Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 48
vera
eiga mun sjaldnar að-
ild að umferðarslysum en karlar, samkvæmt
upplýsingum frá Umferðarráði. Það er því
nokkuð sláandi að konum sem slasast í um-
ferðarslysum hefur fjölgað undanfarin ár.
Langflestar þeirra eru farþegar í bifreiðum
og þá oft í bifreiðum þar sem karlmenn eru
ökumenn.
Það er staðreynd að konur lenda síður í al-
varlegum umferðarslysum en karlmenn en
þær virðast síður taka áhættu, svo sem við
gatnamót eða við framúrakstur. Árið 2000
slasaðist 861 karlmaður í umferðarslysi en 865
konur. Ökumenn sem aðild áttu að slys-
um voru 1.372 karlar en 736 konur. Af
þeim ökumönnum sem áttu aðild að
óhöppum án meiðsla voru 7.917 karlar en
3.778 konur.
Á árunum 1972 - 2000 hafa 476 karlar og
212 konur látist í umferðarslysum. Árið 2000
lést 21 karlmaður og 119 slösuðust alvarlega.
Á sama ári létust 11 konur og 103 slösuðust al-
varlega. Árið 2000 slasaðist 721 karlmaður lít-
ið og 751 kona.
Margrét Sæmundsdóttir hjá Umferðarráði
segir að þótt konur lendi í færri slysum virðist
það vera að breytast hjá unga fólkinu. „Til eru
þær kenningar að þegar kynin aka alveg jafn
mikið jafnist þetta út. En mun færri konur eru
svo ábyrgðarlausar að aka drukknar eða fara
yfir hámarkshraða. Stundum er talað um að
karlar séu betri í tæknilegri hlið aksturs en að
konur séu betri ökumenn því þær geta gert
fleira en eitt í einu og taka tillit til alls sem
skiptir máli við akstur. Það er nefnilega ekki
nóg að kunna vel á bílinn, það þarf líka að
taka eftir barninu sem hleypur út á götu."
n
Hefur ekið strætó í 25 ár
Björg Guðmundsdóttir hjá Strætó bs.
Vel é annan tug kvenna aka strætisvögnum um götur
höfuðborgarsvæðisins en alls eru um 250 vagnstjór-
ar hjá Strætó bs. Konum undir stýri strætisvagna er
að fjölga að sögn Steindórs Steinþórssonar deildar-
stjóra hjá Strætó bs. En hvernig stendur á þessum
mikla kynjamun, hentar starfið ekki konum jafn vel
og körlum? „Jú, mikil ósköp,“ segir Steindór sem
samsinnir því að hefðin hafi mest um kynjahlutfall-
ið að segja. „Og það eru ekkert frekar einhverjar
ákveðnar týpur kvenna sem keyra strætó. Þær eru
eins ólíkar og þær eru margar.“
Björg Guðmundsdóttir hefur unnið sem vagn-
stjóri hjá Strætisvögnum Reykjavíkur í 25 ár, eða síð-
an hún var 21 árs gömul. „Maðurinn minn var að
leysa af hjá SVR yfir sumartímann meðan hann var í
skóla og ýtti á mig að byrja að vinna þar. Meirapróf-
ið tók ég árið 1976 og þann 1. júní 1977 byrjaði ég að
vinna hjá SVR og hef unnið þar síðan.“
Það gefur auga leið að Björgu líkar vel við starfið.
„Vinnutíminn er mjög þægilegur. Ég vinn reyndar
hlutastarf núna og keyri alla morgna, en áður vann
ég alltaf fullt starf. Ég lít eiginlega á vinnuna sem
mitt eigið litla fyrirtæki þar sem ég get ráðið vinnu-
tímanum svolítið sjálf með því að skipta út vöktum.
Ég er frjálsari hér heldur en ef ég væri annars staðar.“
Björg segir að vissulega fylgi starfinu mikil
mannleg samskipti. „Það er þó mjög einstaklings-
bundið hversu mikil samskiptin eru og fer það eftir
því hvaða viðmót ég fæ enda gef ég það sama af mér
í staðinn. En því er ekki að neita að þetta starf snýst
um að veita þjónustu." Hún segir starfið ekki síður
henta konum en körlum. „Það þarf lagni og lipurð í
þetta starf en ekki krafta. Konur hafa oft þægilegra
og mýkra viðmót. Sálfræðin spilar inn í þetta líka, að
vega og meta hvern einstakling."
Björg segir að það sé allt annað að aka strætis-
vagni um götur borgarinnar í dag en fyrir 25 árum.
„Hraðinn er miklu meiri en hann var enda eru nú
fleiri akreinar og fleiri götur. Þegar ég var að byrja var
hraðinn minni og þá mynduðust lengri biðraðir. Þá
voru líka fleiri vagnar í umferð og ferðirnar örari.
Hraðinn er mikill í dag en ég er nú líka eingöngu að
keyra á morgnana. Þá er mesti álagstíminn og allir á
leið í vinnuna."
Akstur strætisvagna felur í sér mikla endurtekn-
ingu en Björg segir að það þurfi ekki endilega að vera
slæmt. „Þetta er alit spurning um hugarfar. Ef þú vilt
láta þér leiðast þá leiðist þér hvar sem þú vinnur. Ég
ók einu sinni Laugavegsvagninum en þá var frítt í
strætó niður Laugaveginn. Mér fannst stundum að ég
væri bara að rúnta niður Laugaveginn og skoða um-
hverfið í rólegheitum."
Það fylgir starfi vagnstjórans að hitta sama fólkið
á hverjum degi árið um kring. „Einstakiingar sem þú
hittir á hverjum degi verða stundum eins og hluti af
manni sjálfum," segir Björg. „Þegar ég fæ hlý bros og
kveðjur geld ég í sömu mynt og ef einhver brosir og
þakkar fyrir þegar ég hinkra við eftir þeim geri ég það
aftur. Viðmótið skiptir öllu máli.“
48