Vera


Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 36

Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 36
kynning Með VISA-kort í ferðalagið Notkun greiðslukorts frá VISA er mjög þægileg leið til að ganga frá uppgjöri ferðakostnaðar. Bæði gefur kortið kost á greiðsludreifin- gu til skemmri eða lengri tíma og einnig fylgja kortinu ýmis mikil- væg hlunnindi. Þar er einkum um að ræða mjög góðar ferðatryg- gingar ásamt viðlagaþjónustu og neyðarhjálp ef veikindi eða slys ber að höndum á ferðalagi. FERÐATRYGGINGAR Mikilvægustu ákvæði skilmála ferða- tryggingar fyrir Almennt VISA kort eru eftirfarandi: ¦ Tryggingin gildir á ferðalögum í allt að 60 samfellda ferðadaga að því tilskyldu að a.m.k. helmingur ferðakostnaðar hafi verið greiddur með VISA-kortinu fyrir brottför. Tryggingin nær einnig til maka, sam- býlismaka og barna á framfæri til loka 22 ára aldurs. Vátyggingin felur í sér eftirtalda aðalþætti: ¦ Ferðaslysatrygging, sem tryggir dánar- eða örorkubætur vegna slyss í ferð. Hámarksbætur eru greiddar til og með 59 ára aldri, en fara eftir það lækkandi en verða þó aldrei lægri en 20% af hámarksfjárhæð fyrir 74 ára og eldri. ¦ Sjúkratrygging, sem greiðir læknis- og lyfjakostnað, flutning, sjúkra- húsvist og aukadvalarkostnað. Einnig greiðir sjúkratryggingin eftir atvikum ferða- og dvalarkostnað ættingja sem leiðir af veikindum korthafans erlendis. 36 ¦ Viðlagaþjónusta og neyðarhjálp. Sérhæft fyrirtæki á því sviði með starfsfólk í öllum helstu ferðalöndum tryggir og útvegar lækni, lyf og sjúkrahúsvist og ábyrgist greiðslur fyrir hönd tryggingarfélags kortahafa. Einnig skipuleggur þettta fyrirtæki og undirbýr heimflutning sjúklings ef þörf krefur. Um tryggingar þessar gilda sérstakir skilmálar hvað varðar bótafjárhæðir í hverjum þætti fyrir sig, sjálfsábyrgð korthafa og ýmis sérákvæði. Tekið skal fram að ekki er greidd- ur sjúkrakostnaður í eftirfarandi tilvikum: ¦ sjúkdóma sem korthafi hefur þjáðst af og hafði notið læknishjálpar og/eða meðferðar við á síðustu 6 mánuðum fyrir greiðslu staðfestingargjalds. ¦ þegar korthafi ferðast í trássi við ráðgjöf starfandi læknis eða í þeim til gangi að leita sér lækningar erlendis ¦ kostnað við meðferð eða eftir- meðferð á Islandi Handhafar Far- og Gullkorta VISA og Vildarkorta VISA og Flugleiða njóta hliðstæðra ferðaslysa- og sjúkratrygg- inga, en þó eru bótafjárhæðir Gullkort- anna hærri, en að auki njóta hand- hafar þessara korta tryggingar á farangri og geta átt rétt á bótum vegna tafa á afhendingu farangurs á áfanga- stað erlendis. Einnig njóta þessir korthafar forfallatryggingar sem trygg- ir endurgreiðslu á ferðakostnaði sem greiddur hefur verið fyrirfram en korthafi forfallast af gildum ástæðum fyrir brottför. Þá getur komið til hlut- fallslegrar endurgreiðslu ferðakostn- aðar í lengri ferðum ef korthafi þarf vegna veikinda eða slyss að halda heim eða leggjast á sjúkrahús erlendis. Um þær viðbótartryggingar sem fylgja Far- og Gullkorti gilda einnig sérstakar reglur um bótafjárhæðir svo og nánari skilmálar. REIÐUFE, BANKAR OG HRAÐBANKAR. Notkun VISA korts hefur einnig ýmis önnur þægindi og öryggi í för með sér fyrir þá sem eru á faraldsfæti. Ekki er þörf á að vera með mikið reiðufé á sér því víðast hvar er hægt að greiða beint með kortinu, en að auki er hægt að taka út skotsilfur í bönkum eða hraðbönkum. Hraðbankar eru þægi- legir í notkun enda röð aðgerða yfir- leitt með líkum hætti. Til að taka út fé með greiðslukorti verður hins vegar að nota PIN-númer til að úttektin gangi. PIN númerið er persónulegt leyni- númer korthafans og notkun í hraðbanka jafngildir undirskrift hans fyrir úttektinni. Það er því afar brýnt að leggja PIN-númerið vel á minnið og gæta þess vel að það liggi ekki á glám- bekk t.d. á miða hjá kortinu enda er þá voðinn vís ef kortið glatast með slíkum upplýsingum og algerlega á ábyrgð korthafans. BOÐGREIÐSLUR Þá má nota kortið hér heima til að láta skuldfæra á það ýmis föst heimilisút- gjöld, eins og síma- og orkureikninga, áskrift blaða eða reglulegan sparnað og tryggja þannig að öllu sé haldið í fullum skilum á meðan ferð stendur eða árið um kring. Síðan má til viðbótar ganga þan- nig frá málum að VISA reikningurinn sc gerður upp með beinni skuldfærslu á bankareikning korthafa á síðasta degi greiðslufrests. Allt sparar þetta tíma og amstur korthafans. Þjónustumiðstöð VISA að Álfabakka 16 veitir korthöfum VISA haldgóðar upplýsingar um allt sem að notkun kortanna erlendis lýtur. Einnig liggur þar frammi ýmislegt ferðatengt efni og upplýsingar um sértilboð sem kortha- far kunna að eiga möguleika á að hag- nýta sér á ferðalögum. Sími þjónustumiðstöðvarinnar er 525-2025.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.