Vera - 01.10.2000, Blaðsíða 27
Jafnréttisviðurkenning Jafnréttisráös 2000
24. okt.
raunar karla líka - ef til þess kæmi.
Lögin um lafnlaunaráð voru síðan
ásamt eldri lögum um jafnan rétt
kvenna og karla, sem fyrir voru, sett
undir eitt heiti: Jafnréttisráð.
Klámiðnaður og kynferðisofbeldi
gegn börnum eru nágrannar. Hvort
tveggja er ofbeldi og kúgun. Af
hverju þykir klám jafnnauðsynlegt
skemmtiatriði nú til dags sem raun
þer vitni? Er ekki þörf á að ræða
þetta ekki síður en önnur umhverf-
ismál?
Bjarnfríður Leósdóttir
Verkalýðsforingi frá Akranesi.
Ein af stofnendum Samtaka
kvenna á vinnumarkaði.
Ég ólst upp við hefðbundna
verkaskiptingu kynjanna - mamma
hugsaði um heimilið, pabbi skaff-
aði. Við systurnar hjálpuðum tii
heima, bræður okkar snertu aldrei
á neinu innandyra, bara léku sér.
Þegar ég var f Samvinnuskólanum
ræddi skólastjórinn, Jónas Jónsson,
við okkur um framtíðina og áminnti
okkur um að verða öll samvinnu-
menn. Við ættum öll að verða
kaupfélagsstjórar - þ.e. drengirnar.
En stúlkurnar? Jú, við ættum
auðvitað að verða kaupfélags-
stjórafrúr! Sjálfsmynd mín byggðist
algjörlega upp á þvf að verða
eiginkona og móðir og að ráði
foreldra minna fór ég í hús-
mæðraskóla. Ég giftist, stofnaði
heimili og eignaðist fjögur börn á
átta árum. Við fórum að byggja hús
en áttum litla peninga. Ég fór því
að vinna í síld og fljótlega hófst
verkalýðsbaráttan sem mér finnst
hafa staðið sleitulaust sfðan. Hún
byrjaði með ólöglegu verkfalli
þegar átti að svíkja okkur um
kauphækkun sem sömu síldarsalt-
endur höfðu samið um fyrir
norðan. Konurnar höfðu miklu
lægra kaup en karlarnir og
bónuskerfið hélt launum þeirra
niðri. Eftir þvf sem þær unnu
hraðar, var bónusinn lækkaður. Ég
hygg að bónusinn eigi stóran hlut
að þeim lágu taxtalaunum sem
verkafólk býr nú við í landinu.
„Friður byggist á réttlæti og réttlæti
er forsenda friðar." Víða blasir
óréttlætið við og þó að lítið ávinn-
ist fylgir sú kennd mér að ég finn
ekki frið í sálu minni nema að reyna
í orði og verki að leggja örlítið að
mörkum á vogarskálar minna
gömlu hugsjóna.
Borgarfulltrúi og þingkona
Kvennaframboðs og Kvennalista.
Borgarstjóri síðan 1994.
Ég veit það satt að segja ekki. Það
voru eflaust margir samverkandi
þættir og magnaðist stig af stigi
eftir því sem ég eltist og vitkaðist.
Ég var þó snemma kvennapólitfsk
og var staðráðin í þvf þegar sem
barn að gefa ekki minn hlut eftir
gagnvart strákunum. Ég var líka
snemma ákveðin í því að „verða
eitthvað" og fannst mér allir vegir
færir. Síðar rakst ég ýmsar hindr-
anir smíðaðar úr fordómum og
fyrirframgefnum kynhlutverkum og
þá var ekki um annað að ræða en
að reyna að ryðja þeim úr vegi.
Menntaskólaárin höfðu talsverð
áhrif á mig vegna þess að mér
fannst karlamórall og hefðir setja
mjög mark sitt á skólann og fann
mér aldrei samastað í þeirri stofn-
un af þeim sökum. í háskólanum
stjórnaði ég svo stúdentaráði, sem
var stundum eins og baulandi
karlakór, og það gerði útslagið. Þá
ákvað ég að ganga til liðs við
Rauðsokkahreyfinguna.
Brýnast er að vinna að almennri
viðhorfsbreytingu gagnvart hefð-
bundnum kvennastörfum þannig
að uppeldis- og umönnunarstörf
verði metin að verðleikum áður en
langt um líður. Þessari viðhorfs-
breytingu ætti að fylgja aukin
áhersla á að meta verðleika ráð-
andi karla/kvenna eftir því hvort
þau eru þess umkomin að umgang-
ast aðra á jafnréttisgrundvelli en
ekki undir blaktandi fána valdboðs
og valdbeitingar.
Helga Kress
Prófessor í almennri bók-
menntafræði. Varð fyrst kvenna
deiidarforseti við Háskóla
íslands þegar hún var skipuð
forseti heimspekideildar 1997.
Ég fæddist femínisti.
Tungumálinu, það er það sem
mótar vitund okkar og hugmyndir.
Þöggun kvenna í tungumáli er
tvfþætt, annars vegar er ekki á þær
hlustað, hins vegar eru þær þar
ósýnilegar. f tungumálinu, eða rétt-
ara sagt beitingu þess, er mann-
kynið karlkyns.