Vera


Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 60

Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 60
kvikmyndir Úlfhildur Dagsdóttir Samkvæmt Richard Keller Simon hafa Stjörnustríðsmyndir George Lucas tekið við af Biblíunni sem hin mið(lim?)læga goðsögn vestrænna þjóða. Hann talar út frá reynslu sinni sem bók- menntafræðingur og kennari og segir að þrátt fyrir að banda- rískir nemendur séu oft illa að sér í helstu sögnum kristinnar trúar þá komi hann aldrei að tómum kofunum þegar Star Wars er nefnd. Stuttu áður en nýjasta myndin var frumsýnd, Attack of the Clones (2002), var gerð snaggaraleg sjón- varpskönnun þarsem bandarískir vegfarendur af öllum aldri og kynj- um voru beðnir að svara spurningum um samtíma sinn. Þeim voru sýndar myndir af stjórn- málamönnum, ráðherrum og beðnir að bera kennsl á fleygar setningar úr bandarískri sögu. Allir fóllu á því prófi, en þegar myndir af persónum Star Wars og setningar úr myndinni voru bornar undir sama fólk kvað við allt annan tón, jájá, þetta voru þau Yoda, Leia og Svarthöfði og þau höfðu sagt hitt og þetta. Það er því ljóst að myndir George Lucas eru líklega með áhrifameiri menningarfyrirbærum samtímans og því full ástæða til að gefa þeim gætur. Sköpunarsagan er á þessa leið: Árið 1977 birtist eitthvað alveg nýtt á kvikmyndatjaldinu: mynda- taka, tæknibrellur og ævintýri úti í geimi - Star Wars skar sig úr hvað varðaði vönduð vinnubrögð og sann- færandi heimasköpun sem átti eftir að gerbreyta yfirbragði vísinda- mynda. Vissulega eru áhrif 2001 Stanley Kubricks áberandi, en í stað heimspekilegra langloka kom hraðskreytt og fyndið ævintýri man- nað/dýrað glæstum hetjum og kómískum vélmennum. Lucas fylgdi myndinni eftir með tveimur framhöldum, The Empire Strikes Back (1980) og Return of the Jedi (1983). Allar segja myndirnir frá stjörnustríði sem gerist í stjörnukerfi pi langt í burtu. Hið illa hefur tekið yfir W fremur friðsamt samfélag pláneta, en pl enn finnast hugrakkir andspyrnu- gQ menn og baráttan stendur áfram. í Prinsessur í _ stjörnustríðum myndunum er stöðugt vísað til atburðanna sem gerðust áður og var alltaf greinilegt að þar lá heil saga að baki. Og nú undir lok tíunda áratugarins, 22 árum eftir að Star Wars leit ljós kvikmyndahússins, tók Lucas upp þráðinn og rakti sig aftur á bak, með nýrri trílógíu sem hófst með The Phantom Menace (1999) en titillinn vísar til þess að eitthvað er rotið í ríki dana, en einginn veit hvað - því þau hafa ekki séð hinar myndirnar. Líklega vegna þess að þau búa í öðru stjörnukerfi. Hin tvö andlit hetjunnar Star Wars myndirnar fylgja ákaflega hefðbundnu hetjugoðsagnamynstri. Aðalhetja eldri trílógíunnar, Logi geimgengill, er af óljósum uppruna en reynist síðan konungborinn, svona ekki ólíkt goðsagnahetjum eins og Herkúlesi sem var sonur Seifs; hann hlýtur hjálp frá yfirnátt- úrulegum öflum, í líki dýrs eða furðuverunnar Yoda, líkt og til dæmis Sigurður Fáfnisbani lærði tungumál fugla og var hjálpað af þeim. Logi hlýtur prinsessuna að launum, en eftir stutt sifjaspellst samband kemur í ljós að hún er syst- ir hans og hann lætur hana eftir sínum trausta félaga Han Solo - en það kemur út á eitt því sá er samkvæmt formúlunni í raun aðeins önnur hlið hetjunnar, sú skugga- legri. Han Solo er dæmi um hetjuna sem ævintýramann og flagara, sem að sjálfsögðu er taminn þegar hann fellur fyrir prinsessunni sem hann bjargar, nokkrum sinnum. Logi er hinsvegar hin hefðbundna, bláeyga prins- eða dýrðlings-hetja sem velur skírlífi að hætti Jedi-riddaranna sem eru einskonar múnkar. Að þessu leyti minnir hann á eina af frægustu kristnu hetjum allra tíma, heilagan Georg, sem einnig valdi skírlífi og hafnaði því að giftast prinsessunni sem hanh barg frá drekanum góða. Þetta mýtíska munstur er vand- lega útfært í eldri myndunum sem meðal annars þiggja styrk sinn frá þessum tveimur andlitum hetjunn- ar. Og með fimlega samsettum ævin- týrum, skemmtilegum aukaper- sónum og ekki síst tæknibrellum sem eru þarna nýttar á einstakan hátt er sköpuð nútímagoðsaga með nútímalegum en samt tímalausum hetjum. Nútímauppfærslan kemur meðal annars fram í því að hinir klassísku aðstoðarmenn, sem samkvæmt formúlunni eru iðulega dýr, er hór breytt í vélmenni, sem halda samt ákveðnum dýrslegum einkennum, en litla vélmeijnið R2- D2 talar eigið tungumál. Kvenhetjan Lea prinsessa Eins og ljóst má vera er ekki mikið pláss fyrir virk kvenhlutverk í þes- sari formúlu og því má væntanlega bara þakka fyrir hvað Leia er þó mikill töffari - sérstaklega ef miðað er við tímann sem myndirnar eru gerðar á. í fyrstu myndinni rekst Logi geimgengill á örvæntingarfulla hjálparbeiðni fallegrar konu. Beiðnin er geymd á myndrænu formi í minni vélmennis og þrátt fyrir að myndgæðin séu takmörkuð þá heillast Logi af konunni og rýkur af stað til hjélpar. Mikið varð hann svo hissa þegar hann uppgötvaði að hún var alveg ótrúlega dugleg við að hjálpa sér sjálf (reyndar kom einnig i ljós að hún var systir hans, en það er annað mál). Lea prinsessa er aðal (og reyndar eina) kvenpersóna eldri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.