Vera - 01.10.2000, Síða 54

Vera - 01.10.2000, Síða 54
Nýr feminismi fyrir ungar konur þetta aldrei artur! Aldrei! Hun er þaö tallegasta sem þú átt, þetta er niðurlægjandi fyrir þitt eigið kyn. Segðu pungur í staðinn!" Píkutorfan er bók sem hefur skapað nýjan feminisma fyrir ungar konur á Norðurlöndunum. Bókin saman- stendur af 19 sjálfstæðum greinum þar sem ungar konur fjalla á opinskáan hátt um líf sitt. Raddir ungra kvenna hafa hingað til ekki verið áberandi en í Píkutorfunni er samfélagsgagnrýni sem byggirá persónulegri reynslu sem við allar getum funndið okkur í. Reynsla sem þarf að tala um og fjalla um á gagn- rýninn hátt til þess að við gerum okkur grein fyrir að allt er ekki eins og það ætti að vera. Paula: „Það væri gaman ef kvenleikinn innihéldi eitt- hvað meira en bara þessa gömlu, góðu tuggu. ímynd- aðu þér að það væri kvenlegt að hafa risastórar nasir með fulft af útstandandi hárum. ímyndaðu þér að það væri öruggt merki um kvenleika að geta hoppað jafn- fætis og prumpað samtímis?" Linna: „Þegar fieiri stelpur í bekknum höfðu fengið brjóst varð potið að sjálfsögðum hlut. Þeir gripu fast, klíptu og snertu, við héldum niðri í okkur andanum og sögðum að þeir væru barnalegir meðan við fundum svo mikið til að við vorum við það að falla í yfirlið." Aysegul: „Að vera kona er er að ganga í of litlum skóm. Að vera feministi er að skilja ástæðuna fyrir því og fræða aðra um að það eru ekki fæturnir sem eru of stórir heldur skórnir sem eru of litlir." Karin: „Það er hægt að líta á það sem aðferð til að lifa af að þroska með sér eiginleikann til að sjá sjálfa sig utanfrá og hæfileikann tii að neita sér um frumþarfir eins og mat og svefn í von um að falia betur inn í hópinn og verða grennri og sætari. Hvernig ættum við annars að túkla þann boðskap sem haldið er að okkur úr öllum áttum?" Karolina: „Einn iaugardaginn datt ég f stofunni og sagði óvart „ái, píka" í staðinn fyrir andskotinn eða helvíti. Hún (mamma) birtist eins og þruma úr 54 Ann-Linn: „Svo fyrir utan það, ef einhver heldur áfram að kalla ykkur druslur þurfið þið ekki að sanna það gagnstæða. Því þeir kalla ykkur ekki druslur vegna þess að þið eruð það, þeir kalla ykkur druslur til þess að geta stjórnað því hvernig ykkur líður." Liv-Marit: „f gaggó lét ég mig dreyma, sat og hugsaði um töff setningar sem ég myndi segja í viðtölum þegar ég yrði fræg. Ég reyndi að safna nokkrum vinkonum mínum saman í hljómsveit en það gekk ekki vegna áhugaleysis þeirra á því en miklum áhuga á strákum og snyrtidóti." Belinda: „Það sem ég er að reyna að segja er að ævin- týrið um Öskubusku er ömurlegt. Hún hefði frekar átt að sleppa ballinu og verða iögfræðingur því þá hefði hún getað kært stjúpmömmu sína fyrir að fara illa með hana." Ef þetta segir ekki það sem segja þarf, lestu þá bara bókina. Bókakápa Píkutorfunnar Hugrún R. Hjaltadóttir og Þóra Þorsteinsdóttir

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.