Vera - 01.10.2000, Blaðsíða 8

Vera - 01.10.2000, Blaðsíða 8
Oddný, Silja og Birna Anna vissa annarra svolítið ýktari í hennar huga. Þetta er þroskaþröskuldur sem hún fer yfir, fer að fatta að það breytir engu hvort eð er hvernig aðrir eru. ODD Ég vona að við höfum náð að koma þessu til skila, því það var það sem fleytti mínum þroska hvað hraðast áfram síðustu árin (hlær) og mér leið alls ekki vel fyrr en ég var búin að fatta þetta. S!L)A: Sumir eru samt svona fullkomlega öruggir með sjálfa sig, sumt fólk siglir í gegnum lífið og hugsar: „ég er frábær". Þannig að það er ekki Dfs eða unga kynslóðin í dag sem stefnir bara í það að eignast fjölskyldu. Endilega! Hún mundi örugglega alveg fíla það. SU iA: Oft er það þannig að fólk sem er svolítið ringlað og leitandi er að vonast til að hafa einhverja festu í framtíðinni, þá er þetta það fyrsta sem því dettur í hug- fjölskylda. Þetta hefur verið festan í lífi flestra hingað til. ODDf'- Væri maður ekki eitthvað skrýtinn ef mann langaði aldrei í fjölskyldu? Dís á mjög góða fjölskyldu þannig að hún hefur góða fyrirmynd f þeim efnum. BIRNA ANNA: Það var eitt af því sem við lögðum upp með, okkur langaði ekki til að gera bók um vand- ræðabarn. Okkur langaði til þess að þessi „kreppa" væri sprottin innanfrá en ekki vegna þess að hún hefði lent í einhverju hræðilegu. ODDNÝ: Hún er í blúndukreppu. En það er líka kreppa. BIRNA ANNA: Það er óþægileg tilfinning að finnast maður vanþakklátur fyrir það sem maður hefur. Okkur til dæmis hefur gengið ofsalega vel. Við eigum góðar fjölskyldur og það hefur alltaf verið farið mjög vel með okkur! og farið mjög vel um okkur ... og vel á með okkur...! Talsverðar breytingar verða á einum strákanna í bókinni við tilhugsunina um að verða kannski pabbi, hann umhverfist úr gaur sem er helst þekkt- ir fyrir að skalla bjórdósir í ábyrgan föður. Eru karl- menn bara strákar þangað til einhver kona gerir þá að manni? BIRNA A Auðvitað ekki! þessi breyting á honum á frekar að sýna að ekki er alltaf allt sem sýnist með fólk. SlLj/\ Dís er bara búin að skilgreina þennan vin sinn út frá því sem hún hefur séð til hans, enda er hún ekkert meira eða minna fordómafull en aðrir. Var ekki erfitt að vinna saman? ODDN Nei! Það var undursamlegt! Þessar stúlkur eru unaður einn. Oddný og Birna Anna ættu í raun að stjórna heiminum. BIRNA ANNA: En svona að öllu gamni slepptu eru þessar stelpur hinir mestu öðlingar og algjörlega stórkostlegar manneskjur! - (hlæja allar) og vinnan gekk náttúrlega eins og í sögu! Við fengum náttúrulega frábæra reynslu í því að taka gagnrýni, sem er hinn besti skóli. SIL|A Maður var alltaf að fá álit annarra, alltaf í endurskoðun. ODDl Nú finnst mér gagnrýni bara vera eins og ... vorblær í hári! (Hlæja allar.) Hvaðan kemur nafnið Dís? Nú til dags heita allir tveimur nöfnum en ég og Oddný heitum bara einu nafni og í menntaskóla fórum við að kalla hvor aðra Silja Rós, Oddný Dís eða eitt- hvað álíka í gríni. Smátt og smátt breyttist þetta í gæiuyrði; jæja Dísin mín. : Svo notuðum við Dísarnafnið sem vinnuheiti við skriftirnar. Því með því að nota Dísarnafnið var öruggt að við mundum muna eftir að breyta því í lokayfirferð, því það er svo ömurlegt. Svo var bókin komin í prentsmiðju og við ekki ennþá búnar að finna titil á hana. vorum komnar út f örvæntingarfullar þreifingar á borð við „Kona án tilgangs", eða „Vandinn við að vera ég". ODí \ Ý: Eða eitthvað álíka glæsilegt! BlRNA ANNA: En svo var alltaf verið að spyrja okkur: „Hvað er að þessu nafni?" 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.