Vera


Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 40

Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 40
Ég fór ekkert á kaffihús eins og þeir því að ég tímdi því ekki. Það hefði ekki náð nokkurri átt að ég færi að bruðla svoleiðis með peninga. Þú hefur ekkert hneykslast á þeim? spyr ég og Arnfríður tekur snöggt viðbragð: „Neineineinei! Maður kenndi í brjósti um þá vesalinga sem hneyksluðust á slíkum verkum. Ég, krakkalúsin, bar meira að segja skynbragð á að þetta var eitthvað nýtt, eitthvað sem átti að lesa.“ Þarna voru að gefa út góðskáld eins og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Hafðirðu gaman að honum? „Nei, það var afskaplega stutt. Hann naut alþýðuhylli og það er áberandi þáttur í hans verkum að hann er ekki talinn pólitískur og siglir alltaf milli skers og báru. Það heillaði mig aldrei. Höfundar sem fá á sig orð fyrir vont innræti eru aftur á móti mér að skapi. Halldór, Steinn og Jóhannes úr Kötlum til að mynda,“ segir Arnfríður og glottir. Þú hefur fylgt kommunum? „Já, auðvitað. Þeir voru skáldin og það var ekki hægt að lesa annað. Stundum álpaðist maður til þess að opna bók eftir Guðmund G. Hagalín en hann var svo óskaplega leiðinlegur að maður komst ekki lengra en að fyrsta kafla. Þó var hann nú ekki verstur, ég man ekki einusinni hvað þeir hétu þessir fáu hægri- menn meðal rithöfunda. Tómas Guðmundsson var ekki til hægri fyrr en miklu seinna, heldur var hann lengi vel talinn einn af þes- sum hlutlausu. Manni þótti ískyg- gilega hljótt um hann á þessum árum, miðað við það að hann hefur ýmsa kosti til að bera sem ljóðskáld. En svo fór hann að hal- last og manni þótti fullljóst hvar hann myndi enda. Hann var í liði með góðborgurunum og endaði sem borgarskáldið." Ertu enn á sama báti í pólitík? „Já, ég er á sama báti og hef verið á þessum eina báti í gegnum tíðina. Aldrei flækst á milli skipa. En nú eru stjórnmálin orðin afskaplega skrýtin og leiðinleg. Við sitjum eiginlega í pólitískum drullupolli eins og er. Ég sé samt ekki fram á að það sé hægt að kjósa neitt annað en það sama, þangað til einhver kemur og frels- ar okkur.“ Með byltingu meinarðu? „Já, það þarf bara byltingu, ekkert annað," segir Arnfríður og þá er það útrætt mál. Tegldan hefi bát af orðum Tegldan mér svo henti. Veltir kvika völtum kili fáðum steini viðjum veikum bundinn Hvenær byrjaðir þú svo sjálf að reyna þig við skáldskapinn? „Það var snemma. Ætli ég hafi ekki verið innan við fermingu þegar ég fór að gera fyrstu tilraun- ir í þá átt. Ég lagði mig ekki niður við að ríma af þeirri einföldu ástæðu að ég nennti því ekki. Ef mór fannst ég hafa eitthvað að segja sem unglingur þá varð ég að finna minn veg sjálf. Ef ég reyndi að binda það sem ég var að skrifa fannst mér ég komin þangað sem ég þekkti mig ekki. Að finna minn veg var það sem óg vildi gera og það sem óg reyndi að gera.“ Hvað fannst móður þinni um skáldskapinn þinn. Hvatti hún þig áfram? „Hún latti mig aldrei. Hún var ákaflega mjúk og hlý við mig, þó að hún væri gammur og skass við aðra ef því var að skipta. Og hún var þannig að það vildu ekki neinir með viti lenda í orrustu við hana. Bæði var hún vopnfim og sást ekki fyrir. Ég hefði gjarnan mátt fá meira af þessu frá henni. Því að ég er í raun og veru ósköp róleg. Hún gat aftur á móti verið þessi ofsamanneskja en blíð svona undir niðri.“ En svo ertu að reyna þig við að yrkja... „Ég er að skrifa," segir Arnfríður með áherslu. „Ég kalla það ekki yrkingar, þar sem ég reyni ekki að binda það sem ég er að fást við.“ Svo ertu að reyna þig við að skrifa á sama tíma og þeir sem ekki höfðu „fast land undir fótum“ eða ortu ekki með hefðbundnum hætti, eru að senda frá sér sínar bækur, þeir sem seinna eru kallaðir atómskáldin. Varstu í slagtogi við þessa menn? „Já og nei eða ekki beinlínis. Ég stundaði ekki sömu staði og þeir en ég kannaðist við þá og þekkti mikið af þessu unga liði sem var á svipuðu róli og ég. Þó að óg umgengist það lítið þá vissi ég alltaf af þeim og þeir af mór.“ Var formbyltingin að þínu mati eitthvað sem þurfti að gerast? „Það er alveg sjálfsagt. Það hlýtur hver kynslóð að vera á þeirri meiningu að það sé í lagi að segja það sem hún þarf að segja. Það er ekki nokkur vafi á því að kynslóðin sem var um þetta leyti, hún lítur á sig sem aðalmann- eskjurnar í skáldskap og öðru. Og það var ýmislegt sem þurfti að segja." Mér finnst svo mikill ótti í bókinni þinni. Stríðsótti og ótti við eitthvað yfirvofandi... „Það var stríð allsstaðar. Það voru hermenn gráir fyrir járnum um allar jarðir og hernámið orðið staðreynd. Það þýddi ekki annað en að venjast því að mæta þeim útá götu vegna þess að hermenn voru hór eins margir og íbúarnir ef ekki fleiri. En þeir gerðu mór ekkert greyin, hvorki gott né illt.“ Maður finnur sterkt fyrir nálægð þeirra í bókinni og svo þessari löngun til að finna sér form. Finna farveg því sem þú vildir segja. „Það var mér afskaplega mik- ils virði," segir Arnfríður. „Svo mikils virði að mér fannst að það tækist aldrei. Ég vildi gera eitt- hvað nýtt. Eitthvað sem óg gæti flúið til seinna og jafnvel betrum- bætt. En að það væri mitt eigið. Mér iánnst að mér tækisl aldrei að gera það sem óg vildi gera. Skáldskapurinn er einhvern veg- inn þannig viðfangsefni að maður er aldrei ánægður. Sennilega er það eðli málsins að vera aldrei ánægður." Hannes Sigfússon og fleiri menn sem mark var tekið á luku lofsorði á bókina í málsmetandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.