Vera


Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 18

Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 18
Svona eiga konur að vera í gamla Kvennafræðaranum er meirað segja varað við evrópskum tískustraum- um og sterklega mælt gegn lífstykkjum sem sögð eru hafa valdið heilsutjóni. Yður er gef in einkunn... Tízkubókin (In search of charm) og Kvenleg fegurð (Frau ohne alter) eru bækur sem gefnar voru út á íslandi á 6. og 7. áratugnum. Þar er allt annað uppi á teningn- um en í Kvennafræðar- anum. íslendingar áttu peninga og í kjölfarið flæddu amerískir tísku- straumar yfir landið með tilheyrandi snyrti- vörum fyrir konur. I bókunum eru leiðbeiningar um það hvernig konur eiga að haga sér, en í þeim er kon- an „búin til" alveg frá svipmóti, göngulagi og hegð- un til förðunar, klæðnaðar og hárgreiðslu. Hin þekkta stærð í þessum bókum, sólin sjálf í bókunum, er kvenleikinn. Það sem er settlegt, kvenlegt og dömulegt er það sem allt miðast við. Konum er t.a.m. ráðlagt að reyna alltaf að líta vel út og hafa hreinan, kvenlegan svip á andlitinu, alveg óháð því hvernig allt vendist og snýst í kringum þær: „Þótt þér hafið raunverulega ástæðu til þess að vera áhyggjufull, þurfið þér ekki að missa vald á svipmóti yðar." Konur eiga líka að vera meðvitaðar um að þær eru alltaf í sjónmáli karla sem horfa á þær og dæma þær eftir útliti og hegðun: „Yður er gefin einkunn að veru- legu leyti í samræmi við það, hvernig þér gangið, sitj- ið, standið og berið yður í tröppum, eftir háttvísi yðar og umgengni yðar yfirleitt." Níundi kaflinn í Tízku- bókinni heitir Rómur og hlátur og þar er konum tek- inn vari fyrir því að flissa, að hvísla, að tala of mikið, að tala of hátt, að nota skrílmál og bölva og að reka upp snögg hlátrasköll. Kvenleikinn er fyrirfram mót- aður og ákveðinn, konan á síðan að laga sig að hon- um. Bækurnar eru uppeldisbækur ætlaðar konum. Harmur á harm ofan Eftir þetta skyldi kona vera ánægð með kvennaefni í fjölmiðlum í dag. Eða hvað? Skoðum nánar hvað er þar á boðstólum. Hvernig efni er sniðið að þörfum kvenna. P| Atakanlegar sögur eru í öllum kvennablöðum. þfl Sögur af fólki sem hefur fengið krabbamein eða misst Q ástvini eða drekkur of mikið eða hefur orðið fyrir 18 einelti í æsku. Áberandi er að átakanlegu sögurnar verða sífellt átakanlegri. Til þess að vera gott viðtalsefni í kvennablaði dugir til dæmis ekki að hafa fengið krabbamein, heldur er nú algengt að viðtalsefnin hafi fengið krabbamein mörgum sinnum, eða krabba- mein OG einhverja aðra sjúkdóma. Þau sem eru í viðtali vegna þess að þau hafa misst náinn ástvin eru tildæmis ekki spennandi heldur verða þau að hafa misst fleiri en einn náinn ástvin eða misst ástvin á sérstaklega vofveiflegan hátt. Sem dæmi má nefna að í einu blaðanna var fyrir skemmstu í viðtali ung stúlka sem hafði ekki einungis krónískan sjúkdóm heldur var hún líka þunglynd, þjáðist af átröskunum og var sennilega alkóhólisti í ofanálag. Einnig kom fram í viðtalinu að stúlkan hafði nýlega misst föður sinn. Harmurinn verður að vera margfaldur til þess að hann standi út úr blaðarekkum bensínstöðvanna. Þörfin fyrir harm annars fólks tengist lönguninni til þess að finna sér hvunndagshetjur til þess að dást að og beina um leið athyglinni frá eigin innantóma og léttvæga lífi. „Eins gott að vera ekki að væla - ég er bara með búlimíu, en þessi hefur fengið búlimíu OG krabbamein! Og henni dettur ekki í hug að gefast upp!" Eða skrifast harmsögurnar kannski á mýtuna um að miðaldra konur hafi sérstaklega gaman af að ræða um sjúkdóma og annað fólk, nema hvort tveggja sé? Gullfiskar með appelsínuhúð Tvöfeldnin í kvennablöðum er mikil. Myndir af barnungum, þvengmjóum tískumódelum fylla aug- lýsingasíðurnar en inná milli eru greinar sem hvetja konur til þess að vera eins og þær eru, að auka sjálfs- traust sitt til þess að sniðganga tískustaðla. Margar greinar sérstaklega ætlaðar konum fjalla líka um heilsu og megrun. Stórasannindin eru: „Það borgar sig ekki að fara í megrun heldur að borða meira grænmeti og minni fitu og hreyfa sig reglulega," og þessi sannindi birtast í kvennablöðunum í óteljandi myndum, óteljandi útgáfum. Eg skoða aldrei svo kvennablað að mig langi ekki til að rífa af mór hárið í flygsum og æpa: „Hver er ekki búinn að ná þessu? Hver veit ekki að maður fitnar aftur eftir megrunar- kúra ef maður byrjar aftur að borða það sem maður borðaði áður? Sú manneskja þyrfti að hafa verið dauð og grafin í a.m.k. tuttugu ár. Hvers vegna er ver- ið að velta sér uppúr slíkum selvfölgelighedum?" Appelsínuhúð er t.a.m. vandamál sem er leyst í kvennablöðunum með reglulegu millibili. Engu er líkara en gert sé ráð fyrir því að konur séu með gull- fiskaminni, vegna þess að greinarnar eru allar eins, en samt ætlað að halda athygli kvenna og fræða þaer um þetta heilsufarsvandamál. Það sem hefur bæst við reynsluheim kvenna síð- an 1950 er að þær mega nú hafa (og eiga að hafa) brennandi áhuga á kynlífi. I hverju einasta kvenna- blaði sem ég skoðaði var eitthvað fjallað um kynlíf en það virðist vera umræðuefni sem alltaf slær i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.