Vera - 01.06.2001, Blaðsíða 66
Úlfhildur Dagsdóttir
Kvikmyndir
Sumarið í myndbandstækinu:
nú er sumar gleðjumst gellur
í Bandaríkjunum er hefð fyrir því að sumarið sé tími mikilla frumsýninga. Hér
ó landi hefur sumarið hinsvegar yfirleitt verið fremur dauður tími bíólega
séð. Því er kjörið að setjast yfir vídeó ó regnblautum og gróum sumarkvöld-
um, gerast dekadent og leggja ó borð hvítvín, ost og ólífur og njóta þess að
heyra sumarregnið bylja ó gluggum og þaki. (Þau sem eru heppin upplifa
kannski að húsið breytist í frumskóg eins og í múmínólfabókinni Pípuhattur
galdrakarlsins.) Svona til að auðvelda ykkur valið rifjaði ég upp nokkar góð-
ar fró dögum mínum sem kvikmyndagagnrýnandi DV og Víðsjór.
Anaconda - Luis Llosa, 1997
Anaconda er ein af þessum dálítið
gölluðu en dásamlegu ævintýra- og
skrýmslamyndum sem nær að heilla
með ákveðnum einfaldleik. Hópur
fólks rýkur inn í frumskóga Brazilíu til
að gera heimildamynd um hálfgoð-
sögulegan ættbálk en lendir í staðinn í
klónum á hálfgoðsöguiegri slöngu sem
borðar þau eitt af öðru. Myndin fer illa
af stað og þjáðist um tíma fyrir slæm-
an leik en svo tók Anacondan hressi-
legan kipp og hnykkir sér inní þennan
fína frumskógarhasar með tilheyrandi
illmennum og óvættum. Persónuupp-
setningin kom þægilega á óvart þar
sem mannfræðingurinn - sem leit út
fyrir að verða dæmigerður 'prófessor
verður óvænt hetja’ (a la indiana jo-
nes) - er sleginn út og sefur í gegnum
öll ósköpin. Aðalhetjan er því sjálf
heimildaþáttaleikstýran sem leikin er
af \ennifer Lopez og er hvílíkt flott sem
eitilhörð skutla sem lætur ekki nokkrar
slöngur aftra sér. ★ ★★
Booqie Nights -
PaulThomas Andersson,
1997
Limlengd karla hefur löngum verið
viðkvæmt mál. Konurvilja helst ekki
viðurkenna að stór typpi henta best,
og karlar hafa viljað halda því fram að
lítil typpi lengist mest. í Boogie Nights
snýst allt um hin gríðarlanga lim klám-
stjörnunnar Dirk Digglers. Það er þessi
rosaböllur sem kemur honum á topp-
inn í klámbransanum og að sama
skapi verður reðurstærðin til þess að
drengurinn ofmetnast og missirtökin.
Marfi Wahlberg sýnir hér og sannar að
hann getur annað og meira en rifið
kjaft og fyllt upp í Calvin Klein (nær-
föt). Aðrir leikarar eru hver öðrum
betri en að öðrum ólöstuðum er það
lulianne Moore sem stendur uppúr.
Samspil hennar við Wahlberg er alveg
frábært, þarsem hún ýmist er í móður-
eða mótleikkonuhlutverki (íklám-
myndunum). ★ ★★
Fierce Creatures - Robert
Young, Fred Schepisi, 1997
Tarantúlan Terry er sloppin úr vasa
dýravarðar síns og viðstaddir fækka
fötum snarlega af ótta við að loðin
kóngulóin leynist innanklæða. Þetta
gerist f fataskáp á hótelherbergi á
meðan á leynilegri hlerunaraðgerð
stendur.
Þeir hleruðu ákveða að loka dýragarð-
inum þar sem hlerararnir starfa. f
næsta herbergi jarmar kind. Tarantúl-
an skríður út úr skápnum og þeir hler-
uðu reyna að myrða hana. Kvikmyndin
'Fierce Creatures', sem er hinn lang-
þráði fylgifiskur (en ekki framhald)
Fisftsins Wöndu (1988), gerður af sama
hópi og stóð að þeirri ágætu mynd og
fjallar um baráttu breskra dýragarðs-
starfsmanna gegn bandarískum auð-
kýfingum um tilverurétt dýragarðs,
Eins og búast mátti við frá þessum
hóp eru dýrakynlífsbrandarar í hverju
búri, dýraverðirnir líkjast dýrunum sín-
um og allir misskilja alla að hætti
góðra grínmynda. ★ ★★
ln the Mood for Love -
Wong Kar-wai, 2000
Kvikmyndir kenndar við Hong Kong
hafa verið gífurlega vinsælar og áhrifa-
ríkar á undanförnum áratug, sérstak-
lega hvað varðar myndmál og stfl.
Mynd Hong Kongska leikstjórans In
the Mood for Love gerist í Hong Kong
1962 og þar fær Wong útrás fyrir for-
tfðarþrá sína og áhuga á þessu tfma-
bili.Sagan segir frá ritstjóra Iftils dag-
blaðs sem flytur í nýja íbúð með konu
sinni. Þar kynnist hann konu sem er
einnig nýflutt í blokkina með sínum
manni. Maður hennar vinnur hjá
japönsku fyrirtæki sem þýðir að hann
ferðast mikið, líkt og kona ritstjórans.
Þau sem sitja heima verða brátt góðir
vinir sem hittast til að slúðra og spila,
en einn daginn verða þau að horfast í
augu við það að makar þeirra halda
framhjá, og við hvort annað. Þetta hef-
ur svo óhjákvæmilega áhrif á það sam-
band sem er að myndast á milli þeirra.
Wong skapar sterkar og flottar myndir,
þarsem skiptast á - og skarast - stíluð
og smart myndataka og intímar tilfinn-
ingasenur. Þetta er með eftirminnilegri
myndum síðasta árs. ★ ★★★
Ma Vie En Rose - Alain
Berliner, 1997
Kvikmyndin hefur verið mikilvægur
miðill fyrir vangaveltur um kynhlut-
verk, í bókstaflegum skilningi, þarsem
allskonar grímu- og búningaleikir hafa
löngum verið vinsælir í kvikmyndum.
Belgíska/franska myndin Lff mitt í
bleiku tekur upp spurninguna um kyn-
hlutverk og samkynhneigð og staðset-
ur hana í bernsku. Sjö ára Ludovic
heldur að hann sé bara tímabundið
fastur í sínum drengslíkama og að
þetta sé nokkuð sem hann vex uppúr
þegar hann stækkar; þá verði hann
kona og geti gifst vini sínum. En hinn
borgaralegi veruleiki leyfirekki slíka
blekkingu og Ludo verður að horfast í
augu við að kyn hans er ekki breytilegt
og að smáborgarinn hefur takmarkaða
þolinmæði fyrir strákum í stelpufötum.
Til hliðar við úthverfisveruleikann er
svo Barbíheimur sem er fullkomlega
fantastískur (þarsem Barbí svffur um
sem engill/góð norn), en í vitund
barnsins renna þessir tveir heimar
saman, þar til hann uppgötvar hinn
hræðilega sannleika, en þá verða lita-
skil, þarsem litskær Barbíheimurinn
fjarlægist og úthverfið gránar. ★ ★★
ÓÓ