Vera


Vera - 01.06.2001, Blaðsíða 48

Vera - 01.06.2001, Blaðsíða 48
Þroskaþjálfar fá allt of lág laun Nafn: Ragnheiður Elfn Ragnarsdóttir Aldur: 32 ára Menntun: Stúdentspróf og próf frá Þroskaþjálfaskóla fslands 1993 Starf: Þroskaþjálfi Vinnustaður: Yfirþroskaþjálfi á Dagvistuninni Gylfaflöt, 80% starf. Drýgir tekjurnar í 40% vaktavinnu á Landspítalanum í Kópavogi, fyrr- um Kópavogshæli. Starfsaldur: Níu ár. Var yfirþroska- þjálfi á Landspítalanum í Kópa- vogi frá 1993 en hætti í apríl sl og fór þá að vinna á Gylfaflöt. Laun: Heildarlaun fyrir I20%vinnu og yfirvinnu í apríl voru 190.565. Samkvæmt taxta eru laun yfir- þroskaþjálfa 118.751 krónuren laun þroskaþjálfa 107.164 krónur. Útborg- uð laun mín voru 131.935 krónur. Fjölskylduhagir: í sambúð og á tæplega 5 ára gamlan son og svo er fjölgunar að vænta í haust. Vinnutími: Alla virka daga frá 8 til 14:30. Aðra hverja helgi átta tíma vaktir og eitt kvöld í viku frá 15:30 til 23:30. Yfirvinna bætist svo við þetta, mismikið frá einum mánuði til annars. Ertu ánægð með launin? Miðað við menntun, ábyrgð, álag, vinnu- magn, vinnutíma og allt það þá er ég langt frá því að vera ánægð með launin mín! Hvað myndir þú telja að þú ættir að fá í laun? Byrjunarlaun al- menns þroskaþjálfa ættu ekki að vera undir 200.000 krónum og miðað við 9 ára starfsreynslu ætti ég þá að hafa um 250.000 krónur á mánuði sem almennur þroska- þjálfi. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að langt er í land að þetta náist. Ég vil taka fram að stéttir sem vinna með fólk en ekki pen- inga hafa almennt allt of lág laun, ekki bara þroskaþjálfar! Hvar sérðu þig fyrir þér í fram- tíðinni á vinnumarkaði? Ég vona að ég geti unað þar sem ég hef lagt grunninn, þ.e. starfað áfram með fötluðum. Ef ekki verður veru- leg breyting á kjörum mínum þá sé ég ekki fram á að halda það út öllu lengur og hvað þá verður, tja ætli ég fari ekki bara að vinna með peninga! Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Mig minnir að hug- urinn hafi stefnt til þess að verða afgreiðsludama eða hárgreiðslu- kona. Á einhverjum tímapunkti var ég samt mjög upptekin af því að verða hjúkrunarkona. Starfsábyrgð og skyldur. Sem þroskaþjálfi á Landspítalan- um í Kópavogi ber ég ábyrgð á lífi þeirra fimm íbúa sem búa á deild- inni. Ég tek þátt f lífi íbúanna og aðstoða þá við sitt daglega líf en mjög misjafnt er frá einni vakt til annarrar hvað er að gerast. Sem yfirþroskaþjálfi á Dagvist- uninni Gylfaflöt ber ég ábyrgð á faglegu starfi og á að sjá til þess að eitthvað uppbyggilegt sé í gangi frá degi til dags. Dagvistunin Gylfaflöt er fyrir ungt fatlað fólk, 16 til 25 ára, og er hugsuð annarsveg- ar sem afþreying og skemmtun og hinsvegar nauðsynlegur grunnur áður en alvara Iffsins, vinna o.þ.h. tekur við. Hvað finnst þér skemmtilegast við starfið? Þetta er erfið spurning því það er svo margt skemmtilegt. Ég hugsa að fjölbreytileikinn, alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi, sé það skemmtilegasta. Hvað finnst þér leiðinlegast? Leiðinlegast við starfið er að vegna lélegra launa, bæði fag- lærðra og ófaglærðra, þá er sífellt rennerí af fólki. Maður er rétt að kynnast fólki þegar það hættir og aðlögun nýs starfsmanns hefst. Þessu fylgir gífurlega mikið álag bæði fyrir þá sem njóta þjónust- unnar og starfsfólk. Þá get ég ekki sagt að skilningsleysi stjórnvalda sé beint skemmtilegt! Réttindi og fríðindi sem fylgja starfinu: Ég á kost á sumarbústað á vegum Þroskaþjálfafélgs íslands. Þá er yfirleitt gert ráð fyrir að starfsfólk á heimilum fatlaðra borði með íbúunum það sem í matinn er hverju sinni. Vissulega eru það fríðindi en á móti kemur að ekki er gert ráð fyrir að fólk taki sérstaka matartíma. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.