Vera - 01.10.2000, Side 17
iplýsingar. Leitaðu til stéttarfélaganna til að fá
upplýsingar um hvað greitt fyrir starfið sem þú
sækir um eða starfar við. Æ fleiri félög gefa út bæk-
linga með þessum upplýsingum. Notaðu slík gögn
og staðreyndir kröfum þínum til stuðnings.
Persónulegar þarfir. Gerðu þér grein fyrir hvað þú
þarft til að ná endum saman og til að eiga fyrir því
sem þú telur þig þurfa. Hverjar þurfa mánaðarlegar
tekjur þínar að vera svo þú sért sátt? Hvað er raun-
hæft og sanngjarnt?
Launamörkin og prútt. Ekki samþykkja fyrsta boð.
Samningsaðilinn hefur einnig sett sér efri mörk og
mun ekki bjóða þér „toþpinn" í fyrsta boði. Vertu
tilbúin að líta á fleiri möguleika en einungis
krónutölu, þ.e. fríðindin líka. Ekki segja „ég verð"
að fá .... krónur. Sýndu sveigjanleika, það skilar
mestu.
Hæfni. Fagleg og persónuleg. Kortlegðu hæfni þína
vel og hversu mikils virði þú erl fyrirtækinu. Prófin
þín, námskeið sem þú hefur sótt, ný þekking (sem
gagnast fyrirtækinu e.t.v. sérstaklegaj, félagsstörf,
meðmæli, hvað þú hefur persónulega fram að færa,
o.s.frv. Vertu tilbúin að ræða þessa hluti. Þetta er
gott að skrá niöur á blað. Reyndu að tengja hæfni
þína, á hvaða sviði sem er, umræddu starfi.
Líðan. Start'sviðtöl eru stressandi. Lokaðu augunum
nokkru áður, dragðu djúpt andann og segðu við þig
50-100 sinnum „Ég gef mér leyfi lil að slaka á/líða
vel/vera glöð". Endurtaktu þetta eins oft og þú getur
þar lil það t'estist í undirmeðvitundinni. Vertu
ánægð með að vera þú.
Segðu satt. Ekki freistast til að ljúga til um fyrri laun
eða neitt annað.
Fáðu það skriflegt. Laun og hlunnindi eiga að vera
skráð í launasamningi, undirritað af báðurri aöilum.
Grandskoðaðu ráðningarsamninginn. Langflest
stéttarfélög veita ráðgjöf varðandi ráðingarsamn-
inga. Gotl er aö æskja þess að fá stuttan frest til að
undirrita samning endanlega og fá ráðgjöf hjá stétt-
arfélögum um innihaldið.
Gerðu þitt besta. Æfingin skapar meistarann.
Njóttu lærdómsins og líttu á þetta sem góða og
spennandi æfingu fyrir lífið. Þetta er EKKI síöasta
viötalið sem |tú ferð í á ævinni og þú berð ekki ein
ábyrgð á árangri þess. Þaö er ekki víst að þér hafi
mistekist þó samningar náist ekki um laun og/eða
ráðningu. Gerðu þitt besta.
Að verðleggja sig
Meðallaunatölur BHM félaga sýna einnig fram á að
kynbundinn launamunur er til staðar meðal sérfræði-
menntaðra stétta landsins. Breytingar á vinnumarkaði
undanfarin ár virðast þó að sumu leyti gefa okkur tæki-
færi til að vinna á vandanum. í því má nefna að aukin
krafa fyrirtækja um árangur og arðsemi í harðari
samkeppni dregur fram mikilvægi starfshæfni einstakl-
inganna en ekki hver geðþótti vinnuveitenda/atvinnu-
rekenda er.
Hugmyndir um mannauðsstjórnun fela einnig í sér
meiri sveigjanleika en áður og samkeppni er um gott
starfsfólk sem m.a. tekur þátt í nýsköpun. Fleiri karlar
eru auk þess farnir að krefjast svigrúms til að sinna
fjölskylduhlutverki sínu. Þróunin síðustu ár er hins
vegar sú að hver manneskja beri aukna ábyrgð á kaupi
sínu og kjörum. Fólk nýtur minni verndar (sem margir
líta á sem meira frelsi) og í auknum mæli er samið um
laun á einstaklingsvísu. Víða eru svokölluð markaðs-
laun að taka við af töxtum og launaleynd á vinnu-
stöðum hefur aukist. Það er samt mikilvægt að benda
á að kjarasamningar um lágmarksréttindi eru alltaf í
gildi.
Þar sem samið er um markaðslaun skuldbinda
samningsaðilar kjarasamnings sig til að gera launa-
kannanir árlega þannig að fólk geti séð hvað greitt er
fyrir hin mismunandi störf á vinnumarkaðinum og
miðað launakröfur sínar út frá því. Fólk þarf því að geta
„verðlagt" sig sjálft í hvert sinn sem tækifæri gefst til
að semja um laun, s.s. í ráðnignarviðtölum og starfs-
mannasamtölum sem verða æ algengari. Það er því
mikilvægt að vera meðvitaður um hæfnisþætti sína,
hvers starfið krefst, lagaleg og félagsleg réttindi o.s.frv.
Nýir hæfnisþættir verða æ verðmætari á vinnu-
markaði, s.s. samskiptahæfni, hæfni til að hugsa
óhefðbundið og starfa f hópum. Einstaklingar þurfa
því í auknum mæli að reka sjálfa sig eins og lítið
fyrirtæki, nokkurs konar „Ég ehf." Breytingarnar krefjast
þess að fólk hugsi öðruvísi en áður um sig og sín störf.
Við teljum mikilvægt að koma auga á tækifærin sem
felast í breytingunum því þróuninni verður líkast til
ekki snúið við. Því spyrjum við: Hvernig getum við
undirbúið okkur til að semja um betri laun og varið
kaup okkar og kjör á eigin spýtur?
Hvernig getum við orðið betur meðvitaðar um
styrkleika okkar sem starfskrafta?
Hvernig tökum við á misréttinu á einstaklingsvísu?
Hvernig geta konur staðið saman á vinnumarkaði
2i.aldarinnar?
Kjarasamningur er ekki bara samningur um
laun, heldur líka vinnutfma, orlof, aðbúnað og
hollustuhætti, matar- og kaffitíma, veikindarétt,
slysatryggingar vegna vinnuslysa, dánarbætur,
uppsagnarfrest o.fl. ofl. Náðu þér í allar
upplýsingar hjá stéttarfélaginu þfnu ef þú ert
ekki viss. Spurðu og spurðu.....
17