Vera - 01.10.2000, Qupperneq 68

Vera - 01.10.2000, Qupperneq 68
Roald Eyvindsson og Geir Svansson (aftur ranglega) verið tengd konum; s.s. tiifinningasemi og þjónustulund. Gagnstætt þessu einkennist hegðun flestra kvenpersóna af staðfestu og innri styrk. Þær virðast færar í flestan sjó og eru þegar upp er staðið stuðningur við karlana, eins og sést best af sambandi Margrétar yngri og jónasar sem er eiturlyfjafíkill. f sögunni má sjá ýmislegt sem minnir á skrif höfunda eins og Isabelle Allende, Gabriel Garcia- Marques og Salman Rushdie og því ekki laust við að töfraraunsæið svokallaða geri vart við sig. Getn- aður Margrétar yngri minnir t.d. á atvik í bók þess síðastnefnda, HiHsta andvarp márans, en í stað þess að elskendurnir njóti ásta um- kringdir ilmandi kryddsekkjum eru „einkalegustu líkamshlutar" þeirra sveipaðir pönnukökuilmi. Endurtekning mannanafna, sbr. Margrét eldri og yngri, Haraldur eldri og yngri og loks Jónasarnir þrír, minnir á Hundrað ára einsemd Garcia-Marques þar sem persónur heita oft sama nafni en tvöföld- uninni fylgir gjarnan ógæfa. Ekki ósvipaðrar forlagatrúar gætir í Fyrirlestri um hamingjuna eins og fram kemur þegar Margrét amma varar Harald (eldri) við því að kalla pottablóm í höfuðið á sjálfum sér en þá verði örlög hans og plöntunnar samofin. F yrirlestur um fiamingjuna er öðrum þræði rannsókn á sálarlífi mannsins. Skyggnst er inn í sálarfylgsni persóna og á sérlega áhrifaríkan hátt í upphafi sögunnar þar sem fylgst er með bernsku Haraldar eldri og er þetta í raun áhrifamesti hluti sögunnar; þar ristir persónusköpun dýpst enda lýsir höfundur væntingum og von- brigðum drengsins og ömmu hans með hvort tveggja kímni og alvöru. Þegar höfundur skilur við hinn unga Harald (eidri) og tekur aftur upp þráðinn þegar hann er orðinn ungur maður tekur við öllu einsleitari saga og persónur verða ekki eins lifandi og áhugaverðar. Það er í raun eftirsjá að hinum barnsunga Haraldi það sem eftir er sögunnar, einkum vegna þeirrar dýptar sem gætti í persónusköpun hans. Meðal annars vegna þessarar brotalamar má segja að seinni hluti sögunnar og niðurlagið upp- fylli ekki þau góðu fyrirheit sem upphafið gefur til kynna. Roald Eyvindsson "Aðeins hársbreidd frá því að fljúga" Sumarblús Fríða Á. Sigurðardóttur JPV Forlag 2000 - Smásögur Þótt sýndarveruleikann marg- tuggða beri á góma í Sumarblús Fríðu Á. Sigurðardóttureru umfjöll- unarefni þessa þriðja smásagna- safns höfundar af hefðbundnum toga. Sögurnar sex fjalla, svo maður grípi til klisjunnar, um ást- ina, lífið og dauðann; um mannlegt hlutskipti sem ekki verður umflúið með því að leita á náðir töivurýmis og sýndarverundar (ekki ennþá, eða í það minnsta ekki að öllu leyti). Samt sem áður fjalla sögurnar kannski fyrst og fremst um sýndar- veruleika; það er að segja, góðu gömlu gerðina af honum - skáld- skapinn. Skáldið í sögunum trúir því nefnilega að sögur og kvæði hafi áhrif á veruleikaskynið og að „allt sé hluti af sama veruleika, einnig sýndin," eins og sögukona kemst að orði í einni sögunni. Nútímatækni og tól fá ekki mikið pláss í sögunum og eru að ein- hverju leyti, en ekki öllu, andstæða skáldskapar. Sumarblús stendur því, eða tekur sér stöðu, að einhverju marki fyrir utan ógnarhraða sam- tímans og er, kannski eins og flestur skáldskapur, tilraun til að staldra við og hugleiða mennskuna. Frásagnarröddin í sögunum er Iátlaus, hugsi; mikið er um innra eintal og hugsanir um sígildar ástríður og tilfinningar. Og „niður- stöður" sagnanna, hvað mennsk- una varðar, eru auðvitað ekki nýstárlegar. Ekki svo að skilja að sögurnar séu fyrirsegjanlegar og kliskjukenndar. Þvert á móti; hér er sannur skáldskapur á ferðinni og útpældur texti sem nautn er að fylgja, eftir krókaleiðum höfundar, til söguloka sem eru, eins og f öllum góðum skáldskap, opin. Sögurnar í Sumarblús eru sjálf- stæðar en tengjast í gegnum sögu- vitund eða sögurödd sem er sú sama í þeim öllum, hvort sem sögumiðjan snýst um 3 ára stúlku- barn, 9 ára telpu, eða fullorðna konu. Allar fjalla sögurnar á einn eða annan hátt um tengsl manna á millum og þá einkum fjölskyldu- tengsl. Sögupersónur, og höfundur í verkinu, eru að leita að frum- tengslunum f lífi sfnu, tengslum sem eru týnd eða í það minnsta óljós. „Lífið er stanslaus missir" segir skáldkonan í síðustu sögunni og það er einmitt þessi missir sem leitin, skáldskapurinn, á að bæta fyrir. Leitin er því aðalyrkisefni bókarinnar og engin tilviljun að önnur sagan í bókinni heitir „Leit" en hún segir frá söknuði 3 ára stúlkubarns (á að giska) eftir móður sinni - fundurinn staðfestir jafnframt þann missi sem barnið verður óhjákvæmilega fyrir. Þótt umfjöllunarefni sagnanna sé kunnuglegt og nánast hvers- dagslegt er fjarri því að textinn sé klisjukenndur eða væminn. lafnvel í fyrstu sögunni og þeirri venjuleg- ustu í bókinni, sem segir frá heim- sókn á elliheimili, er ákaflega til- finningaríkum aðstæðum forðað frá tilfinningasemi með hnit- miðuðum texta. Söknuði, sorg og getuleysi mannsins andspænis tímanum, lífinu og dauðanum eru gerð skil með einlægni og fínlegum húmor. Stfllinn og textinn er hér, eins og í hinum sögunum, úthugsaður og fínpússaður. Höfundur Ieikur sér t.d. afar skemmtilega með liti og blóm sem vísa í senn til fegurðar og hverf- ulleika, hringrásar lífs og dauða. í öllum sögunum er undirliggj- andi húmor, visst sjálfsháð og hógværð. í „Leitinni" og „Fjallinu" standa barnið og stúlkan, mitt í söknuðinum, frammi fyrir ógnum á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.