Vera


Vera - 01.06.2001, Blaðsíða 54

Vera - 01.06.2001, Blaðsíða 54
Ég skal strax játa að ég er genetískt gölluð. Það hefur nefnilega aldrei hvarflað a5 mér aö gifta mig. Mig hefur aldrei dreymt, í vöku eða svefni, um giftingarveislu eÖa brúðarkjól eða prentaðar servíettur. Ekki einu sinni um brúðguma. Miðað við hvað ég sé í kringum mig virðist þetta vera hinn merkilegasti galli; joetta að langa ekki til að gifta mig. Eftir öllu að dæma er það æðsti draumur hverrar stúlku, frá barnsaldri, að ganga upp að altarinu í hvítum kjól. Og þegar rétti maðurinn er fundinn og hann hefur borið upp bónorðið (plan B er að biðja hans) þá hefst hinn langi og strangi undirbúningur fyrir brúðkaupið, lágmarksundirbúningstími er eitt ár. Þegar gengið er inn í stórar bókaverslanir, eins og Mál og Menningu og Eymundsson, eru brúðarblöð áber- andi í tímaritarekkanum. Það er kannski ekki f frásög- ur færandi nema fyrir það að það eru átta titlar í boði. ÁTTA! Hvernig stendur á því að átta tímarit um þetta efni seljast á íslandi? Þegar ég trftlaði mér í Ey- mundsson og keypti eitt af hverju, spurði ég hvort það væri mikil sala í þeim. Svarið var að þau seldust ekki mikið á þessum árstíma (í mars) en svo tæki sal- an kipp á vorin. Og nú er ég búin að sitja kvöldin löng yfir þessum blöðum og lesa alls 5.088 blaðsfður og reyna að botna í því um hvað málið snýst. Ég bara spyr: Hvað er svona merkilegt við að gifta sig? |ú, þetta snýst um að staðfesta ást sína fyrir framan guð og menn og halda flotta veislu f kjölfarið. lahá. Og er ekki hægt að undirbúa eina veislu og kirkjulega athöfn á styttri tíma en einu ári? Neibb. Það þarf nefnilega svo margt að skipuleggja. Það þarf auðvitað að panta kirkjuna og prestinn og þau tvö eru gríðarlega upptekin þessa mánuði sem nánast er lög- boðið að giftast (og borða kræklinga). Svo þarf að panta veislusal og um hann gildir það sama, allt upp- tekið heilu árin fram í tímann. Kakan þarf auðvitað að vera tilbúin ... Abbabbabb, ekki vill maður nú éta árs gamla köku? Nei, en það þarf auðvitað að vera búið að ákveða hver á að baka hana (bakarar eru líka upp- teknir). Svo þarf auðvitað að prenta boðskort, sem verða að berast mjög snemma svo gestirnir verði ekki uppteknir í öðrum giftingum. Svo þarf að ákveða þemað og þá þarf auðvitað allt annað að vera í stíl; brúðarvöndur, kaka, skreyting í sal og kirkju og svo endalaust framvegis. Svo þurfa auðvitað brúðhjónin tilvonandi, sem oftast hafa búið saman svo árum skiptir, að veija sér nógu fiott matarstell og aðrar græjur sem þau langar í, til að gestirnir hafi nú eitt- hvað til að hafa áhyggjur af líka. Mér þykir reyndar óþarfi að blanda presti inn í samskipti fólks, hvað þá guði (ef hún er til). Ég hef enga trú á því að óvígðar sambúðir séu síðri eða endist skemur en vígðar. Enda fólkið/parið hið sama hvort sem einhver prestur hefur messað yfir því eður ei. Ég get ekki ímyndað mér að skuldirnar séu léttbærari, börnin værari eða fullnæg- ingarnar háværari eftir blessun prestsins og rándýra veislu. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.