Vera


Vera - 01.06.2001, Blaðsíða 23

Vera - 01.06.2001, Blaðsíða 23
Gott að tala við sjúklingana segir Eimee frá Filippseyjum Eimee Bernaldez Damasin er 22 ára og er frá borginni Davao á Filippseyjum. Hún kom til íslands í september 1999 til að heimsækja syst- ur sína. I heimsókninni kynntist hún Islendingi og giftist honum. I rúmt ár hefur Eimee unnið við ræstingar á Landspítalanum í Fossvogi og líkar vel. „Það er mjög erfitt að fá vinnu heima hjá mér ef maður þekkir ekki rétta fólkið," segir Eimee. „Ég var búin að vera tvö ár í verslunarskóla en vissi að það væri nánast von- laust fyrir mig að fá vinnu, hvort sem ég héldi áfram námi eða ekki. Systir mín kynntist manni frá Akur- eyri fyrir sjö árum og flutti til hans. Hún er menntuð sem Ijósmóðir en hefur unnið í fiski síðan hún kom til landsins. Vegna tungumálsins hefur hún ekki mátt vinna við sitt fag en hana langar að prófa að vinna á sjúkrahúsi. Hún bauð mér að koma í heimsókn því hér væri gott að búa og auðvelt að fá vinnu," segir Eimee þegar hún er spurð um tildrög þess að hún kom til landsins. Ferðin til Islands var fyrsta ferð Eimee til ann- ars lands. Hún dvaldi hjá systur sinni í þrjá mánuði og gat fengið vinnu á Akureyri en þá var ástin komin inn í spilið. „Maðurinn sem ég kynntist á heima f Reykjavík og systir mín bað mig að hugsa mig vel um hvort ég vildi giftast honum og búa fyrir sunnan eða vera á Akureyri. Ég tók þá ákvörðun að giftast og f janúar árið 2000 vorum við gefin saman í Landakotskirkju því ég er kaþólskrar trúar eins og flestir Filippseyingar. Við bjuggum fyrst heima hjá tengdaforeldrum mínum og þau Mynd: Þórdís tóku mér mjög vel en nú erum við búin að kaupa okkur íbúð og ég er mjög ánægð." Eimee segist hafa farið á þrjú ís- lenskunámskeið - á Akureyri, f Námsflokkunum og á vinnustaðn- um, á námskeið sem Efling stóð fyr- ir. Henni finnst erfitt að tala fs- lensku en segist skilja og geta lesið meira en hún geti talað. Hún lærir mikið á því að tala við sjúklingana og segir að margir þeirra vilji tala við sig. Tengdaforeldrar hennar tala ekki ensku svo hún talar líka ís- lensku við þau. „Starfsfólkið sem ég vinn með er mjög vingjarnlegt og gott við mig en ég hef ekki kynnst mörgum öðrum íslendingum. Ég á vini frá Filipps- eyjum og hitti suma þeirra þegar ég fer í messu þá sunnudaga sem ég er ekki að vinna. í sumarfríinu ætlum við að fara til Akureyrar að heim- sækja systur mína og manninn hennar. Foreldrar okkar búa á Flippseyjum og við systurnar send- um þeim peninga ef við mögulega getum. Sonur systur minnar býr hjá þeim en þau ættleiddu hann vegna þess að systir mín var einstæð móð- ir. Hann var 2 ára þegar hún fór til íslands og er þvf orðinn 9 ára. Hana langar mikið að fá hann en hún og maður hennar hafa ekki getað eign- ast barn. En mamma og pabbi vilja hafa hann því að á Filippseyjum er svo mikilvægt að eiga syni. Þetta er erfitt fyrir systur mína og ég vona að sonur hennar komi í heimsókn til ís- lands bráðlega. Ég hef ekki orðið vör við kynþáttafordóma og finnst gott að búa hér. Mér fannst erfitt að fara út fyrst þegar ég kom en það er allt í lagi núna. Hér er friður og ekki of margt fólk eins og á Filippseyj- um," sagði Eimee að lokum. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.