Vera


Vera - 01.06.2001, Blaðsíða 8

Vera - 01.06.2001, Blaðsíða 8
Skyndimynd Hún er yngsti hljóðfæraleikari Sinfóníuhljómsveitar íslands frá upphafi. Lauk grunnskólanum í vor og lék um svipað leyti sína fyrstu tónleika með hljómsveitinni, metnaðar- fulla dagskrá sem m.a. innihélt Hátíðarforleik Shosta- kovitsj og Bolero eftir Ravel. Elfa Rún Kristinsdóttir byrjaði fimm ára gömul fiðlu- nám hjá móður sinni, Lilju Hjaltadóttur, sem einnig leik- ur með Sinfóníunni. Síðastliðin þrjú ár hefur hún stundað fiðlunám við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Guðnýju Guðmundsdóttur konsertmeist- ara Sinfóníuhljómsveitar íslands. „Ég lauk 7. stigi á fiðluna eftir áramót og Guðný hvatti mig og tvo aðra nemendur sína, þær Ingrid Karlsdóttur og Helgu Þóru Björgvinsdóttur, til að fara í hæfnispróf hjá hljómsveitinni. Við uppfylltum allar þrjár þær kröfur sem gerðar eru til lausráðinna hljóðfæra- leikara hljómsveitarinnar og fáum því allar tækifæri til að spila með þeim." Þrátt fyrir að Sinfóníuhljómsveitin sé nú í sumarfríi er margt spennandi framundan í sumar hjá Elfu Rún. „Ég ætla til Leipzig í Þýskalandi á þriggja vikna námskeið sem er í samstarfi við Juilliard tónlistarháskólann f New York. Þaðan liggur leiðin til Norðurlandanna þar sem ég æfi stíft í tvær vikur með Orkester Norden, sem er sinfóníuhljómsveit ungs fólks frá Norðurlöndunum. Eftir æfingarnar förum við í viku tónleikaferðalag vítt og breitt um Skandinavíu og til Skotlands. Eftir það liggur leiðin til Englands á vikunámskeið þar sem foreldrar mínir eru einnig á meðal kennara", segir Elfa Rún en faðir hennar er Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari. Elfa Rún stefnir á að Ijúka 8. stiginu á fiðlu og einleikaraprófi í nánustu framtíð. Hún segist vonast til að sækja, auk framhaldsskólanáms, nám við Listaháskóla íslands næsta vetur. „Það stendur til að að stofna þar sér- staka deild fyrir unga hljóðfæraleikara sem eru í hefðbundnu framhalds- skólanámi," segir Elfa Rún yfirveguð um áform næsta veturs. Rétt eins og ekkert sé sjálfsagðara fyrir 16 ára ungling en að byrja nám f framhalds- skóla, listaháskóla, æfa sig 3-6 klukkustundir á dag, sækja æfingar og leika tónleika með Sinfóníuhljómsveit íslands. Mynd: Gréta 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.