Vera - 01.10.2000, Síða 6

Vera - 01.10.2000, Síða 6
Nýlega kom út bókin Dís eftir Bimu Önnu Björnsdóttur, Oddnýju Sturludóttur og Silju Hauksdóttur. Þær eru vinkonur úr MH en síðan fóru Birna Anna og Silja í heimspeki í HÍ, þaðan sem Silja er með B.A. gráðu og Birna Anna klárar í vor, en Oddný er í píanókennaranámi. Höfundarnir veittu VERU góðfúslega viðtal og verður hér reynt að rekja það eftir bestu getu, en mun erfiðara verður að deila öllum hlátrasköllunum með lesendum. Ljóst er þó að höfundunum hefur verið glatt í sinni við skriftir bókarinnar og halda í gleðina. Eruð þið feministar? EIÍSIRÓ/V. |á. ODDNÝ: Við erum allar buliandi feministar. Fyrir mér er feminismi kvenlega deildin á mann- réttindum og sem slík er ég feministi, og það mikill. BIRNA ANNA: Það er eitt sem mér finnst í sam- bandi við feminisma og tengist þessari bók að okkur finnst staða okkar vera þannig að við höfum ekki þurft að hugsa um það hingað til hvort við séum stelpur eða strákar. Mér finnst hjálpa mikið til að trúa því að ég eigi ekki eftir að rekast á. lákvætt hugarfar kallar á jákvæð viðbrögð á meðan neikvæðni kallar á neikvæð viðbrögð. Dís er ekki að tala um að hún sé feministi, en öll hennar fram- ganga snýst um það að hún þarf ekki að hugsa um það hvort hún sé kona eða karl. ODDN': Hún hefur aldrei þurft að vera reið. Við fengum útrás fyrir feminiskar pælingar með því að skrifa gegnum Lilju Rós vinkonu Dísar, það var ákveðin lausn. Hún er svona fræðilegur feministi. Hún hefur lesið allar þessar bækur og pælir ofsalega mikið í þessu. Hún er mikið á verði og þetta tekur jafn mikið pláss í hennar lífi og að draga andann. Þetta er hennar lífsstefna. SILJA: Mér finnst Lilja Rós svolítið gamaldags feministi. BIRNA ANN/i: Meðan Dís er svolítið svona nú- tímalegri feministi, hún er alltaf gerandi í öllu sínu, bæði samböndum og vinnu og hverju sem hún tekur sér fyrir hendur og allt viðhorf hennar í því sem við kjósum að kalla ,,lff" er mjög jákvætt. (Hlátrasköll.) En eru allir búnir að meika það hjá þessari kynslóð? SILJ/ Dís heldur líka að allir hinir séu þúnir að meika það, sem er svolítill misskilningur hjá henni. Dís er mjög leitandi og kannski þessvegna verður

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.