Vera


Vera - 01.06.2001, Síða 29

Vera - 01.06.2001, Síða 29
Elsa Arnardóttir, forstöðukona Fjölmenningarseturs Fjölmenning á VestfjörSum Fólki af erlendum uppruna sem sest aS á íslandi hefur fjölgaö verulega á undanförnum árum og allt bendir til aS sú þróun haldi áfram. A Vestfjöráum er veriS aö leggja grunninn að Fjölmenningarsetri, þjónustu sem er ætlað að tryggja að fólk þekki réttindi sín og skyldur í þessu nýja landi sem er grund- vallað á þátttöku fólksins, lýSræðinu. ÞaS er ekki tilviljun að sú starfsemi er staðsett á Vestfjörðum. Hrikaleg náttúrufegurð, harðfiskur, hákarl og kæst skata er nefnilega ekki það eina sem ein- kennir Vestfirði. Mannlífið þar er um margt sér- stakt, trillukarlarnir eru óvenju kjaftforir og lítt höfðingjaholIir, konurnar eru drifmiklar og með endemum úrræðagóðar og í þessu ekki níu þús- und manna samfélagi eru íbúar frá meira en fjörtíu þjóðlöndum. Hugmyndin að stofnun Fjölmenningarseturs kom frá Vestfirðingum sjálfum, áhugahóp um menningarlega fjölbreytni á Vestfjörðum og þing- menn Vestfirðinga fylgdu henni eftir. Alþingi fól fé- lagsmálaráðherra að hafa veg og vanda af fram- kvæmdinni. Upphafið má rekja til nokkurra áræðinna kvenna sem, eins og þær segja sjálfar; „fengu þá flugu í höfuðið að gaman væri að halda upp á dag Sameinuðu þjóðanna gegn kynþáttafordómum árið 1998." Þær spurðust fyrir og leituðu uppi fólk af öllum þeim þjóðernum er byggja Vestfirði og spurðu einfaldlega: viltu vera með í að halda upp á þennan dag? Eiginlega allir vildu vera með og úr varð Þjóðahátíð sem haldin var í fjórða skipti í ár. Uppúr þessu grasrótarstarfi óx síðan félag sem hlaut nafnið Rætur og er opið öllum sem áhuga hafa á menningarfjölbreytni.* Mikilvægt er að hafa í huga að staða útlendinga í íslensku samfélagi er jafnréttismál sem kemur okkur öllum við. Til þess að lýðræðið sé ekki bara orðin tóm, merkingarlaust hugtak þurfum við virka þátttöku allra íbúa landsins. Það er á brattann að sækja, því miður, og margt sem þarf að laga til að jafna stöðu fólks. Menningarlegur bakgrunnur, trú, eða kunnátta f íslensku má ekki verða að illfærum hindrunum sem koma í veg fyrir að einstaklingarnir blómstri og samfélagið fái notið hæfileika þeirra og þekkingar. Þjóðahátíð er orðinn fastur liður í menningarlífi Vestfjarða. Þar kynnir fólk af erlendum uppruna menningu sina á fjölbreyttan hátt. *Heimild:(Bryndís Friðgeirsdóttir, Dorothee Lubecki, Inga Dan og Magnús Ólafs Hansson, Rætur l.tbl. 2001)

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.