Vera


Vera - 01.06.2001, Blaðsíða 69

Vera - 01.06.2001, Blaðsíða 69
hamingju og sjálfsmyndar í ástinni en er hafnað bæði af karlmanninum Ant- oni og karlveldinu sem útilokar ástina, tilfínningaflæðið. Sömuleiðis tengir Helga kenningar Luce Irigary um augnaráðið við Öldu, en 44 ára upplifir hún sig sem ótrúlega gamla og ógeðs- lega. Um leið og hún hættir að vekja athygli karla er lífi hennar lokið og hún deyr í lok sögunnar. Henni tekst ekki að finna tilfinningunum farveg en text- inn gerir það með ljóðrænu og stöð- ugu uppbroti. Skortur Öldu á sjálfs- mynd, stað innan samfélagsins, á sér samsvörun í Ijóðum Guðbjargar Árna- dóttur frá 19. öld en samkvæmt grein- inni Föðurlandið besta er eina föðurland hennar á himnum, hjá Guði. Varðandi konur og aldur er greinin í kvöld er ég fimmtug sérstaklega áhugaverð. Þar segir Helga afmælisljóð kvenna sér- staka bókmenntagrein þar sem þrátt fyrir sátt á ytra borði megi oft greina líkamlegan óhugnað tengdan aldri, sérstaklega fimmtugsafmælum! \ Lítill frændi laðarstaða kvenna er tvíbent, með gagnrýni sinni og niðurrifi (hlátri) eru þær hættulegar samfélaginu og eiga á hættu að vera hafnað af því. Alda í Tímaþjófnum, ofurseld karlveldinu, ríf- ur það niður með háði. Það leiðir hug- ann að greininni Sáuð þið fiana systur mína? um smásögu lónasar Hallgríms- sonar Grasaferð sem Helga telur nýstár- legri en ætlað hafi verið. Þar rekur Helga hvernig frændinn í sögunni verður að karlmanni fyrir milligöngu systurinnar sem á táknræn- an hátt leiðir hann upp fjallið. Hún er eldri og hann biður um viðurkenningu hennar, tileinkar sér sýn hennar og miklar sjálfan sig á hennar kostnað. Hún lætur undan en mótþrói hennar kemur fram í tungumálinu. Hún gerir stöðugt grín að litla frændanum sem ýmist skilur ekki neitt eða reynir að þagga niður í henni. Greinar Helgu um Tímaþjófinn og Grasaferð eru mjög ít- arlegar og fræðilegar og er þá ekki átt við að þær séu erfiðar, ruglingslegar eða þungar. Hugsun þeirra er óhefð- bundin og við lestur greinanna afhjúp- ast hversu erfitt er að sjá, vegna sam- félagslegrar bælingar, það sem virkar fullkomlega augljóst þegar búið er að benda manni á það. Ofsafengin vidbrögd f formála að Speglunum lýsir Helga samhengi greinanna og viðbrögðum við þeim en þær hafa, að einni undan- skilinni, birst áður í ýmsum ritum. For- málinn kallast á við grein í eftirmála, Mikið skáld og fiámenntaður maður. fslenski skólinn í íslenskri bókmennlafræði þar sem Helga ræðir og túlkar viðbrögð við skrifum sínum. Furðu vekur hversu hörð þessi viðbrögð eru en í umræðu sinni um kvenrithöfunda segir hún ó- meðvitaða andstöðu eða áhugaleysi karla mest áberandi. Viðbrögðin túlkar hún sem varnarhátt og fordóma, ís- lendingar byggja sjálfsmynd sína á tungumáli og bókmenntaarfi sem ekki megi hrófla við. Eins hafi heimspeki- leg hugsun orðið útundan vegna dýrk- unar þjóðarinnar á frásagnarforminu. Lengi vel hafi rannsóknir á bókmennt- um miðast við höfundinn, leitað var að höfundum íslendingasagna og til- gangur höfundar álitið meginmarkmið