Vera - 01.10.2000, Qupperneq 22

Vera - 01.10.2000, Qupperneq 22
9 Hvað stendur á launaseðlinum þínum? Hvar sérðu þig fyrir þér í framtíðinni á vinnu- markaði? Ég legg aðaláherslu á að vera f starfi sem er krefjandi og þar sem ég hef möguleika á því að vaxa, dafna og læra eitthvað nýtt. Hvað ætiaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ýmislegt en ekki viðskiptafræðingur. Starfsábyrgð og skyldur: Að meta verð félaga, ýmis upplýsingagjöf innan og utan fyrirtækisins um markaðinn. Önnur tilfallandi verkefni. Hvað finnst þér skemmtilegast við starfið? Starfið er mjög fjölbreytt og þar sem verðbréfamarkaðurinn hér er mjög ungur er hröð og mikil þróun í gangi. Einnig finnst mér mjög skemmtilegt að starfinu fylgir að maður þarf að fylgjast vel með því sem gerist í efnahagslífinu og þjóðlífinu almennt. T.a.m. erum við að fylgjast með þróun kjaramála, veiðum og þróun olíuverðs á heimsmarkaði. Svo er samstarfsfólkið að sjálfsögðu alveg frábært. Hvað finnst þér leiðinlegast? Að komast ekki yfir allar þær upplýsingar og fagbækur sem mig langar að lesa. Réttindi og fríðindi sem fylgja starfinu: Kaupþing á sumarbústað sem ég hef farið f eina viku á ári og tjaidvagna sem eru leigðir út. Einnig fáum við íþróttastyrk og fyrirtækið hefur samið um afslætti hjá nokkrum fyrirtækjum. Skammarlega lág laun Nafn: Valgerður )óna Oddsdóttir Aldur: 31 árs Menntun: Leikskóiakennari Starf: Deildarstjóri og aðstoðarleikskólastjóri Vinnustaður: Leikskólinn Fálkaborg Starfsaldur: 7 ár Laun: Dagvinnulaun 115.804 kr. Útborgað með yfirvinnu u.þ.b. 100.000 kr. Yfirvinna: Að meðaltali 10 tfmar á mánuði fyrir fundi og skólanámskrárgerð. Vinnutími: 8-16 Fjölskylduhagir: Gift og barnlaus Ertu ánægð með launin? Nei, þau eru skammarlega lág. Það er löngu kominn tími til viðhorfsbreytinga til þessara svokölluðu kvennastarfa! Hvað myndir þú telja að þú ættir að fá í laun? Töluvert hærri laun, ég væri sátt við 200 þúsund á mánuði fyrir dagvinnu. Ég á að baki þriggja ára nám á háskólastigi, þar að auki er mikil ábyrgð að vera leik- skólakennari þó ekki sé verið að handfjatla peninga. Hvar sérðu þig fyrir þér í framtíðinni á vinnumark- aði? í vel launaðri vinnu við mitt fag. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Listamaður var nú alltaf á listanum, líka hjúkrunarkona og búðarkona Starfsábyrgð og skyldur: Starfið er fólgið í þvf að sinna og bera ábyrgð á velferð þeirra barna sem á deildinni eru, efla alhliða þroska þeirra. Gerð skólanámskrár, áætlanagerð og mat á leikskóia- starfinu í heild. Foreldrasamvinna, sem felst meðal annars í þvf að veita ráðgjöf og foreldraviðtöl. Samvinna við sérfræðinga og ráðgjafa . Leiðbeining og rágjöf til starfsmanna. Sem aðstoðarleikskólastjóri er ég staðgengill leikskólastjóra. Hvað finnst þér skemmtilegast við starfið? Það er fjölbreytt og það er gefandi að vinna með börnunum. Hvað finnst þér leiðinlegast? Ef upp koma erfiðleikar. Réttindi og fríðindi sem fylgja starfinu: Frír matur á vinnutíma, borðað með börnunum (ekki farið í mötuneyti og borðað í næði eins og algengast er á vinnustöðum). Niðurgreitt árskort í líkamsræktarstöð kr. 7000 á ári. Niðurgreidd dagvistargjöld fyrir börn starfsmanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.