Vera - 01.10.2000, Qupperneq 28

Vera - 01.10.2000, Qupperneq 28
Viðtal: Erla Hulda Halldórsdóttir Markm ið mitt er að láta gOtf af mér leiða Asdfs Halla Bragadóttir tók við stöðu bæjarstjóra Garðabæjar 12. október sl. Ráðning hennar vakti talsverða athygli enda um unga konu að ræða auk jaess sem minnihluti bæjarstjórnar taldi að um pólitíska ráðningu væri að ræða. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ásdís vekur athygli því hún hefur áður gegnt ábyrgðarstöðum og verið áberandi í stjórnmálum. Ég spyrÁsdísi hvað hafi mótað hana sem einstaki- ing, haft áhrif á lífsskoðun hennar og pólitísk viðhorf: „Eitt af þvf sem stendur uppúr er það að viðhorf for- eldra minna hafi mótað mig talsvert og leitt til þess að trú mín á einstaklinginn er mikil. Þau ólust þæði upp við fátækt og hvorugt þeirra hjá foreldrum sínum, mamma þvældist til dæmis á milli fóstur- og barna- heimila. Ég var mjög ung þegar þau kenndu mér að það væri ekkert fast í hendi nema eigið sjálfstraust og trúin á það að maður kæmist aldrei lengra en maður setti sér mark. Þau ólu mig upp í því að taka áhættu, vera ekki hrædd við óvissu og hafa trú á því að ég gæti það sem mig langaði að gera. Ég hafði strax sem lítil stelpa mikið sjálfstraust, sumum fannst það of mikið." Þegar Ásdfs horfir til baka finnst henni að þær systur- nar hafi jafnvel fengið þetta uppeldi í ríkara mæli en bræður hennar og að þeir hafi átt sinn þátt í uppeld- inu. Annað mikilvægt atriði sem hún nefnir eru flut- ningarnir. „Það þurfti talsverða aðlögunarhæfileika til að lifa af í nýju umhverfi. Það leiddi líka til þess að ég sá að það var ekki allt eins, að það væri mismunur á fólki, umhverfi og skólum. Þannig áttaði ég mig á því að mismunandi stjórnunarhættir og pólitík hefðu áhrif á líðan fólksins í samfélaginu." Ásdís rifjar upp að í grunnskólanum í Ólafsvík hafi verið samkeppni um að ná sem bestum árangri og þau sem stóðu sig vel fengu umbun fyrir erfiði sitt. f Svíþjóð voru próf hins vegar bönnuð þar sem ekki þótti gott að ala á samkeppni meðal barnanna. Hún segist hafa séð kostina og gall- ana við þetta og stundum leitt hugann að því hvers vegna þetta væri svona þarna en öðru vfsi annars- staðar. Hún var því mjög ung þegar hún áttaði sig á því „að það voru bara ákvarðanir mannanna sem leiddu til þess að hlutirnir voru ólíkir." Kjör Vigdísar og Kvennalistinn Ég spyr Ásdísi um áhrifin af framgangi kvenna við upphaf níunda áratugarins, kjör Vigdfsar, Kvenna- framboð og Kvennalistann. Hvort framgangur þeirra hafi haft hvetjandi áhrif á hana og ýtt undir áhuga hennar á pólitík og jafnréttismálum. „Ég var 12 ára þegar Vigdís var kjörin forseti. Þá þegar var ég orðin sjálfstæðismaður og ég vissi að ég átti að halda með Albert Guðmundssyni og gerði mér grein fyrir að ef ég ætti að vera trú mínum flokki hefði ég ekkert hátt um annað. Ég pældi töluvert í þessu af því að mér leið ekkert vel með þetta. Innst inni hélt ég með Vigdísi." Þegar Vigdfs stóð uppi sem sigurvegari fylltist Ásdís Halla ánægju og stolti og fannst sigurinn vísbending um aukna möguleika kvenna. „En síðan kemur 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.