rannsóknar. Nútímabókmenntafræði sem álfti merkingu texta samspil margra þátta hafi því mætt andstöðu og fordómum, sérstaklega þegar fræði- konan Helga Kress beitti útlendum kenningum fræðikvenna á stolt okkar, bókmenntaarfinn. Karl og kerling Viðbragðaramminn speglar síðan aðra gegnumgangandi umræðu safnsins um konur andspænis bókmenntahefð og bókmenntastofnun. Bókmennta- stofnuninni tilheyra þeir sem móta gildismat varðandi bókmenntir svo sem útgefendur, fjölmiðlar, skólar, rit- höfundar og bókmenntafræðingar. Þó kvennabaráttan hafi örvað konurtil skrifa, breyttust viðhorf bókmennta- stofnunarinnar ekki í takt við breytta tíma. Samkvæmt hefð voru konur ekki skáld og neikvæð viðhorf til kvenna birtust m.a. f þvf að oft var fjallað um fleiri en einn kvenhöfund í sama rit- dómi og skáldskap kvenna lýst sem kvenlegum, litlum, smáum og snotr- um. Oftar en ekki yfirsást ritdómend- um kvenfrelsisboðskapur og hlutur kvenna var gerður enn minni í bók- Bókmenntastofnun- inni fannst betra að hafa málvillu í Ijóði en þá „ósmekklegu" hugsun að kona girnist karlmenn. menntasögu en hann raunverulega var. Á tímum kvenfrelsis 1960-1970 var kerlingarbókaumræða allsráðandi eins og kemur fram í greininni Bækurog „kellingabœkur". Ker 1 ingarbókaumræðan tengdist konum sem byrjuðu seint að skrifa, svo sem Guðrúnu frá Lundi, og bókum sem fjölluðu um konur og hversdagslegan veruleika. Sett var samasemmerki milli bókmennta eftir konur og lélegra bókmennta og voru viðurkenndir kvenrithöfundar álitnir undantekningin frá reglunni. Afskipti bókmenntastofnunarinnar hafa þó ekki einskorðast við kvenhöf- unda eins og sjá má í greininni Gwmti girnist mær. Þessari Ijóðlínu Bjarna Thorarensen sem svo hljóðar í eigin- handriti skáldsins á kvæðinu Eldgamla ísafold breytti bókmenntastofnunin í málvilluna „gumar girnast mær" og er fróðlegt að lesa flókinn rökstuðning fyrir breytingunni. Bókmenntastofnun- inni fannst betra að hafa málvillu í Ijóði en þá „ósmekklegu" hugsun að kona girnist karlmenn. Reyndar er kon- an fjallkonan, ímynd landsins, sem saknar sona sinna erlendis en hvað um það, íslendingar hafa sungið þenn- an ritskoðaða „þjóðsöng" vitlaust í 150 ár. Eins var kaflinn um Ijóðaþýðingar systurinnar f Grasaferð felldur út f ís- lenskri lestrarbók Sigurðar Nordals og rekur Helga samdóma álit þriggja pró- fessora fyrir þessum hluta sem galla á sögunni. Umfjöllun sína um konur and- spænis bókmenntastofnun og bók- menntahefð styður Helga mörgum dæmum úr útgefnum sem óútgefnum textum. Hún vitnar í ritdóma, fræði- menn, rithöfunda og aðra sem koma við sögu. Þannig fellir hún bók- menntastofnunina á eigin bragði. Beinar tilvitnanir sýna hversu órök- studd og fordómafull umræðan hefur verið. Endalausar klifanir um til dæm- is kerlingabækur þar sem einn tyggur upp eftir öðrum verða með hverju dæmi fyndnari og fáránlegri. Og dæm- in eru mörg. Er því ekki táknrænt að í stað alvarlegrar Ijósmyndar á bakkápu er mynd af prófessornum og höfundi bókarinnar skellihlæjandi? I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.