Vera - 01.10.2000, Blaðsíða 36

Vera - 01.10.2000, Blaðsíða 36
ra ofan í moldinni er námskeið um jafnréttismál fyrir forstöðumenn ríkisstofnana. í nýju jafnréttislögunum er kveðið á um að öll ráðuneyti skuli skipa jafnréttisfulItrúa. Ekki verður ráðið sérstaklega í þær stöður og því er mikil- vægt að komið verði á fræðslu fyrir það fólk sem tekur þetta að sér. Ég vil að búið verði til eins konar nám sem byggist á nokkrum dagsnámskeiðum en erannars samþætt daglegu starfi og að þetta fólk myndi sam- starfshóp svo hægt sé að samræma þá jafnréttis- vinnu sem unnin verður innan ráðuneytanna. Eitt af verkefnum slfks hóps gæti verið að starfa með nefnd sem kanna á hvort og með hvaða hætti opin- ber stefnumótun ríkis- stjórnarinnar taki mið af jafnrétti kynja en nefndin, sem er skipuð samkvæmt framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar, er um það bil að taka til starfa. Annað stórt verkefni er að aðstoða fyrirtæki við gerð jafnréttisáætlunar, en öll fyrirtæki landsins sem hafa fleiri en 25 starfsmenn, eiga að gera slíka áætlun samkvæmt nýju jafnréttislögunum. Samkvæmt opin- berum tölum eru mörg hundruð fyrirtæki af þessari stærð og því nóg verk að vinna. Ég tel ekki að lafnréttisstofa eigi að sjá um þessa fræðslu ein heldur vera í samvinnu við þau sem sjá um almenna ráðgjöf við fyrirtæki, t.d. Samtök atvinnulffsins og atvinnu- og iðnþróunarráðgjafa sveitarfélaga. Við munum útbúa námskeið og leggja til námsefni, en þegar er til alls kyns efni, handbækur sem tengjast starfsmannastefnu o.fl. sem þarf til að búa til jafnréttisáætlun." Þegar Valgerður lítur til þess sem er að gerast erlendis í jafnréttismálum segir hún að sér hugnist vel þær áherslur sem lagðar eru hjá Norrænu ráðherra- nefndinni og í Evrópusamstarfinu. Hún segist vilja leggja svipaðar áherslur. „í fyrsta lagi er það sem nefnt hefur verið samþætting eða fléttun jafnréttis- og kynja- sjónarmiða í allt starf. Norræna ráðherra- nefndin hefur unnið að slíkri fléttun í æskulýðs- málum og vinnu- markaðsmálum og er nú að bæta fjárlagaramm- anum við. Annar mála- flokkur er vinna gegn ofbeldi og sölu á konum. Á vegum Evrópuráðsins er verk- efni eða áætlun sem um hefur verið stofnaður sjóður, Daphne áætlun- in, til að styðja þau sem vilja vinna að þessum málum. ísland er aðili að þessu verkefni Ég tel að þessi áætlun gefi mikla möguleika en verkefni hennar er líka að vinna gegn ofbeldi á börnum. Samstarf verður við Barnaverndarstofu o.fl. um framkvæmdina hérlendis. Þriðja áhersluatriðið er málefni karla þar sem m.a. á að styðja karla til umönnunarstarfa, vinna með körlum sem vilja vinna með sína ofbeldishegðun, og sinna forvörnum með fræðslu til drengja. Fjórði flokkurinn er svo það sem hér hefur verið kallað Hið gullna jafn- vægi, þ.e. fjölskyldustefna fyrirtækja, sveigjanleiki á vinnumarkaði sem tengist líka launamálum kvenna og að jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækjanna. Að lokum frh. á bls. 42 „Ég vil rannsaka hvað hefur áhrif á viðhorf okkar og mynd okkar af heiminum, og þar með sjálfmynd okkar, og viðheldur mismunun kynjanna. Ég er þar m.a. að hugsa um tungumálið en íslenskan er afar kyngreint og karllægt tungumál og mótar viðhorf okkar og sjálfsmynd ómeðvitað." Nýtt Jafnréttisráð Elín R. Líndal - formaður - tilnefnd af félagsmálaráðuneyti Þórhallur Vilhjálmsson - varaformaður - tilnefndur af fjármálaráðuneyti Gunnar Páll Pálsson - tilnefndur af Alþýðusambandi íslands Þórveig Þormóðsdóttir - tilnefnd af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja Guðni Elísson - tilnefndur af Háskóla íslands Helga V. Rósantsdóttir - tilnefnd af Kvenfélagasambandi Islands Þorbjörg Inga Jónsdóttir - tilnefnd af Kvenréttindafélaginu Sigurður Jóhannesson - tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins Sigrún Stefánsdóttir - tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga Birkir Jón Jónsson Einar Olafsson Ellen Ingvadóttir Ragnheiður E. Árnadóttir Guðný Guðbjörnsdóttir Hrafnhildur Stefánsdóttir Þórunn Sveinbjörnsdóttir Helga Ólöf Finnbogadóttir Kjartan Magnússon - 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.