Vera - 01.06.2001, Blaðsíða 61
Hildur Fjóla Antonsdóttir
nemi í mannfræSi og kynjafræði
Árið 1998 fór Hildur Fjóla til
Þýskalands og stundaði þar óhefð-
bundið femínískt nám. Hún dvaldi
hjá konu sem er doktor í heim-
speki og þangað komu gestafyrir-
lesarar úr hinum ýmsu fræðigrein-
um. Skömmu eftir heimkomuna
byrjaði hún í Bríeti, félagi ungra
femfnista, og fór síðan í kynjafræði
og mannfræði í Háskóla íslands.
„Umfang femínískra rannsókna
er orðið gríðarlegt og mikil þekk-
ing liggur fyrir. Því þarf að virða
kynjafræðina sem alvöru fræði-
grein. Sumir telja að femínismi
eigi ekki heima í HÍ þvf hann sé
óhjákvæmilega pólitískur. En ekki
má gleyma því að fræðisamfélagið
er að sjálfsögðu í tengslum við
pólitíska strauma og stefnur í
bjóðfélaginu og endurspeglar þá
oft. Eini munurinn á kynjafræði og
öðrum fögum hvað pólitík varðar
er að kynjafræðin kemur til dyr-
anna eins og hún er klædd og við-
urkennir að pólitík og fræði-
mennska eru samfléttuð fyrirbæri.
I framtíðinni verð ég vonandi ein
af fjölmörgum kynjafræðingum
sem munu flétta kynjafræðileg/
femínfsk sjónarhorn inn í þjóðfé-
lagið eins og það leggur sig."
Guðjón Hauksson
nemi i kynjafræði og
félagsfræði
Guðjón segir fjölmörg valfög fé-
lagsfræðinnar vera þverfagleg við
kynjafræðina og því kynntist hann
kynjafræði snemma í náminu. Svo
kynntist hann meðlimum í Bríeti
og þá kviknaði áhugi hans á kynja-
fræði fyrir alvöru og hann ákvað að
taka kynjafræði sem aukafag. Guð-
jón segir að femínistaáhugann
megi einnig rekja til sumardvala
hans í æsku í sveit hjá ömmu sinni
sem var í kvennapólitíkinni, vann
með Kvennalistanum á Akureyri og
keypti Veru.
„Ég er á leiðinni í erlendan há-
skóla þar sem ég ætla að halda á-
fram f kynja- og félagsfræði. Ég
geri ráð fyrir að halda áfram á
sömu braut í mastersnámi en veit
ekki hvernig eða hvort ég kem til
með að nota þekkingu mína í
starfi. Ég beiti kenningum kynja-
fræðinnar í daglegu lífi og finnst
gott að hafa rannsóknir og niður-
stöður á takteinunum í umræðum
við fólk til að mæta gömlum klisj-
um og fordómum."
Steinunn Blöndal
hjúkrunarfræðingur og
nemi í kynjafræði
Steinunn segist hafa ákveðið að
hefja nám í kynjafræði til að fá
vitsmunalega næringu. Hún
kláraði hjúkrunarfræði fyrir
nokkrum árum og starfaði um hríð
f Danmörku en hræddist að festast
í hversdagleikanum. Þar sem hún
hafði lengi haft áhuga á femínisma
ákvað hún að innrita sig í kynja-
fræði eftir heimkomuna.
„Mér fannst námið gott og
veita mér aukna víðsýni, bæði sem
manneskja og hjúkrunarfræðingur.
Á fyrstu önn tók ég líka Heilbrigði
kvenna til að sjá hvar hjúkrunar-
fræðin staðsetur sig innan kynja-
fræðinnar. Ég fylltist oft eldmóði
eftir tíma í ýmsum fögum. Kynja-
fræðin opnar fólki dyr og sýnir því
„sannleikann" sem ákveðinn hefur
verið af samfélaginu, gefur færi á
að skoða og efast. Ef þessar dyr
hafa einu sinni verið luktar upp
fyrir fólki fer það aldrei til baka."