Vera


Vera - 01.06.2001, Blaðsíða 29

Vera - 01.06.2001, Blaðsíða 29
Elsa Arnardóttir, forstöðukona Fjölmenningarseturs Fjölmenning á VestfjörSum Fólki af erlendum uppruna sem sest aS á íslandi hefur fjölgaö verulega á undanförnum árum og allt bendir til aS sú þróun haldi áfram. A Vestfjöráum er veriS aö leggja grunninn að Fjölmenningarsetri, þjónustu sem er ætlað að tryggja að fólk þekki réttindi sín og skyldur í þessu nýja landi sem er grund- vallað á þátttöku fólksins, lýSræðinu. ÞaS er ekki tilviljun að sú starfsemi er staðsett á Vestfjörðum. Hrikaleg náttúrufegurð, harðfiskur, hákarl og kæst skata er nefnilega ekki það eina sem ein- kennir Vestfirði. Mannlífið þar er um margt sér- stakt, trillukarlarnir eru óvenju kjaftforir og lítt höfðingjaholIir, konurnar eru drifmiklar og með endemum úrræðagóðar og í þessu ekki níu þús- und manna samfélagi eru íbúar frá meira en fjörtíu þjóðlöndum. Hugmyndin að stofnun Fjölmenningarseturs kom frá Vestfirðingum sjálfum, áhugahóp um menningarlega fjölbreytni á Vestfjörðum og þing- menn Vestfirðinga fylgdu henni eftir. Alþingi fól fé- lagsmálaráðherra að hafa veg og vanda af fram- kvæmdinni. Upphafið má rekja til nokkurra áræðinna kvenna sem, eins og þær segja sjálfar; „fengu þá flugu í höfuðið að gaman væri að halda upp á dag Sameinuðu þjóðanna gegn kynþáttafordómum árið 1998." Þær spurðust fyrir og leituðu uppi fólk af öllum þeim þjóðernum er byggja Vestfirði og spurðu einfaldlega: viltu vera með í að halda upp á þennan dag? Eiginlega allir vildu vera með og úr varð Þjóðahátíð sem haldin var í fjórða skipti í ár. Uppúr þessu grasrótarstarfi óx síðan félag sem hlaut nafnið Rætur og er opið öllum sem áhuga hafa á menningarfjölbreytni.* Mikilvægt er að hafa í huga að staða útlendinga í íslensku samfélagi er jafnréttismál sem kemur okkur öllum við. Til þess að lýðræðið sé ekki bara orðin tóm, merkingarlaust hugtak þurfum við virka þátttöku allra íbúa landsins. Það er á brattann að sækja, því miður, og margt sem þarf að laga til að jafna stöðu fólks. Menningarlegur bakgrunnur, trú, eða kunnátta f íslensku má ekki verða að illfærum hindrunum sem koma í veg fyrir að einstaklingarnir blómstri og samfélagið fái notið hæfileika þeirra og þekkingar. Þjóðahátíð er orðinn fastur liður í menningarlífi Vestfjarða. Þar kynnir fólk af erlendum uppruna menningu sina á fjölbreyttan hátt. *Heimild:(Bryndís Friðgeirsdóttir, Dorothee Lubecki, Inga Dan og Magnús Ólafs Hansson, Rætur l.tbl. 2001)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.