Vera


Vera - 01.06.2001, Blaðsíða 55

Vera - 01.06.2001, Blaðsíða 55
Brúðartímaritin sem ég hef verið svo dugleg að lesa eru auð- vitað eins og önnur tímarit að því leyti að þau sýna og auglýsa það dýrasta og ýktasta. Vouge sýnir hátískuna en við reynum svo að herma eftir með því að kaupa föt í Vera Moda. Þannig að brúð- Oft eru þetta nokkuS normal stelpur að sjá en þegar þær gifta sig virðast þær henda öll- um fatasmekk útum gluggann. kaupin sem ég hef verið að lesa um eru kannski ekki eins og þau fara raunverulega fram en líklega verða þau einhverjum fyrirmynd. Það eru semsagt einhverjar líkur á að einhverjum íslenskum konum langi til að gifta sig með þvílíkum ósköpum sem getur að líta íbíómyndum (t.d. Wedding Planner) og tímaritum. Alveg frá boðskortum til kirkjuskreytinga með viðkomu í handsnyrtingu og kórónu. Án þess að ég hafi farið í nein brúðkaup í mörg, mörg ár (einhverra hluta vegna er ég ekki boðin) þá hef ég séð smá sýnis- horn aftildrinu í brúðarmyndum í Mogganum, nú og svo auðvitað í þættinum um brúðkaup á Skjá einum. í mörg ár hef ég skoðað þessar myndir og flissað látlaust. Ég reyni alltaf að velja ljótasta kjólinn og yfirleitt eru nokkrir sem hljóta þá nafnbót. Oft eru þetta nokkuð normal stelpur að sjá en þegar þær gifta sig virðast þær henda öllum fatasmekk útum gluggann. Myndi einhver fara sjálfviljug á ball í kjól með saumuðum gerviperlum, blúnd- um og gegnsæju brjóststykki með slaufu á rassinum? ímyndið ykkur brúðarkjólinn í svörtu og þá sæjuð þið hvernig útkoman væri ef þetta væri árshátfðar- dressið. Það virðast semsé gilda alveg sér reglur um brúðarfatnað og þær eru mér ennþá alveg ó- skiljanlegar. Eins þetta með höf- uðskreytingarnar. Hattar, kórónur og slör, stundum blómakrans. Hahahaha. Kórónur?! Eru þetta prinsessukomplexar? Ár til stefnu: Safna hári ef þess þarf. Kaupa skipulagningarbók. Ráögast viö brúð- gumann og fjölskyldur um kostnað. Byrja að leita að kjól. Velja brúðarmeyjar og svara- mann. Taka frá kirkju og veislusal. Velja bak- arí, veitingamann, Ijósmyndastofu, blóma- búð og tónlistarfólk. Níu mánuðir: Fara á hárgreiðslustofur, taka myndir eftir hverja greiðslu sem prófuð er. Fara ásamt brúðgumanum á fund prestsins. Velja kjól og fylgihluti. Skrá sig fyrir gjafalista. Byrja á gestalista, láta brúðgumann velja sér gesti. Skipuleggja brúðkaupsferðina. Sjö mánuðir: Meðferð til að gera tennurn- ar hvítari. Sex mánuðir: Bóka stílista. Skipuleggja að- gerðir með öllum sem að málinu koma. Panta skrautritara vegna boðskortanna. Panta lim- mósín. Velja boðskort. Ákveða dag til að velja föt á brúðarmeyjar. Útvega gestum gistirými, ef með þarf. Panta borðbúnað, stóla, borð og dúka ef þess þarf. Fimm mánuðir: Meikupp bollaleggingar. Fjórir mánuðir: Fara með kjólinn, slörið og skartgripina á hárgreiðslustofuna og finna hina fullkomnu greiðslu sem passar. Þrír mánuðir: Andlitsbað á mánaðar fresti. Velja tónlist. Klára gestalistann. Kaupa undir- föt og föt fyrir ferðina. Ef eftirnafn brúð- gumans er tekið upp þarf að panta öll skilríki upp á nýtt. Panta veitingar, tertuna, boðskort, bílinn, hótelið, ferðina. Velja hringana. Tveir mánuðir: FHuga að sólarbrúnkunni, helst nota brúnkukrem. Staðfesta allar fyrri pantanir. Póstleggja boðskort og gjafalista. Kaupa skó og slör. Velja gjafir fyrir þátttak- endur. Kaupa gjöf handa brúðgumanum. Sækja hringana. Undirbúa veislu fyrir brúðar- meyjarnar. Mánuður: Forsýning - meiköpp, hárgreiðsla og kjóll, sýna brúðarmeyjunum. Fá pappíra hjá hagstofu. Tvær vikur: Síðasta klipping og litun. Stað- festa gestafjölda við veitingamanninn og á- kveða sætaskipan. Pakka fyrir ferðina. Láta Ijósmyndara og upptökumenn fá lista yfir það sem verður að nást á mynd. Staðfesta ferðina. Vika: Háreyðing með vaxi. Æfing í kirkjunni. Staðfesta allt vegna veislunnar, bílsins, blómanna og Ijósmyndarans. Sjá til þess að brúðguminn, svaramaðurinn og pabbinn séu að undirbúa ræður. Halda veislu fyrir brúðar- meyjarnar. Þrír dagar: Augnabrúnavax. Einn dagur: Fót- og handsnyrting. Hjálpa til við að skreyta salinn. Brúðkaupsdagurinn mikli: Hárgreiðsla, meiköpp, kjóll, slör, meira meiköpp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.