Vera


Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 10

Vera - 01.06.2002, Blaðsíða 10
Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir skyndimynd (Z 0) > 10 argrét Einarsdóttir er laganemi á lokaári við Háskóla íslands og hefur verið virk í stjórnmálum allt frá menntaskólaárun- um. Hún sat í varastjórn SUS haustið 1997, þá á 1. ári í lagadeild. Hún var for- maður jafnréttisnefndar á SUS-þingi 1999 þar sem hún, ásamt fleirum, barð- ist hart fyrir lögunum um fæðingarorlof feðra og hafði sitt í gegn á því þingi. Sem laganemi hefur Margrét verið öfl- ug í félagslífinu en hún var ritstjóri Ulfljóts á 3. ári og nú í mars tók hún þátt í Jessup, málfTutningskeppni laga- nema á sviði alþjóðalögfræði, sem haldin var í Was- hington. I stúdentapólitíkinni vann hún mikið fyrir Vöku og upplifði það að tapa í fjögur skipti en sigra svo kosning- arnar í ár. Fyrir borgarstjórnarkosningarnar skipaði Mar- grét 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og er hún því orðin varaborgarfulltrúi Reykjavíkur en sem slíkur situr hún í jafnréttisnefnd og félagsmálaráði auk þess sem hún er varamanneskja í löggæslunefnd. Margrét hefur verið iðin við skriftir enda skríbent á deiglan.com og nýju vefriti ungra hægari feminista tikin.is. Hún segist einnig hafa ákaflega gaman að því að vinna rannsóknarverkefni á sviði lögfræði og vann hún til dæmis nýsköpunarsjóðsverkefni í tengslum við EES- samninginn, sem tilnefnt var til nýsköpunarsjóðsverð- launa, auk þess sem hún vann ásamt tveimur öðrum laganemum nýsköpunarsjóðsverkefni fyrir Siðfræði- stofnun á sviði persónuverndar. Sjálf lýsir hún sér sem frjálslyndri, hófsamri hægri manneskju og hægri fem- inista. VERA tók þessa öflugu konu tali á dögunum og fræddist um hana sem og ungar konur í Sjálfstæðis- flokknum almennt og hægri feminisma. Hvað er hægri feminismi og hver er munurinn á hægri og vinstri feministum? Munurinn liggur aðallega í afstöðunni til jafnréttismála. Hægri feministar vilja meina að þróunin í jafnréttismál- um sé í rétta átt þó að takmarkinu sé enn ekki náð. Vinstri feministar eða róttækir feministar vilja beita kynjakvótum og jákvæðri mismunun til að flýta fyrir þró- uninni en þessu er ég mjög ósammála og held að slíkt geri jafnréttisbaráttunni meiri skaða en gagn. Með kynjakvót- um og jákvæðri mismunun erum við að fá karlmenn upp á móti okkur því gagnvart þeim er þetta auðvitað alls ekki sanngjarnt auk þess sem það getur beinlínis verið niður- lægjandi fyrir konur að komast inn í starf á slíkum for- sendum. Síðan er líka alveg óendanlega auðvelt að kom- ast framhjá skilyrðunum fyrir jákvæðri mismunun vegna þess að það eru engir tveir einstaklingar „jafn“ hæfir. Hver eru brýnustu mál jafnréttisbaráttunnar að þínu mati? Launamunur kynjanna er ennþá mikið áhyggjuefni og þar finnst mér að konur þurfi að vera meðvitaðri því að þeg- ar allt kemur til alls þá bera þær sjálfar ábyrgð á því að semja fyrir sig um viðeigandi laun. Konur eru seinþreytt- ari til að biðja um launahækkanir og þegar þær gera það biðja þær oftar um lægri laun en karlar í sama starfi. Þetta þurfa konur að vera meðvitaðar um og vera þess vegna þeim mun duglegri að þrýsta hver á aðra í því að gera meiri launakröfur og sækja um forstjórastöðurnar! Það sama gildir um pólitíkina, karlar sem ætla sér að komast áfram eiga yfirleitt dyggt stuðningsnet af pólitískum bak- hjörlum. Þetta þurfa konur að gera líka hvort sem þær kjósa að gera það með stuðningi skoðanasystra sinna,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.