Vera


Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 19

Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 19
gegn. Enn og aftur eru konum gefnar leiðbeiningar um það hvernig ber að hegða sér. Gjarnan er rætt um það hverju karlar hafa áhuga á, hvað karlar vilja í kynlífinu eða tíunduð meint vandamál kvenna í þessum efnum. Ein grein í kvennablaði ber yfirskrift- ina: Ertu að feika það? og er slík leiðbeiningagrein. Þar má finna þetta heilræði til handa konum: „Ekki venja þig á að gera þér upp fullnægingu. Þú blekkir bara sjálfa þig og rnaka þinn og þessi flóttaleið mun aðeins torvelda þér að upplifa alvörufullnægingu.“ „Yður er gefin einkunn að verulegu leyti í samræmi við það, hvernig þér gangið, sitjið, standið og berið yður í tröppum, eftir háttvísi yðar og um- gengni yðar yfirleitt." Sextugri tókst að strippa Fegrunarauglýsingarnar, sem eru margar, snúast flestar um það að halda sér unglegri. Hvergi lief ég séð samskonar auglýsingar ætlaðar körlum og það hlýtur að vera vegna þess að karlar mega eldast eins °g eðlilegt er. Það er lögmálið að konur eiga að vera unglegar og helst alltaf að vilja líta út fyrir að vera uiun yngri en þær eru. Ekki er einungis hamrað á þessu í kremauglýsingum, heldur er ýtt undir þetta viðhorf í viðtölum og greinum. Inngangur að viðtali eins blaðsins við verslunarkonu hljóðar svo: „Það er í rauninni fáránlegt að X sé á fimmtugsaldri og móð- ir fimm sona. Ef dæma ætti aldur hennar eftir útliti °g orku gæti hún verið að minnsta kosti tíu árum yngri.“ Unglegt útlit er alltaf eftirsóknarvert og er gert að umtalsefni þegar það er mögulegt. I öðru blaði er grein sem hefur fyrirsögnina „Sú sextuga flottust" og fjallar um Lindu Gray sem lék Sue Ellen forðum. Hún lék á sviði fyrir skemmstu og kom nak- m fram þótt að hún sé orðin sextug. I greininni er Lindu hrósað fyrir unglegt útlit og birtar glefsur úr viðtali sem breskur blaðamaður átti við hana og snýst fyrst og fremst um aldur hennar og lykilinn að glæsilegu útliti: „Linda Gray segist borða hollan mat °g byrja hvern einasta dag é því að drekka ferskan safa úr gulrótum og öðru grænmeti....“ Fúllyndisleg niðurstaða Fg býst við því að þegar öllu er á botninn hvolft þá snúist þetta um peninga. Þetta snýst um að selja hskuföt og snyrtivörur og til þess að geta selt tísku- föt og snyrtivörur verður fyrst að telja konum trú um að þær séu að kaupa það sem er lífsnauðsynlegt. Eitt krem fyrir daginn, annað fyrir nóttina, þriðja fyrir rakann, fjórða fyrir augun... og öll þessi lífsnauðsyn- legu krem verða sífelll fleiri og dýrari, en þau hætta samt ekki að vera lífsnauðsynleg. Litirnir breytast hka með árstíðunum, sem tryggir að konur geta ekki lengur notað rauða varalitinn sem þær keyptu í haust, heldur verða að kaupa sér nýjan. Niðurstaða mín er sú að það hefur fátt breyst síð- au 1950 þegar konum var kennt að ganga, tala og hlæja í bókum. Tímaritin eru sams konar uppeldis- bókmenntir fyrir konur. Þau segja þeirn hvernig þær eiga að vera, frernur en að spyrja þær að því hvernig þær séu eða hvernig þær langar að vera. Skilaboðin eru dulin, en engu að síður skýr. Kvenlíkaminn er •Uotaður á auglýsingastofum og síðan er það mál °kkar kvennanna að líkjast honum sem mest. Olnbogahirðing Eftir sápuþvott og burstun eiga olnbogarnir að hvíla í fimm mínútur í tveim skálum með volgri olíu. Hörundið sogar í sig olíuna og verður mjúkt og slétt. í bókinni Kvenleg fegurð eru gefnar nákvæmar leiðbeiningar um umhirðu og fegrun konunnar frá toppi til táar. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.