Vera - 01.06.2001, Blaðsíða 9
Sundmenningin er einstök á íslandi. „Að fara í sund" felur
meira í sér en bara að synda og halda sér í formi. Sundstab-
ir eru félagsmiðstöÖvar þar sem fólk hittist, hlustar, spjallar og
eignast vini. Vera brá sér í sund og rabbaði við nokkrar kon-
ur sem eru á meðal þeirra tugþúsunda Islendinga sem ekki
geta hafiS daginn fyrr en að aflokinni sundferð.
Svanhvít
lokmm sundrerö. skj| strejtuna eftjr
Hef eignast marga ° ba!fk°num
oó*n vini í <r„nrli bre/tlSt ' er,9''
, _ x . ,, . Svanhvít Ingólfsdóttir (47),
Margret Guðmundsdottir lögreglufulltrúi í
(73), fyrrverandi domntari Rannsóknarlögreglunni
Sund,
meira en bara sund
Guðbjörg Ársælsdóttir (62),
deildarst|óri í
samgönguráðu ney ti n u
Foreldrar mínir þjáðust af gigt og
því fór ég að stunda hressingaleik-
fimi uppúr tvítugu til að sleppa við
þennan vágest. í 25 ár gekk ég
iafnframt í og úr vinnu um hálf-
tíma hvora leið. Uppúr fimmtugu
herjaði gigtin þó á mig og þá hætti
ég að geta notið gönguferðanna.
Því hef ég stundað Vesturbæjar-
•augina í ein 5 ár. Daglega syndi ég
300 metra áður en ég fer í vinnu,
við það hitnar líkaminn og ég
kemst í gott form. Um helgar dekra
ég meira við mig f lauginni, fer í
Pottana, eimbaðið, ligg f sólbaði
°g syndi einstaka ferð ef ég nenni.
Þegar ég vakna á morgnana er lík-
aminn stirður og þvf er afskaplega
gott að smeygja sér f vatnið áður
en vinnudagur hefst.
Myndir: Gréta
Líkamlega er ég vel á mig komin
og þakka það m.a. sundinu. Ég hef
farið í sund reglulega í rúm 25 ár.
Sundhöllin í Hafnarfirði var minn
staður í mörg ár en þegar Suður-
bæjarlaugin hér í Hafnarfirði var
opnuð flutti ég mig yfir. Mér fannst
erfitt að kveðja vini mína í Sund-
höllinni og í nokkra mánuði fór ég
í sund til skiptis á báðum stöðum.
Nú hef ég eignast góða vini hér í
Suðurbæjarlauginni. Við köllum
okkur í gamni nektarklúbbinn. Ég
fer um níuleytið á hverjum morgni
og við kvennahópurinn nýtum okk-
ur alltaf útiklefana, hvernig sem
viðrar. Ég bjó í Bretlandi fyrir
nokkrum árum og stundaði ég
einnig sundið þar. í fyrsta skipti
sem ég fór f sund þar afklæddi ég
mig í búningsklefanum af
íslenskum sið, strunsaði í sturtu-
klefann og mætti þar bæði körlum
og konum! Sundlaugarmenningin
er jú misjöfn eftir löndum. Ég
syndi að jafnaði 300 - 500 metra á
hverjum degi. Eftir það slappa ég
af f heita pottinum. Þar eru alltaf
skemmtilegar umræður um allt
milli himins og jarðar.
Ég hef stundað sund frá því að ég
man eftir mér. Henti mér útí, ó-
synd og fékk leiðsögn frá föður
mínum, síðar kom skólasundið. Ég
sæki bestu laug í heimi, Sundlaug
Kópavogs, a.m.k. þrjá daga vikunn-
ar og oft um helgar. Þarna hef ég
eignast góða félaga og ekki má
gleyma andaparinu okkar sem
einnig eru fastagestir f lauginni.
Það er ekki að ósekju að ég kalla
Pétur Sveinsson, sundlaugarvörð
„föður andanna" þar sem hann er í
sífellu að laumast til að gefa þeim
hjónum brauð. Sonur minn, Örvar
Blær, kemur oft með og hefur
mjög gaman af. Iðulega fer ég eftir
vinnu og syndi 400 metra. Þannig
næ ég að slaka á eftir erilsaman
vinnudag. Ég skil streituna eftir á
bakkanum og breytist í engil! Þeg-
ar ég bjó í Noregi saknaði ég mest
af öllu að komast ekki í laugina.
Það er ekkert sem kemur f staðinn
fyrir sundmenninguna á íslandi. í
hádeginu á miðvikudögum hitt-
umst við nokkrar konur alltaf í
lauginni en við leyfum einum karli
að fljóta með - hann er svo mjúk-
ur, blessaður.
V
Margrét
Jóna Fanney Friðriksdóltir