Vera - 01.10.2000, Blaðsíða 66

Vera - 01.10.2000, Blaðsíða 66
BÆKUR Úlfhildur Dagsdóttir og Roald Eyvindsson ar er að hennar eigin vali, en hún hætti að tala eftir að hafa misst annan son sinn í vöggudauða. Amman hefur í málleysi sínu hörf- að inn í eigin heim, ímyndaðan heim ævintýra, drauma og fantasfu og hún dregur sonardótturina með sér þangað og hefur með því varan- leg áhrif á iíf hennar. Þessi heimur er borinn uppi af tónlist, tónlist Tchaikovskys, nánar tiltekið, en tónlist hans hljómar í gegnum alla söguna og hefur djúp áhrif á þær nöfnur, líf þeirra og tilveru alla. Að auki byggir dagdrauma- heiminn ósýnileg vinkona ömm- unnar sem er ímynduð amma tón- skáldsins og saman iðka þær vin- konurnar ýmsa kvennagaldra. Meðal annars safna þær úrklippum um konur í vaida- og áhrifastöðum, og kennir þar ýmissa grasa, því vinkonurnar dá allar valdakonur, án þess að leggja á þær annað gildis- mat en það að áhrifakona hlýtur að vera góð kona. Þannig eru t.d. Hóff, Margaret Thatcher og Vigdís Finnbogadóttir lagðar að jöfnu. í þessu felst áhugaverð pæling um stöðu femínisma og kvenna í valdastöðum; sérstaklega með til- liti til upplausnar kvennalistans hér á landi og hinu almenna bakklassi gegn konum og kynjafræðum sem gert hefur vart við sig víða erlendis. Hvað gera konur þegar þær hafa völd? Hvernig nýta þær þau og eru völd kvenna endiiega konum til góða? Og er vald kvenna þaggað eins og amman er mállaus? Eða á vald kvenna að felast í þessari þögn? Þessar stóru pólitísku spurningu speglar Vigdís svo í samskiptum þeirra Linda þarsem óhætt er að segja að vald ömmunnar yfir stúlk- unni er í hæsta máta varhugavert. í lokin hendir amman úrklippu- möppunni og lýsir frati á allar þess- ar valdakonur, að boði vinkonunnar sem skyndilega færir henni þær fréttir að þær hafi aldrei gert neitt fyrir ömmuna. Þetta kemur of skyndilega og hverfur inn í loka- dramað, og hefði þurft meiri úrvinnslu til að ná krafti, á kona þá að lesa út úr þessu að annaðhvort taki hún allt eða ekkert? Annað- hvort samþykki ég að völd kvenna séu skilyrðislaust góð, hvort sem f hlut á barbídúkkufegurð, hörð íhaldsstefna eða menningarlegur velvilji, eða þá að konum beri að afsala sérvöldum, þau séu ekki við þeirra hæfi. Þarna er farið of hratt yfir sem er óþægilegt að því leyti að almennt séð er textinn of fullur málaleng- inga og hefði að ósekju mátt stytta söguna allnokkuð. Beiting tungu- málsins fannst mér ekki eins heill- andi og hún er í bestu textum Vigdísar, Kaldaljósi og Grandavegi 7, textinn bauð ekki upp á sömu uppljómandi augnablik tungumáls- nautnar. En sjálf heimasköpunin er vel heppnuð og ber söguna uppi og vissulega er þessi saga af þögn, tónlist, konum og valdi eftirminni- leg og umhugsunarverð. Úlffiildur Dagsdóttir Þessi dómur var uppfiaflega fluttur í útvarpsþœttinum Víðsjá á Rás 1. Úr sálarfylgsnum hvunndagsfólks Fyrírlestur um fiamingjuna eftir Guðránu Evu Mínervudóttur Bjartur 2000 - Skáldsaga Fyrirlestur um fiamingjuna, eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur, fjallar um hversdagsleikann og tilbrigði hans. Sagan fylgir lítilli fjölskyldu í Reykjavík allt frá 6. áratug 20. aldar fram til ársins 2007. Aðalpersónur verksins eru þrjár: Fjölskyldufaðir- inn Haraldur, dóttir hans Margrét og sonur hennar Haraldur. í fyrri hluta bókarinnar er at- burðarásin séð frá sjónarhóli Haraldar eldri, fyrst sem lítils drengs sem býr hjá Margréti fóst- urömmu sinni og sfðan þegar hann er orðinn kvæntur maður, faðir og jarðfræðikennari. Um miðja söguna færist sjónarhornið frá honum yfir á dóttur hans Margréti. Með ógæfumanninum jónasi eignast hún soninn Harald og þar með er ákveðinni hringrás í sögunni náð. Sjónarhornið færist síðan yfir á Harald yngri þegar hann er orðinn sjö ára en sögur afa hans og móður hefjast líka á sama aidri. Höfundur byggir söguheim verksins í kringum matargerð og eldhús, annað hvort Margrétar eldri eða yngri. En þessi hefðbundni „heimur kvenna" er f raun afbyggður í sögunni, tekinn út úr sínu venju- lega samhengi. Þvert ofan í hefðina er Haraldur eldri vfgður inn í þenn- an „furðuheim" sem ku hafa verið körlum hulin ráðgáta, a.m.k. fram að þessu. Hann nemur matargerð af ömmu sinni og matreiðir síðar ofan í dóttur sína. En kynhlutverk og kyngervi Haraldar er ekki bara óvenjulegt hvað þetta varðar. Segja má að hann gegni að flestu leyti hlutverki „konunnar" f hjónabandi sínu, a.m.k. eins og menn hafa oft (rang- lega) ímyndað sér það. Ekki er nóg með að ást hans á Margréti yngri birtist í matargerð heldur lætur hann eftir kenjum hennar í hví- vetna. Hann hefur stöðugar áhyggj- ur af henni og heldur dagbók yfir það sem hann kallar annarlega hegðun hennar sem er í raun ósköp venjuleg og má aðallega rekja til geðsveiflna sem flestir foreldrar ættu að kannast við hjá 7 til 10 ára börnum. Haraldur er síðan hreinlega kvengerður þegar Margrét yngri rekst á hann úti á lífinu málaðan og í pallíettukjól í fylgd ástkonu sinn- ar. Þannig er snúið upp á hefð- bundnar skilgreiningar á kyngerv- um og hlutverkum hvors kyns um sig. Haraldur er veiklyndur maður, rétt eins og aðrar karlpersónur verksins hvort sem um ræðir Jón fisksala eða Jónas ástmann Margrétar yngri. Hann hefur til að bera skapgerðareinkenni sem hafa 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.