Vera


Vera - 01.06.2001, Blaðsíða 12

Vera - 01.06.2001, Blaðsíða 12
Mér finnst... Hvar er eigin sannfæring alþingsmanna? Katrín Sævarsdóttir lögfræðingur hjá Ríkissaksóknara Samkvæmt 1. málsgrein 48. greinar stjórnar- skrár lýðveldisins íslands eru alþingismenn eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum. Hefur þessi réttur verið talinn það víðtækur að meira segja sé ekki hægt að svipta alþingsmann þing- mennskuumboði þótt hann skipti um stjórnmálaflokk á miðju kjörtímabili. Leiðir af þessu að alþingismenn eru einnig óháðir stjórnmálaflokki sfnum. Eftir að hafa fylgst með stjórnmálum síðustu ár þá verður að segjast að ég hef á tilfinningunni að eigin sannfæring alþingismanna hafi litla þýðingu þegar þeirgreiða atkvæði um einstaka lagafrumvörp. Þetta virðist allt vera fyrirfram ákveðið á sellufundum stjórnmálaflokkana. Átökin. sem kjósendur hefðu gagn og gaman af að fylgjast með, eiga sér í raun Sundlaugin er opin almenningi mánudaga til föstudaga frá kl. 6:30 - 21:30, laugardaga frákl. 8:00- 18:30 og sunnudaga frá kl. 8:00 - 17:30. Sími 565 3080. ieœei Meitir pottar l|f Vatnsgufa jó ; Ungb.irnasund í Ljósabekkir j Vatnsrennibraut mji Upphituð hiaupabraut 'jölskyldukort kr. 11.000 6 mánaða kort kr. 7.000 stað þar. Ég verð að segja að mér hefur fundist þessi sannfæringarskortur hafa verið sérstaklega áberandi síðastliðinn vetur. í fréttum mátti oft heyra að at- kvæðagreiðsla hafi skipst þannig að stjórnarliðar greiddu atkvæði með einhverju frumvarpinu en stjórnarandstaðan á móti. Þetta vekur upp þá spurn- ingu hvort fækkun stjórnmálaflokka hafi gert pólitík- ina litlausari og meira óspennandi. Gæti skýringuna á samstöðu Samfylkingarfólks verið að finna í þvf að flokknum sé í mun að Iáta líta svo út að þar séu allir á einu máli til að kveða niður þær raddir að þarna sé á ferðinni stjórnmálaflokkur sem innihaldi fólk með mismunandi skoðanir og sé því ekki treystandi til að standa saman að því að stjórna landinu? Og á sama hátt gæti skýringuna á samstöðu stjórnarliða verið að finna f þvf að verið sé að reyna að sýna kjósendum að allt sé í himnalagi í stjórnarsamstarfinu? Það getur varla talist göfugt markmið í pólitík að standa saman gegn andstæð- ingnum hvað sem tautar og raular. Hvernig má það t.d.vera að atkvæðagreiðsla um jafn ópólitfskt frum- varp og það hvort hækka eigi refsirammann vegna fíkniefnabrota úr 10 árum í 12 ráðist af flokkslínum? Ég hef síðastliðin ár starfað hjá lögreglu og ákæru- valdinu þar sem aðalviðfangsefni mitt hefur verið bar- áttan gegn fíkniefnabrotum og hef þar af leiðandi oft lent í rökræðum við lærða og leika um sjónarmið varðandi refsingar í þessum málaflokki. í þeim rök- ræðum hef ég ekki orðið vör við að skoðanir fólks á refsingum í þessum málaflokki séu í miklu samhengi við stjórnmálaskoðanir þess og vil ég meina að þetta gildi um refsipólitík almennt. Ef við horfum yfir heim- inn sjáum við t.d. að Bandaríkjamenn, Kínverjar og ír- anir eru ofarlega á lista yfir þær þjóðir sem eru hvað afkastamestar í að taka fólk af lífi vegna afbrota, en hvað eiga þessar þjóðir sameiginlegt þegar að því kemur að stjórna landsmálunum? Ef stjórnmálamað- ur vill vera trúr sínum kjósendum þá vil ég meina að honum sé skylt að láta sannfæringuna ráða í ríkari mæli en nú tíðkast. Annars er hætta á því að kjósend- ur missi trúna á stjórnmálamönnum og stjórnmálum yfirleitt. Ég skora á Margréti Maríu Sigurðardótlur, lögmann á Húsa- vík, að láta í Ijós skoðanir sína á einhverju sem fienni liggur á fijarta í næsta tölublaði Weru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.