Vera


Vera - 01.06.2001, Blaðsíða 68

Vera - 01.06.2001, Blaðsíða 68
Bókmenntir Inga Ósk Ásgeirsdóttir ENDURSPEGLUN Speglanir eftir Helgu Kress Rannsóknastofa í kvennafræðum, 2000 Speglanir er þriðja geinasafn Helgu Kress, prófessors í bókmenntafræði, um kvenna- rannsóknir og íslenskar bókmenntir og inni- heldur það 14 greinar fró órunum 1977- 1 999. I fyrri söfnunum tveimur, Móttugum meyjum og Fyrir dyrum fóstru, fjallar hún um konur og kynferði í fornbókmenntum en í Speglunum um 1 9. og 20. aldar bókmenntir. Saman mynda söfnin gott yfirlit yfir umfangs- mikið starf Helgu ó þessu sviði en auk þess hefur hún m.a. þýtt skóldsöguna Sérherbergi eftir Virginíu Woolf og gefið út bækurnar Draum um veruleika með smásögum eftir ís- lenskar konur og Stúlku, safn Ijóða eftir ís- lenskar konur. Skrif Helgu hafa kynnt fem- inískar rannsóknir og breytt hefóbundnum vfóhorfum til íslenskra bókmennta og bók- menntahefóar. Að baki þeirra liggur mikil rannsóknarvinna og hefur Helga dregfó fram í dagsljósfó algerlega gleymd verk eftir konur og bent á þann fjársjóð sem er að finna í IjóSum og bréfum kvenna í handritum. Þróun kvennafræða f upphafsgreininni Kvennarannsóknir íbókmenntum frá 1977 lýsir Helga þróun fræðanna og hvata þeirra en samfara kvenfrelsisbaráttunni urðu bókmenntir kjörinn efniviður fyr- ir sjálfsleit kvenna þar sem þær greina frá einkalífi og við- horfum, meðvituðum og ómeðvituðum. Helga segir tvær nálganir ríkjandi í kvennarannsóknum á þessum tfma. Ann- ars vegar voru skoðaðar kvenlýsingar í bókmenntum en bækur voru samkvæmt hefð skrifaðar af körlum fyrir karla. í þeim lýsingum eru staðlaðar kvenímyndir ríkjandi; skassið, skækjan og gyðjan. Konur eru skilgreindar út frá körlum, sem eiginkonur, mæður, dætur, og líkamlegar lýsingar eru einkennandi. Sem dæmi um gyðjumyndina tekur Helga fjallkonuna í íslenskri Ijóðagerð og segir kúgun felast í upp- hafningunni, venjuleg kona stenst ekki samanburð við þá yfirnáttúrulegu. Umfjöllun Helgu um tvær viðtalsbækur í greininni Konan bak við skáldið lýsir hvernig konurnar eru í raun áfram bak við eiginmennina í bókunum. Hins vegar voru skoðaðar kvennabókmenntir, bók- menntir eftir konur, með vitundargreiningu að markmiði. Vitundargreiningin rannsakar hvernig höfundur skynjar heiminn á ákveðnum tíma. Þá er tungumálið lagt til grund- vallar og athuguð merking texta á innra og ytra borði. Þannig megi sjá ákveðin stílbrögð sem einkenni texta eftir konur svo sem umsnúning hefðbundinna hugmynda og aft- urvirka skynjun þar sem persóna upplifir sig eftir á. Helga Kress tekur vitundarnálgunina fram yfir kvenlýs- ingarnar enda mjög meðvituð um tungumálið. í tveimur greinum um Svövu Jakobsdóttur fjallar Helga um hnitmið- aðan stíl Svövu. Svava hafnar raunsæislegri frásagnarað- ferð, tjáir kvenlega reynslu með fantasíu og dregur fram hvernig hefðbundnar karlveldisklifanir stjórni hugsuninni. í annarri greininni gagnrýnir Helga mjög slæma norska þýð- ingu ivars Eskeland á Leigjandanum eftir Svövu og bendir á tilhneigingu smáþjóða til að fagna gagnrýnislaust öllum þýðingum á verkum sínum. f samræmi við þróun feminfskra rannsókna innan bók- menntafræðinnar verður nálgun Helgu táknfræðilegri þegar á líður. í því felst meðal annars að andstæðunni karl/kona er hafnað og hið kvenlega ekki tengt kyni heldur jaðarstöðu. Samkvæmt kenningum Júlíu Kristevu, sem Helga kynnir í greininni Líkami móðurinnar og lögmál föðurins, veitir skáld- skapur útrás því sem samfélagið bælir. Þannig tengist myndmál, hrynjandi, þagnirog margræðni skáldlegs máls frumbernskunni og þeim orðlausa heimi nálægðar og gleði sem við máltöku og inngöngu í samfélagið er bældur. Ást og aldur Helga tengir kenningar táknfræðinnar íslenskum bókmennt- um. Greinin Dæmá til að hrekjast fjallar um Tímaþjófinn eftir Steinunni Sigurðardóttur. Þar vinnur Helga með kenningar Kristevu og Rolands Barthes um ástina og skort á ást sem meginvanda nútímamannsins. Aðalpersónan Alda leitar 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.