Vera


Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 54

Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 54
(B k Q) > Frá lúxuslandinu Islandi «¦ KUSSlCllKIS í umbreytingu Anna Gudlaugsdóttir var í tíu mánuði við háskólanám í St.Pétursborg Skelfingin sást á mér langar leiðir þegar ég steig út úr flugvélinni á Pulkovoflugvelli í St.Pétursborg þann 4. september 2001. Ég var lent í þessu framandi landi, alein og hlaðin farangri, og kom ekki nokkurs staðar auga á fulltrúa háskólans sem eiga að sækja út- lenska stúdenta á flugvöllinn. Eg var því auðveld bráð fyrir útsmogna leigubílstjóra sem höfðu af mér um það bil áttfalt gjald fyrir akstur til „State Uni- versity of St.Petersburg" Ekki tók betra við þegar ég kom í skólann, en þeg- ar þangað var komið kannaðist ekki nokkur mann- eskja við Island og hvað þá skiptinema frá þeim stað. Skólinn sjálfur virtist í mínum augum að hruni kom- inn og ekki ein einasta manneskja kunni ensku. Ekki kunni ég neina rússnesku og þetta virtist allt von- laust og mig langaði allra mest til að taka leigubíl beint aftur á flugvöllinn og fara heim. En hingað var ég komin til tíu mánaða dvalar og það var ekki um annað að ræða en að bíta á jaxlinn og takast á við nýj- ar og framandi aðstæður. Þegar þetta er skrifað er langt liðið á dvöl mína en þegar ég skoða dagbókina fré fyrsta mánuðinum er dálítið fyndið að sjá hvað mér fannst allt skrýtið, erfitt og framandi. Og vissulega var það þannig. Þeg- ar komið er beint frá lúxuslandi eins og Islandi inn í rússneskan raunveruleika, er ekki við öðru að búast en menningaráfalli af þó nokkurri gráðu. Enn finnst mér fátt hér líkjast lífinu sem ég þekki á íslandi, þó ég só að mörgu leyti farin að kunna á kerfið og búin að venjast aðstæðum sem flestu fólki þætti ekki neitt sérstaklega þægilegar heima. Sjokk yf ir aðstæðunum Ég bý á stúdentagarði, eða obsjezjítíe eins og það heitir á rússnesku. Það varð mér til happs á fyrsta deginum hér í Rússlandi (dagur sem ég minnist enn sem dags mikils hryllings) stóð óg í biðröð fyrir eitt- hvað sem ég vissi ekki hvað var, með krurnpaðan miða í sveittum lófa (vissi heldur ekki hvað stóð á miðanum), þegar ég heyrði dönsku talaða fyrir aftan mig, Stökk ég á það fólk og bað um hjálp. Þarna voru komin Sören og Tanja sem áttu eftir að verða góðir vinir mínir og veita mér mikla aðstoð og leiðsögn í nýja heiminum. Þau fóru svo með mig á stúdenta- garðinn þar sem þau bjuggu líka. Mér var fremur brugðið að sjá mín nýju heim- kynni, sérstaklega þegar ég sá að það var engin þvottavél og ekkert í eldhúsinu, fyrir utan tvær skítugar gaseldavélar, ruslatunnu, vask og ísskáp sem ekki virkaði. Annað hvert klósett var án setu og herbergið mitt rykugt og óhreint og rúmið mitt með kögglóttri dýnu. Fyrsti mánuðurinn fór því í að venj- ast aðstæðum og draga björg í bú. Ég þurfti að byrja alveg á byrjuninni þar sem ég átti ekki einu sinni bolla til að drekka úr. Og það var meira en að segja það, ef maður kann ekki rússnesku, veit ekki hvar maður á að leita og hvaða búðir eru hvar. Rússneskar búðir eru langflestar enn með það kerfi að allar vörur eru bakvið borð eða gler og mað- ur þarf að biðja um allt eða benda á það og búðinni er deilt upp í nokkrar deildir. Maður þarf því oft að fara á allt að fimm kassa til að fá allt sem mann vant- ar. Rússneskar afgreiðslustúlkur eru svo sórtegund ut af fyrir sig, yfirleitt hinar illúðlegustu og ófúsar að skilja málhaltan útlending. Mér lærðist svo seinna að þegar sá gállinn er á þeim er best að svara í sömu mynt og ef ekkert gengur mun víst vera ágætt að skammast aðeins á sínu eigin móðurmáli! Biðraðirn- ar eru svo auðvitað enn til staðar, gamli góði Sovét- stíllinn hefur ekkert horfið hvað það varðar. Femínismi þykir óþarfur Þrátt fyrir að fyrstu kynni hafi verið hálf hrollvekj- andi, komst ég fljótt að því að það er gaman að búa a obsjezjítíe. Eg eignaðist fljótlega vini frá ýmsum löndum og eftir því sem rússneskukunnáttan fór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.