Vera


Vera - 01.06.2001, Síða 68

Vera - 01.06.2001, Síða 68
Bókmenntir Inga Ósk Ásgeirsdóttir ENDURSPEGLUN Speglanir eftir Helgu Kress Rannsóknastofa í kvennafræðum, 2000 Speglanir er þriðja geinasafn Helgu Kress, prófessors í bókmenntafræði, um kvenna- rannsóknir og íslenskar bókmenntir og inni- heldur það 14 greinar fró órunum 1977- 1 999. I fyrri söfnunum tveimur, Móttugum meyjum og Fyrir dyrum fóstru, fjallar hún um konur og kynferði í fornbókmenntum en í Speglunum um 1 9. og 20. aldar bókmenntir. Saman mynda söfnin gott yfirlit yfir umfangs- mikið starf Helgu ó þessu sviði en auk þess hefur hún m.a. þýtt skóldsöguna Sérherbergi eftir Virginíu Woolf og gefið út bækurnar Draum um veruleika með smásögum eftir ís- lenskar konur og Stúlku, safn Ijóða eftir ís- lenskar konur. Skrif Helgu hafa kynnt fem- inískar rannsóknir og breytt hefóbundnum vfóhorfum til íslenskra bókmennta og bók- menntahefóar. Að baki þeirra liggur mikil rannsóknarvinna og hefur Helga dregfó fram í dagsljósfó algerlega gleymd verk eftir konur og bent á þann fjársjóð sem er að finna í IjóSum og bréfum kvenna í handritum. Þróun kvennafræða f upphafsgreininni Kvennarannsóknir íbókmenntum frá 1977 lýsir Helga þróun fræðanna og hvata þeirra en samfara kvenfrelsisbaráttunni urðu bókmenntir kjörinn efniviður fyr- ir sjálfsleit kvenna þar sem þær greina frá einkalífi og við- horfum, meðvituðum og ómeðvituðum. Helga segir tvær nálganir ríkjandi í kvennarannsóknum á þessum tfma. Ann- ars vegar voru skoðaðar kvenlýsingar í bókmenntum en bækur voru samkvæmt hefð skrifaðar af körlum fyrir karla. í þeim lýsingum eru staðlaðar kvenímyndir ríkjandi; skassið, skækjan og gyðjan. Konur eru skilgreindar út frá körlum, sem eiginkonur, mæður, dætur, og líkamlegar lýsingar eru einkennandi. Sem dæmi um gyðjumyndina tekur Helga fjallkonuna í íslenskri Ijóðagerð og segir kúgun felast í upp- hafningunni, venjuleg kona stenst ekki samanburð við þá yfirnáttúrulegu. Umfjöllun Helgu um tvær viðtalsbækur í greininni Konan bak við skáldið lýsir hvernig konurnar eru í raun áfram bak við eiginmennina í bókunum. Hins vegar voru skoðaðar kvennabókmenntir, bók- menntir eftir konur, með vitundargreiningu að markmiði. Vitundargreiningin rannsakar hvernig höfundur skynjar heiminn á ákveðnum tíma. Þá er tungumálið lagt til grund- vallar og athuguð merking texta á innra og ytra borði. Þannig megi sjá ákveðin stílbrögð sem einkenni texta eftir konur svo sem umsnúning hefðbundinna hugmynda og aft- urvirka skynjun þar sem persóna upplifir sig eftir á. Helga Kress tekur vitundarnálgunina fram yfir kvenlýs- ingarnar enda mjög meðvituð um tungumálið. í tveimur greinum um Svövu Jakobsdóttur fjallar Helga um hnitmið- aðan stíl Svövu. Svava hafnar raunsæislegri frásagnarað- ferð, tjáir kvenlega reynslu með fantasíu og dregur fram hvernig hefðbundnar karlveldisklifanir stjórni hugsuninni. í annarri greininni gagnrýnir Helga mjög slæma norska þýð- ingu ivars Eskeland á Leigjandanum eftir Svövu og bendir á tilhneigingu smáþjóða til að fagna gagnrýnislaust öllum þýðingum á verkum sínum. f samræmi við þróun feminfskra rannsókna innan bók- menntafræðinnar verður nálgun Helgu táknfræðilegri þegar á líður. í því felst meðal annars að andstæðunni karl/kona er hafnað og hið kvenlega ekki tengt kyni heldur jaðarstöðu. Samkvæmt kenningum Júlíu Kristevu, sem Helga kynnir í greininni Líkami móðurinnar og lögmál föðurins, veitir skáld- skapur útrás því sem samfélagið bælir. Þannig tengist myndmál, hrynjandi, þagnirog margræðni skáldlegs máls frumbernskunni og þeim orðlausa heimi nálægðar og gleði sem við máltöku og inngöngu í samfélagið er bældur. Ást og aldur Helga tengir kenningar táknfræðinnar íslenskum bókmennt- um. Greinin Dæmá til að hrekjast fjallar um Tímaþjófinn eftir Steinunni Sigurðardóttur. Þar vinnur Helga með kenningar Kristevu og Rolands Barthes um ástina og skort á ást sem meginvanda nútímamannsins. Aðalpersónan Alda leitar 68

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.