Vera - 01.10.2000, Blaðsíða 53

Vera - 01.10.2000, Blaðsíða 53
Viðtöl: Auður Aðalsteinsdóttir ATHAFNAKONUR Gefandi að eiga samskipti við leranai kon ur Rætt við ÞorbjörguDaníelsdótttur í Man Það er óhætt að segja að Þorbjörg Daníelsdóttir hafi verið komin af léttasta skeiði þegar hún tók þá ákvörðun að fara út í sjálfstæðan atvinnurekstur. Hún var orðin 58 ára gömui þegar hún stofnaði verslunina Man ásamt annarri konu á svipuðum aidri. Þær fengu húsnæði á Hverfisgötu 108 sem verið hafði ónotað um nokkurn tíma og var í slæmu standi. Þar opnuðu þær samt kven- fataverslun í nóvember 1996 og nú fjórum árum síðar er verslunin fiutt í mun stærra húsnæði á Skólavörðustíg 14 með listsýningarsal í kjailara sem tengist búðinni og Þorbjörg segir að bjart sé framundan. Vildi ekki láta ýta sér út af vinnu- markaðnum „Ég var orðin 58 ára gömul og hafði unnið við ýmislegt, auk þess að hafa farið í öldungadeild og lokið BA námi í dönsku og ensku frá Háskóla íslands. Eftir háskólaprófið fékk ég góða vinnu sem veitti mér margvíslega reynslu en þar kom samt að ég ákvað að breyta til í trausti þess að ég fengi auðveldlega annað áhugavert starf. En raunin varð önnur. Á þessum tíma var samdráttur í atvinnu- og efnahagslífinu og eins og alltaf þá bitnaði það mest á konum og konur yfir fert- ugt áttu bara erfitt með að fá vinnu. Ég var gott betur en það, svo hvað var til ráða? Ég var ekki sátt við að láta ýta mér út af vinnumarkaði, löngu áður en ég var tilbúin, svo að í stað þess að setja mig ítrekað undir mæliker annarra ákvað ég að láta á reyna hvað ég gæti gert sjálf. Svo einn daginn þegar ég var á leiðinni heim úr bænum og stoppaði á Ijósunum á Hverfisgötu og Snorrabraut og varð litið á þennan ljóta glugga á þessu húsnæði sem einu sinni hafði verið bílskúr tengdaföður míns en var nú í minni eigu og mannsins míns. Ég ákvað þarna sem ég beið á ljósunum að gera eitthvað við þetta pláss. Það lá einhvern veginn beinast við að það hefði með fatnað að gera. Ég hafði unnið við verslunar- og skrifstofustörf og ég hafði líka saumað mikið um dagana. Ég hafði lært að taka mál og gera snið og ég vissi að ég hafði ágæta þekkingu á efnum og saumaskap. Ég kunni að gera greinarmun á vönduðum frágangi og óvönduðum. Ég vildi gjarnan fá aðra konu með svo ég þar hugmyndina upp við konu sem ég vissi að var í svipuðum sporum, þ.e. langaði að breyta til. Hún heitir lóhanna Þorkelsdóttir og hún átti hugmyndina að nafninu Man, sem ég er svo ánægð með. Við stofnuðum búðina og nú eru fjögur ár síðan. Samstarfið entist ekki lengi, aðeins í tæpt ár, þá höfðu aðstæður breyst hjá henni. Síðan hef ég verið ein með búðina en hef núna tvær mjög góðar samstarfskonur." Kunni að bjóða góðan daginn... Þorbjörg segir að það hafi verið mjög erfitt í byrjun. „Þótt ég hafi unnið við verslun og afgreiðslustörf áður þá var ég mjög lítið inni í tískuheiminum í sjálfu sér. Mér fannst ég því frekar reynslulítil, það eina sem ég var viss um að kunna var að bjóða góðan dag og vera almennileg. Konurnar í Stórum stelpum, búðinni beint á móti við Hverfisgötuna, voru okkur betri en engar. Þær gáfu okkur ýmis góð ráð og leiðbeiningar. Þetta er nú einu sinni heimur út af fyrir sig, þessi tískuheimur, og það tekur tíma að fóta sig. Ég lærði svo smám saman af reynslunni og af umgengni við gott fólk, þæði heima og líka þar sem ég gerði mín innkaup. Ég hef verið einstaklega heppin með það fólk sem ég hef átt viðskipti við, mína birgja, eins og það heitir." Auður í reynslu kvenna „Við ákváðum strax í byrjun að leggja áherslu á vand- aðan prjónafatnað. Það var sú hilla sem mér fannst einna mest rýmið á og við höfum verið að auka það úrval stöðugt sfðan. Markhópurinn er konur allt frá 25 ára aldri. Við erum ekki með táningaföt heldur vand- aðan, klassískan fatnað." Þorbjörg fór á Brautar- gengisnámskeið þegar hún var að byrja með búðina sína og segir hún ekki vanþörf á slíkum námskeiðum til að hvetja konur og örva til dáða. „Það býr svo mikill auður í konum sem komnar eru á miðjan aldur. Þær búa yfir margvíslegri reynslu og mikilli orku. Þetta er auður sem virkilega er þess virði að nýta og það getur ekki verið annað en þjóðfélaginu í heild til hagsbóta. Fyrir utan hvað það gerir fyrir konur sem fá ný tækifæri til að njóta sín í starfi. Mér finnst það sem ég er að fást við mjög skemmtilegt. Það er gaman að eiga sam- skipti við konur og mér finnst það ákaflega gefandi. Jafnvel þótt maður tali ekki mikið við viðskiptavinina myndast oft náin tengsl við það að maður aðstoðar manneskju við að finna sér föt sem hún er ánægð með og finnur sig í. Það er svo persónulegt, hver einasta manneskja hefur sína útgeislun, smekk og þarfir og það eru þessi einstaklingssamskipti sem mér finnast svo skemmtileg og áhugaverð," segir Þorbjörg að lokum. Guörún Magnúsdóttir afgreiðslukona og Þorbjörg 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.