrjú börn. Ég tók gagnfræðapróf frá Reykliolti í Borgarfirði og hef unnið hér og þar í gegn- um tíðina, t.d. í síld, verið bensíntittur, vann í Hafnarfjarðarapóteki, þar næst í launadeild Hrafnistu og loks hjá Félags- stofnun stúdenta en þar hef ég unnið síð- astliðin níu ár og séð um úthlutun á íbúðum á stúdentagörðum. Eg er hins veg- ar að láta af störfum þar og taka við nýju og spennandi starfi um þessar mundir." Helga byrjaði í handbolta á tólfta ári en þá átti hún heima á Laugateigi. Iþróttir hef- ur Helga stundað frá unga aldri því ein- ungis þriggja ára gömul var hún farin að synda í sundlauginni í Hveragerði. Þrettán ára flytur hún til Hafnarfjarðar og gekk þá til liðs við FH og spilaði handbolta með þeim til nítján ára aldurs en þá lagðist kvennaboltinn niður í FH. „Þegar þetta gerðist, árið 1967, þá fóru nokkrar stúlkur úr FH yfir í Fram og þar á meðal ég. Ég spilaði með Fram til 33 ára aldurs uns ég hætti alfarið að spila. Fram- liðið vann marga titla enda kepptum við víða og fórum m.a. í Evrópukeppnir. Til að standa straum af kostnaði sem þessu fylgdi sáum við um að fjármagna mest allt sjálfar, t.d. með því að selja rækjur, klósettpappír og halda bingó.” í mótanefnd EHF Helga hefur verið í framlínu íþróttahreyf- ingarinnar um árabil, hún hefur setið í stjórn HSI og situr nú í framkvæmdastjórn Iþrótta- og ólympíusambandsins. Helga hefur einnig verið í nefnd á vegum EHF ásamt nokkrum öðrum konum en hlutverk þeirra er að vinna að málefnum kvenna- handboltans í Evrópu. A þessu ári var hún svo kosin í mótanefnd EHF en sóttist í fyrstu eftir sæti í framkvæmdastjórn EHF. En af hverju var Helga að gefa kost sér í framkvæmdastjórn EHF? „A HM 199S (Heimsmeistarakeppni A- karlalandsliða), sem haldið var hér á ís- landi, kom framkvæmdastjóri Evrópusam- bandsins að máli við mig og bað mig um að gefa kost á mér en mér fannst þetta frek- ar fráleitt og gaf það frá mér. Síðar fæ ég skilaboð frá Staffan Holmqvist forseta EHF um að gefa kost á mér í stjórnina. Þá lá fyr- ir næsta þingi að fjölga í stjórn og yrði það að vera kona sem kæmi inn, en sú tillaga náði ekki fram að ganga. Þetta er svo búið að vera í deiglunni síðasdiðin tvö ár, en eins og áður sagði þá vildi Rússablokkin ekki fá konu inn og því náði ég ekki kjöri. Ég gaf hins vegar kost á mér í mótanefnd EHF en þingið kýs í allar nefndir og hefur kona aldrei verið kosin til embættisstarfa innan EHF fyrr. Þetta er mun meira emb- ætti en ég sóttist eftir. Við vorum þrjú sem gáfum kost á okkur í þetta og þurfti að kjósa tvisvar, því í seinni umferð er kosið milli tveggja og þarf hreinan meirihluta til að ná kjöri. Jómfrúarferðin Það sem felst í þessu starfi er að ég er í for- svari fyrir allar Evrópukeppnir kvenna- landsliða en haldnar eru þrjár keppnir ann- að hvert ár fyrir A-landslið, 20 ára landslið og 18 ára landslið. Þegar Evrópukeppni er úthlutað til einhvers staðar þarf ég að fara og skoða keppnisaðstöðu, búningaað- stöðu, æfmgaaðstöðu, vellina, hótelin og hvernig samgöngum er háttað. Þegar í sjálfa úrslitakeppnina er komið þarf ég að vera á svæðinu meðan keppnin stendur. Ég þarf að vera eftirlitsmaður, vera í móts- stjórn, í dómstóli keppninnar o.m.fl. Jóm- frúarferðin mín verður til Frakklands í lok ágúst þar sem úrslitakeppni 20 ára kvenna- landsliða fer fram og síðan verður keppni í 26 • VERA

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.