Vera


Vera - 01.06.2001, Side 8

Vera - 01.06.2001, Side 8
Skyndimynd Hún er yngsti hljóðfæraleikari Sinfóníuhljómsveitar íslands frá upphafi. Lauk grunnskólanum í vor og lék um svipað leyti sína fyrstu tónleika með hljómsveitinni, metnaðar- fulla dagskrá sem m.a. innihélt Hátíðarforleik Shosta- kovitsj og Bolero eftir Ravel. Elfa Rún Kristinsdóttir byrjaði fimm ára gömul fiðlu- nám hjá móður sinni, Lilju Hjaltadóttur, sem einnig leik- ur með Sinfóníunni. Síðastliðin þrjú ár hefur hún stundað fiðlunám við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Guðnýju Guðmundsdóttur konsertmeist- ara Sinfóníuhljómsveitar íslands. „Ég lauk 7. stigi á fiðluna eftir áramót og Guðný hvatti mig og tvo aðra nemendur sína, þær Ingrid Karlsdóttur og Helgu Þóru Björgvinsdóttur, til að fara í hæfnispróf hjá hljómsveitinni. Við uppfylltum allar þrjár þær kröfur sem gerðar eru til lausráðinna hljóðfæra- leikara hljómsveitarinnar og fáum því allar tækifæri til að spila með þeim." Þrátt fyrir að Sinfóníuhljómsveitin sé nú í sumarfríi er margt spennandi framundan í sumar hjá Elfu Rún. „Ég ætla til Leipzig í Þýskalandi á þriggja vikna námskeið sem er í samstarfi við Juilliard tónlistarháskólann f New York. Þaðan liggur leiðin til Norðurlandanna þar sem ég æfi stíft í tvær vikur með Orkester Norden, sem er sinfóníuhljómsveit ungs fólks frá Norðurlöndunum. Eftir æfingarnar förum við í viku tónleikaferðalag vítt og breitt um Skandinavíu og til Skotlands. Eftir það liggur leiðin til Englands á vikunámskeið þar sem foreldrar mínir eru einnig á meðal kennara", segir Elfa Rún en faðir hennar er Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari. Elfa Rún stefnir á að Ijúka 8. stiginu á fiðlu og einleikaraprófi í nánustu framtíð. Hún segist vonast til að sækja, auk framhaldsskólanáms, nám við Listaháskóla íslands næsta vetur. „Það stendur til að að stofna þar sér- staka deild fyrir unga hljóðfæraleikara sem eru í hefðbundnu framhalds- skólanámi," segir Elfa Rún yfirveguð um áform næsta veturs. Rétt eins og ekkert sé sjálfsagðara fyrir 16 ára ungling en að byrja nám f framhalds- skóla, listaháskóla, æfa sig 3-6 klukkustundir á dag, sækja æfingar og leika tónleika með Sinfóníuhljómsveit íslands. Mynd: Gréta 8

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.